Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, mars 30, 2003

Ferðin til Eyja
Ég fór sem sagt til Eyja á föstudaginn með Herjólfi og tók bílinn minn með ( hann mun koma til sögu hér neðar). Ég get ekki sagt að ferðin hafi verið skemmtileg. Ætlaði að vera svakalegt hörkutól og hrofa á sjónvarpið en það varði ekki lengi. Fór bara niður í koju og sofnaði. Leið ekki vel en ég slapp alveg við það að æla. Það voru ekki allra svo heppnar.
Svo komum við í land og fórum í skálann (salinn) þar sem að við sváfum. Kíktum í sjoppu, fengum okkur að borða og fórum svo bara snemma í háttinn. Við vöknuðum um níuleitið og fórum út að ganga. Svo tók leikurinn bara við og hann gekk bara svona eins og hann gekk. Það var samt ótrúlegt hvað það voru margar sem að meiddu sig, ótrúlega óheppnar. Eftir leikinn þá fórum við á einhver Mánabar og “horfðum” á landsleikinn í fótbolta og svo fengum við okkur að borða. Eftir matinn fórum við í sjoppu og keyptum MIKIÐ nammi. Nammi, namm og svo illt í magann :o( Nokkrar fór í spil sem að Erna kom með, svakalega sniðugt spil. Eitthvað vennar for livet. Spurningarnar voru frekar fyndnar og hljómaði ein þeirra svona: Hver á ljótasta kærastann? Hehehe, þessari spurningu var sem sagt hent út. Ég meina engin vildi heyra það að hún ætti ljótasta kærastann. Svo var farið í actionary og heyrðist víst meira í sumum en öðrum. En ég get bara sagt eitt við hana Írisi Ástu : Thums up !!! Hehehehe. Fórum svo að sofa og vöknuðum snemma og tókum Herjólf heim. Sváfum við held ég bara öll alla leiðina heim og engin sjóveiki hjá mér!!!!!

Þegar bílinn minn dó :o(
Ég, Hanna og Helga vorum nýbúnar að sleppa orðinu um það hvað við værum ánægðar að vera komnar á land og ég kom með þessa fleigu setningu: Home sweet home, þegar að allt fer að gerast fyrir bílinn minn og við vorum c.a. 10 mín. frá Þorlákshöfn. Við gátum ekki kveikt á útvarpinu og rafgeimisljósið varð eldrautt og fleiri ljós kveiknuðu á mælaborðinu. Ekki nóg með það þá fór bara hraðarmælirinn niður að núlli en ég var á fullri ferð ( samt alveg á löglegum hraða). Haldið þið svo ekki að bíllinn fari ekki að hiksta og þá fer ég út í kannt og þar dó hann bara. Svo þegar að síminn var tekinn upp til að hringja í pabba þá var bara ekkert samband. Ég hélt að ég yrði ekki eldri!! En svo náðum við fljótlega sambandi og hann ætlaði að bjarga okkur. Á meðan við biðum eftir hjálpinni þá stoppuðum við einn bíl sem sagðist geta dregið okkur út á Litlu kaffistofuna. Við tókum því og lögðum af stað, en haldið þið ekki að hann pabbi gamli hafi ekki keyrt framhjá en hann sá okkur samt og snéri við og elti. En þar sem að hann var ekki með símann sinn þá gátum við ekki hringt í hann og sagt honum að hitta okkur á Litlu kaffistofunni. Bíllinn sem dró okkur hleypti bílunum framhjá okkur og þar á meðal pabba. Pabbi tók því þá þannig að hann ætlaði bara að draga okkur í bæinn og þaut framhjá með vefandi hendi. Við vorum þá fastar á Litlu kaffistofunni og ég orðin MJÖG svo pirruð, en það var ekki lengi því að hann Grétar frændi kom og bjargaði okkur og dró okkur í bæinn, okkur til mikillar ánægju.
Nú þarf ég að fara með bílinn í athugunn og á meðan verður hans sárt saknað. Eyja ferðin endaði ekki vel og þarf ég að hugsa mig vel um hvort að ég eigi að fara aftur til Eyja á næstunni.
En núnar er ég farin að sofa.

Eitt sem ég gleymdi. Hreiðar til hamingju með afmælið í gær! :o*

föstudagur, mars 28, 2003

Ég horfði á piparjúnkuna í gærkvöldi og ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum. Ekki mikið af sætum mönnum. Og hvað var málið með gaurinn sem var 37 ára og hann var að tala um að vilja fara með hana afsíðis og kyssa hana “frönskum kossi”, það virðist sem að þessir kallar ætla aldrei að þroskat, ekki það, það er ekkert að því að kyssast. En hann sagði þetta eins og hann væri einhver polli!!!! Svo voru þeir allir svo smeðjulegir þegar þeir komu fyrst að það hálfa væri nóg, en þeir skánuðu samt þegar lengra leið á þáttinn.
Undir og stórmerki gerðust áðan, ég Berglind Hermannsdóttir ryksugaði bílinn minn og þreif aðeins inn í honum. Ég valdi náttúrulega besta daginn til þess, þar sem það er búið að snjóa svolítið í dag. Og þegar að ég fór að skola af mottunum þá byrjaði að snjóa og fólk sem að keyrði framhjá var örugglega að velta því fyrir sér hvaða hálfviti væri að skola af mottunum sínum þegar það snjóaði. En hvað með það þær eru alla vega hreinar núna.
Jæja ég er að fara að skreppa til Eyja og því segi ég bara góða helgi!

fimmtudagur, mars 27, 2003

Ég horfði á nágranna í gær eftir langa pásu og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Haldið þið ekki að hann Mal sæti sé komin aftur. Ekkert smá gaman!!!

miðvikudagur, mars 26, 2003

Þessi síða mín er ekki að gera góða hluti. Það er eitthvað svona rugl að safnast saman uppi í horninu og ég kann ekki að taka það í burtu. Þannig ef það er einhver sem er klár á þetta má hann segja mér hvernig ég get lagða þetta.

Fyndið í tíma í dag í markaðsrannsóknum þá vorum við að skoða hvaða sjónvarpsstöð væri vinsælust og svoleiðis. Svo fengum við að sjá hvaða þáttur væri vinsælastur á Skjá einum. Og það kom kennaranum eitthvað á óvart hvað piparsveinninn væri ofarlega á listanum, í öðru sæti. Mér fannst það ekkert skrýtið og flestum stelpunum sem sátu í kringum mig!!!! Ég vil helst ekki missa af þætti. Og svo býð ég bara spennt eftir því að piparjúnkan ( er þetta skrifað svona???? ) byrji. Þarf ekki að bíða lengi, hún byrjar á morgun.

Svo er helgin ákveðin, ég er sem sagt í hóp í handboltanum og við erum að fara til Eyja að keppa við ÍBV. Og við förum með HERJÓLFI. Ég er strax orðin sjóveik við tilhugsunina. En ég hef farið með Herjólfi til Eyja tvö seinustu sumur og ég hef alltaf náð að jafna mig á nokkrum tímum. En þá fór ég í allt örðum erindagjörðum, hehehe.
Við förum á föstudags kvöldi og komum heim á sunnudaginn. Gaman það!!!

þriðjudagur, mars 25, 2003

Já ég get ekki sagt annað en hún Kristín, hvað er málið með þessa stelpu. Greyið!!!! Ég átti ekki til aukatekið orð þegar ég las þetta, gelgja, já!!!! Þetta hlýtur bara að vera djók. Vona það hennar vegna.
En hún Beta greyið lenti í hörku árekstri á sunnudaginn, hún er öll stíf í hálsinnum. En ég tel hana vera mjög heppna að ekki hafi farið verr. Því að bíllinn hennar er dáinn og sætið sem að hún sat í það brotnaði. Sem betur fer fór ekki verr. En maðurinn sem að keyrði á hana sagðist ekki hafa séð hana því að bíllinn hennar var svo dökkur!!! Hvað er málið með það???? Og klukkan var fjögur að deginum til!!!!!! Þannig að þið verðið að muna það næst þegar að þið kaupið ykkur bíl, að kaupa bíl sem er svolítið áberandi, hehehe. Kannski hafa svona ljósaskilti ofaná.

En loksins er þetta úthringi dót búið. Við vorum bara komin með nóg. Ég meina einn sími fyrir 5 manneskjur, hvernig á það að ganga? Sem sagt ekkert meira, góða kvöldið, Berglind heiti ég og er í Tækniháskóla Íslands.........................
Jæja núna ætla ég að halda áfram að fylgjast með í tíma.

sunnudagur, mars 23, 2003

Ég sá myndbandið með eurovísíon laginu í gær og heyrði því lagði á ensku. Leist bara ágætlega á myndbandið en að mínu mati hefði alveg mátt sleppa ljósastöfunum sem stóð á BIRGITTA. Myndbandið gekk nánast bara út á það að sýna hvað hún er sæt og mikil pæja. Sem er gott, því það hlýtur að hafa áhrif á hvað fólk kýs. En mér finnst ekki heppilegt að íslenska lagið verði fyrsta lagið sem flutt verður í keppninni. Fólk verður löngu búið að gleyma því þegar það á að fara að kjósa.
Svo voru þau sem að voru í þættinum hjá Gísla Marteini að tala um það að það væru nú margir söngvarar sem að væru að "meika" það sem að nafnið þeirra byrjaði á B t.d. Björk, Bubbi, Björgvin og svo Birgitta. Það er spurning hvort að maður fari ekki bara að einbeita sér að söng ég meina mitt nafn byrjar nú einu sinni á B !!! Ha, hver veit nema að ég leggi þetta fyrir mig!!!! Nei, nei ég ætla ekki að gera fólki það, þið getið verið róleg.
En það er spurning hvort að ég eigi að fara að þvo bílinn minn, hann er orðinn ógeðslegur, mig langar ekki einu sinni að setjast inni í hann og svo er ég að bjóða fólki að setjast inn í hann. Ojjjj. En ég held að ég nenni því ekki. Finnst ekki gaman að þrífa bíla, eða bara almennt að þrífa. Fæ alveg nóg að þrífa skítinn upp eftir einhverja aðra fimm sinnum í viku!!!!!

laugardagur, mars 22, 2003

Já búnar að skila áfangaskýrslu 1 í lokaverkefninu, skiluðum henni í gær. En það er svo sem ekkert að hrópa húrra fyrir því að það tekur bara önnur áfangaskýrsla við. Svo er bara endalaust að gera í skólanum, endalaus verkefnaskil. Hvað er þetta með þessa kennara, þurfa allir að hafa verkefni á sama tíma????
Ég kíkti með bekkjarfélögunum í partý í gær til hans Harðar. Það var bara ágætis stemmning þar og svo keyrði ég hluta af liðinu niður í bæ og kíkti aðeins inn á Astró. Ég fór svo að sækja Hildi systur í vinnuna um hálf 12 og fór svo bara heim að sofa.
Berglind Bára var að skemmta sér í gær og þegar að ég var að tala við hana þá var hún á Gauknum. Hún sagðist vera að býða eftir að búrið kæmi svo að hún gæti slegið gogo dansgellurnar sem að voru eitthvað að dilla sér á sviðinu út. Berglind er þetta kannski bara framtíðar starfið??? Á ekki bara að leggja bækurnar á hilluna og hætta í lögfræðinni?? Hehehehe!!!

Ég vaknaði bara snemma í morgun og fór að skúra, jibbí, gaman það. Svo var það bara að drífa sig upp í skóla að hitta einn af hópunum mínum og klára eitt verkefni. Þaðan var farið að horfa á Fylkir / ÍR vs. Valur. Get ekki sagt að þetta hafi verið skemmtilegur leikur eða á nokkurn hátt verið spennandi. Við sem sagt töpuðum en það var í lagi því að KA/ Þór tapaði líka og það gerir það að verkum að við komumst í átta liða úrslitin, Frábært!!!!!
Í kvöld er ég ekki að fara að gera neitt nema að liggja í leti og horfa á sjónvarpið!!!!!!

fimmtudagur, mars 20, 2003

Sem ég hélt með vann, jessss!!!!! Áfram Helen. Og ég sem var svo viss um að Brúkk myndi vinna því að manneskjan sem að ég held með í svona keppnum tapar eiginlega alltaf. Svo líka það þegar að það var verið að sýna úr þættinum þá var engin mynd af henni grenjandi þannig að ég var búin að gefa mér það að hún myndi vinna. En jeiiiii Helen vann.
En svo annað ég var að skoða síðuna hennar litlu systur og ég er ekki alveg ánægð með kellu. Hvað er hún að gera með eitthvað próf inná hjá sér sem verið að kanna í hvernig klámmynd maður myndi vilja leika í??? Eða What kind of porno would you star in? Fór uppeldið á henni eitthvað fram hjá mér eða hvað?????

Jæja mér barst kvörtunarbréf í dag frá ónafngreindum aðila. Sá aðili var að kvarta yfir því að ég væri ekki nógu dugleg að blogga. Mér finnst ég nú alveg ágætlega duglega að þessu. Það er bara búið að vera brjálað að gera í skólanum mínum og ég hef lítið annað gert en að klára gera lokaskýrslu og svo laga hana, fara á fund, fara á einhverja kynningu hjá Iðntæknistofnun, vinna og svo hringja í fólk á kvöldin. Puffff ekki skemmtilegt það.

En hvað er það með fólk að þurfa að keyra alveg upp í rassgatið á manni þegar að maður er stopp á ljósum. Og hvað þá þegar að maður er stopp á ljósum og í brekku. Það gerðist einmitt áðan þegar ég var á leiðinni í vinnuna. Og ég á mínum beinskipta bíl var sko ekki ánægð með það, það liggur við að maður þorir varla að leggja af stað. Ekki vil ég beygla sæta bílinn minn. Þá er bara að líta í baksýnins spegilinn og gefa manninum fyrir aftan drápssvipinn!!!!!

Ég fór á æfingu áðan og haldið þið að mér hafi ekki tekist að fljúga á rassinn, EKKI gott. Við vorum að gera einhverja æfingu þannig að við áttum að senda boltann og hlaupa svo á ská aftur á bak. Mín gerir það en svo bara allt í einu tek ég á lof og lendi á rassinum og er þar af leiðandi er ég að drepast í rófubeininu. Það héldu margir að hún Helga hafi felt mig en svo var ekki, ég held að það hafi bara verið Fylkisdraugurinn!!!!!! ( hef reyndar aldrei heyrt um þann draug, en..............)
En núna ætla ég að fara að horfa á Piparsveininn sem verður bráðum ekki lengur piparsveinn!!!!! Ég vona að Helen vinni!
Jæja Hermann er þetta nógu gott fyrir þig???????????? :o)

þriðjudagur, mars 18, 2003

Góðan daginn. Herdís til hamingju með daginn! Gamla geit!!!! Jæja það er bara allt að verða vitlaust í skólanum, endalaus verkefnaskil og læti. Ég er til dæmis að vinna í markaðsrannsóknarverkefni núna þar sem að ég þarf að hringja í fólk og spyrja spurningar. Ekki alveg starf fyrir mig en þetta er víst bara partur af prógrammet. Ég veit allavega um eitt það sem að ég vil ekki verða þegar að ég verð aðeins eldri, það er að hringja út fyrir Gallup!!!! Nei takk, ekki alveg mín sterkasta hlið.
Já unglingaflokkurinn var víst ekki að gera góða hluti í gær, en það kemur bara vonandi seinna. Er það ekki?
Svo var manni bara boðið á ísrút í gær með Helgu og Herdísi. Vissi ekki alveg hvert við vorum að fara en við enduðum í ísbúð sko hinum megin í bænum. Samt góður ís!!!!! Takk fyrir mig :o)
En svo fer maður bara aftur af stað að hringja í fólk í kvöld, guð hvað ég hlakka til!!!

sunnudagur, mars 16, 2003

Djöfu.... var skemmtilegt í gær. Byrjuðum á því að vinna Fram með 9 mörkum. Svo eftir leikinn þurfti maður bara að drífa sig í sturtu og reyna að gera sig sæta og fara svo upp í sveit í mat til Heklu. En hún átti afmæli í gær. Hekla til hamingju með daginn í gær :o) Þar fengum við mjög góðan mat, svona pönnuköku mat ( man ekki alveg hvað þetta kallast ) og svo var bara byrjaða að hella í sig og skemmta sér. En í tilefni af leynivinavikunni þá var spilað auka lag,( Nína er sem sagt alltaf spiluð í handboltapartýunum ) það var svona vina lag, "enginn veit fyrr en reynir á lalaallaalalala,.......... því stundum verður mönnum á" er ekki alveg með lagið á hreinu. Svo þegar að búið var að taka lagið þá var komið að því að giska á hver væri leynivinur manns. Ég giskaði náttúrulega á rétt, en það var hann Gunni þjálfari. En hún Vala giskaði ekki á mig, ég var sem sagt leynivinur hennar. Svo um eitt leitið þá kom rútan og sótti okkur og keyrði okkur niður í bæ. Þar enduðum við flestar á Sólon. Þar voru svo nokkur spor tekin, þar til að fæturnir þoldu ekki meira.
Sem sagt skemmtilegt kvöld!!!!

laugardagur, mars 15, 2003

Árshátíðin var hreint út sagt frábær í alla staði. Sveppi var að gera góða hluti sem veislustjóri. Skemmti mér mjög vel og dansaði frekar mikið. Það var nú ekki annað hægt þar sem að Sálin var að spila. Stebbi og Eyvi stóðu fyrir sínu og fjöllistahópurinn var flottur en hættulegur. Þau voru nefnilega að leika sér með eld :o) Svo áður en að Sálin spilaði og þegar að þeir tóku sér pásu þá var einhver hljómsveit sem að mig minnir heitir Smart að spila. En þá fór maður bara í hliðarsalinn þar sem að hann Justinn vinur minn Timberlake hljómaði svo vel. ( ekki það að hin hljómsveitn hafi verið eitthvað slæm, hann Justinn beið bara eftir mér, hehehe ) Allavega það var dansað það mikið að ég er bara komin með blöðru á litlu tána, ekki gott!!!!

Á morgun er svo svakalegt djamm með handboltanum í Mosó og er bara búið að plana allan daginn fyrir mann. Það er leikur á morgun við Fram og byrjað verður á því að fara á Salatbar Eika ( ég kemst ekki :o( ) og svo spilaður leikurinn, farið til Heklu þar sem að hún verður með mat og svo djammað. Það er meira að segja búið að redda rútu fyrir okkur í bæinn, alveg frábært. Það verður vonandi rosalega gaman og ekki skemmir það ef við byrjum á því að vinna leikinn!!!!!

En núna er ég bara að fara að sofa því ég þarf að mæta upp í skóla klukkan 10!!!!!
Góða nótt.

fimmtudagur, mars 13, 2003

Ohh hvað ég þoli ekki svona morgna þar sem að ég ákvað að fara ekki í skólan fyrr en klukkan níu þá var náttúrulega kennarinn minn veikur þannig að ég fór bara heim strax aftur. Ekki það það var mjög fínt að þurfa ekki að hanga í skólanum í dag en ég hefði viljað sofa lengur!!!
Leikurinn í gær fór ekki eins og við ætluðum okkur. Við sem sagt töpuðum. :o(
Haldið þið ekki að hún Slauga litla í Danmörku sé ekki komin með blogg og það verður örugglega gaman að fylgjast með því hvað hún er að bralla þarna úti. Er búin að setja link á hana hérna.
Svo er það árshátíðin í kvöld og djöf..... á eftir að verða gaman. ( það er að segja ef að ég verð búin að finna einhver föt til að fara í ).

En eitt fyndið. Ég ákvað að skreppa yfir til hennar Auðar frænku í gær og athuga hvort að hún ætti einhver föt til þess að lána mér. En þar sem að hún var ekki heima fór ég og Nína fænka í það að finna eitthvað en við fundum sem sagt ekki gellubolinn hennar. Þannig að ég hringdi bara í hana og spurði hvar hann gæti verið. Og svarið sem að ég fékk var: Guð, ég hengði hann út á snúru í seinustu eða þar seinustu helgi. Auður núna er hægt að kalla þig: Auður sauður. En sem betur fer var bolurinn þarna ennþá allur umvafinn snúrunni. Ég get ekki sagt annað en að hún hafi viðrað hann mjög vel, heheheh.

En allt er nú til. Hún Berglind Bára var að benda mér á strumpapróf sem er á síðunni hennar. Það er sem sagt: Hvaða strumpur ert þú????? Ég var ekki viss um að ég ætti eitthvað að vera að setja það hér hver ég var ( lítur ekki vel út fyrir mig ) en ég læt það bara flakka, það er ekki eins og það sé eitthvað til í þessu!!!! Ég er:

center>
Find your inner Smurf!


En núna ætla ég að leggja mig og svo skella mér í klippinu.
Seinna.................

miðvikudagur, mars 12, 2003

Jæja það styttist óðum í árshátíðina, hún er sem sagt á morgun og ég er ekki ennþá komið með það á hreint í hverju ég á að fara. En það er víst bara seinni tíma vandamál!!!!! Ég er alltaf svo tímaleg í öllu. En það verður vonandi svakalegt fjör á árshátíðinni. Þriggja rétta máltíð og svo góð skemmtiatriði á meðan eða milli máltíða. Stebbi og Eyvi syngja svo kemur einhver fjöllistahópur, dansari, happadrætti og Sveppi verður svo veislustjóri. Svo kemur einn maður sem að fólk er misjafnlega sátt við en það er hann Halldór Ásgrímsson, en ég ætla bara að tjá mig sem minnst um það. Hann er að fara að skemmta ekki heilaþvo mann með stjórnmálum!!!!! Svo seinna um kvöldið er ball og mun Sálin hans Jóns míns leika fyrir dansi. Já já dansi, dans!!! Þeir sem að vilja koma á ball með Sálinni þá kostar bara 2000 kall.
Sem sagt dagsskráin verður þétt setin á morgun þar sem að ég fer í skólann um morguninn og svo fer maður í klippingu. Það er spurning hvort að maður eigi eftir að geta stigið trylltann dans á dansgólfinu loksins þegar að Sálin kemur, tja það er bara að bíða og sjá!!!!!

Það er svo leikur klukkan 20.00 í kvöld við FH í Fylkishöllinni. Spennandi leikur.

þriðjudagur, mars 11, 2003

Rosalega getur maður verið vitlaus. Ég fór í ljós áðan og fékk eitthvað krem sem að á að gera mann fyrr brúnann. Og er sem sagt ekki með neinni sólarvörn í. Ég spurði systur mína hvort að hún hefði sett þetta í andlitið á sér, hún sagði: nei ég myndi bara setja þetta þar sem að þú ert ekki vön að brenna. En auðvitað hlustaði ég EKKI og er svo brunnin í framan að það hálfa væri nóg. Ég veit ekki hvort að ég get farið út úr húsi. Uhhuuuu. En maður verður víst að fara á æfingu og já ég verð víst líka að fara að skúra. Guð hvað það verður gaman!!!!!! Ég sem var bara að reyna að verða brún fyrir árshátíðina. :(
Og vitið þið hvað ég sem kann ekkert á tölvur er búin að vera að hjálpa systrum mínum að búa sér til svona blogg síðu og þykir mér ég vera alveg rosalega klár.

mánudagur, mars 10, 2003

Jæja það er bara alltaf að bætast á link listann hjá mér. Hekla pæja komin inn en hún er reyndar búin að vera að blogga lengi en svo er það Ása sem er að byrja og það verður vonandi gaman að fylgjast með henni.
Heyrðu svo er einhver vinaleikur í handboltanum að fara í gang í kvöld á æfingu sem gengur út á það að maður á að vera góður við einhverja tiltekna manneskju. Það kemur í ljós í kvöld við hvern ég á að vera góð við. Leikurinn verður í gangi út vikuna eða endar á laugardaginn í partýi. Svo er bara að bíða og sjá hvort að maður meikar það að vera góður svona lengi, hehe!!!!!

sunnudagur, mars 09, 2003

Ég endaði á því að fara á myndina Trapped á föstudaginn, sem var fínt. En sum atriðin í myndini voru aðeins of amerísk fyrir minn smekk.
Í gær vaknaði ég eldsnemma miðað við að það var laugardagur til þess að fara upp í skóla að læra, skemmtilegt það!! Svo fór ég í afmæli til frænda míns, hvað er málið með það að það eiga bara allir afmæli í mars????
Í gærkvöldi fór ég svo að vinna á boxkeppninni. Ég verð nú að segja að mér fannst þessar lotu gellur alveg glataðar. Og önnur þeirra var næstum dottin það var bara fyndið. En þeim líður kannski vel við að gera þetta fá smá sjálfstraust og svoleiðis. En svo var verið að kynna einhverja nýja bardaga "íþrótt" þar sem að nánst allt var leyfilegt. Ég gat ekki alveg horft á þetta fannst það frekar ógeðsleg, hverjum dettur í hug að fara að æfa eitthvað til þess að láta berja sig? RUGL!!!!!!!! Það var sko bara setið ofan á hvor öðrum og bombað í andlitið, oojjjjjjjjjjjjjjjjj. Svo var kíkt á Hvebbann og ég ætlaði bara að vera stutt en það dróst eitthvað.
Heiða Börg frænka á afmæli í dag og ég óska henni bara til hamingju með afmælið, hún er orðin alveg 5 ára gella!!!!

föstudagur, mars 07, 2003

Ég sé fram á að þessi helgi verði mjög svo róleg. Ég ætla bara að skella mér í bíó í kvöld en við vitum ekki ennþá á hvaða mynd við ætlum á, annað hvort gelgjumynd eða spennumynd. Mér er alveg sama á hvaða mynd við förum, við erum hvort eð er að fara ókeypis á hana, þannig.......................
En já svo er það bara að mæta snemma í skólan á morgun og fara að byrja á lokarverkefninu og svo er mín bara að fara að vinna á boxkeppninni á morgun. Ég verð sko gellan í bikiníinu sem að gengur um á milli lota með spjald!!!!!! :) Það verður sko fögur sjón :) , hehehehe.

miðvikudagur, mars 05, 2003

Ég var að taka svona skemmtilegt próf á einhverri síðu. Þetta var þannig að maður á að finna hver af persónunum í Friends þáttunum maður er líkastur og ég er sem sagt líkust henni Rachel. Hvort það er eitthvað vit í því það er allt annað mál.




I'm Rachel Green from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.







þriðjudagur, mars 04, 2003

Jæja það er ekki mikið búið að gerast hjá mér núna í dag og í gær. Bara fara í skólann, skúra og æfing. Bara þetta venjulega. En ég og Hanna Bára vorum samt duglegar áðan. Það var sko frí á æfingu en við máttum fara að lyfta ef að við vildum. Þannig að þar sem að ég er ekki búin að mæta á æfingu í eina og hálfa viku þá ákvað ég að fara að lyfta. Þannig að við fórum út að hlaupa og svo lyftuðum við. Vá ég er orðin geðveikur massi núna, he he he he!!! Nei svo kem ég heim og fæ mér snakk og góða ídýfu með. Átakið byrjar alltaf á morgun hjá mér.
En svo var ég eitthvað löt áðan því að Herdís hringdi og spurði hvort að ég vildi ekki koma á kaffihús með hinum gellunum en ég var ekki að nenna því, þannig að ég fór ekki neitt. Bara að vera heima, borða og horfa á sjónvarpið. Það er miklu sniðugra, nei.
En já eins og hjá HR-ingunum þá er farið að styttast í árshátíðina hjá mér og ég veit ekkert í hverju ég get farið í. Ef það eru einhverjir sem að hafa hugmynd um að í hverju ég get farið í endilega hafið samband við mig!!!!! Þetta er alltaf sami hausverkurinn hjá mér.

sunnudagur, mars 02, 2003

Góðan daginn!!! Íris til hamingju með afmælið.
Já, já það var nú meira fjörið á föstudaginn, svaka gaman í afmælinu hennar mömmu og svo var ferðinni heitið í bæinn. Þar hitti maður bekkjasystkinin sín á Prikinu ( ekki staður fyrir mig ) og voru þau bara nokkuð hress. Svo var ferðinni heitið eins og svo oft áður á Hverfinsbarinn, bara til að kíkja á stemmninguna en systir mín nennti ekki að vera lengur niðri í bæ þannig að við fórum að taka leigubíl. Þar sem að hún var að drepast í fótunum þá fékk hún mig til þess að skipta um skó við sig og þar sem að hún er með minni fætur en ég þá þurfti ég að troða mér í támjóu skóna hennar og var að deyja í fótunum, ég endurtek deyja. Nei og ekki var það á það bædandi að hún hitti vin sinn og biður hann að halda á sér, hann hlýðir henni og tekur hana upp og strunsar með hana niður Laugarveginn ( eða upp hann hvernig sem að fólk snýr þessum Laugarvegi ). Og ég verð náttúrulega eftir þar sem að ég gat ekki gengið og gekk því eins og hæna. Var sko ekki sátt. Nei, nei þá segir hún vini sínum að ná í mig og halda á mér niðureftir. Ég hélt ekki ég læt sko ekki halda mér, ég get alvega gengið þó að ég fari hægt. Ég var sko ekki sátt við systur!!! En svo fékk ég skóna mína aftur. Allavega þetta var sagan um skóna, he he!!

Í gær var mikið að gera, fyrst fór ég ekki á æfingu daddara!!! En ég þurftir að byrja daginn á því að fara að skúra, ( jei uppáhaldið mitt ) og svo var drifið sig í sturtu og í afmælið til Benedikts og svo þegar að ég var rétt komin heim þá var manni boðið í þenna líka fína kjúlla hjá Berglindi og Atla. Takk fyrir mig!!!!!
Svo fór ég í afmælið til hennar Írisar og ætlaði bara að stoppa stutt en það var bara svo fín stemmning og svo lofaði ég líka að keyra fólkið niður í bæ. Ég endaði svo með því að fara með þeim niður í bæ og við fórum inn á Astró. Þar sátum við bara í rólegum fíling ég , Snjólaug, Una, Helga, Raggi, Nonni og Siggi. Það var fínt en svo þegar að við vorum að fara að síga í hann og ég og Snjólaug sátum sem rólegastar og vorum að reyna að hunsa ef ekki bara leiðinlegustu manneskju sem að ég á ævi minni hef heyrt í ( þekkti hann ekki og kannski er hann bara svona þegar að hann er fullur eða eitthvað, á ekki að vera að dæma fólk svona, skamm ) þá fæ ég bara svona hryndingu á bakið og ég hef bara aldrei staðið svona fljótt upp. Það var sem sagt slagur sem bara lenti á okkur sakleysingjunum mér og Snjólaug. Ég var alveg eftir mig eftir þetta, mér brá svo. Og það var blóð og læti á stráknum sem að lent næstum á mér, ojjj bara ulla bjakk. Og hver er líka tilgangurinn með þessum helv.... slagsmálum????? Svo fórum við heim um sjö.
En ég er að fara á leikinn Haukar - Fylkir/ÍR í kvöld og ætla bara að hafa það gott þangað til.
Þannig seinna......

P.S.Helga og Kristín látið ykkur batna, þetta er alveg ferlegt þessi pest ( eða hálsveiki ) sem að þið eruð með.