Ferðin til Eyja
Ég fór sem sagt til Eyja á föstudaginn með Herjólfi og tók bílinn minn með ( hann mun koma til sögu hér neðar). Ég get ekki sagt að ferðin hafi verið skemmtileg. Ætlaði að vera svakalegt hörkutól og hrofa á sjónvarpið en það varði ekki lengi. Fór bara niður í koju og sofnaði. Leið ekki vel en ég slapp alveg við það að æla. Það voru ekki allra svo heppnar.
Svo komum við í land og fórum í skálann (salinn) þar sem að við sváfum. Kíktum í sjoppu, fengum okkur að borða og fórum svo bara snemma í háttinn. Við vöknuðum um níuleitið og fórum út að ganga. Svo tók leikurinn bara við og hann gekk bara svona eins og hann gekk. Það var samt ótrúlegt hvað það voru margar sem að meiddu sig, ótrúlega óheppnar. Eftir leikinn þá fórum við á einhver Mánabar og “horfðum” á landsleikinn í fótbolta og svo fengum við okkur að borða. Eftir matinn fórum við í sjoppu og keyptum MIKIÐ nammi. Nammi, namm og svo illt í magann :o( Nokkrar fór í spil sem að Erna kom með, svakalega sniðugt spil. Eitthvað vennar for livet. Spurningarnar voru frekar fyndnar og hljómaði ein þeirra svona: Hver á ljótasta kærastann? Hehehe, þessari spurningu var sem sagt hent út. Ég meina engin vildi heyra það að hún ætti ljótasta kærastann. Svo var farið í actionary og heyrðist víst meira í sumum en öðrum. En ég get bara sagt eitt við hana Írisi Ástu : Thums up !!! Hehehehe. Fórum svo að sofa og vöknuðum snemma og tókum Herjólf heim. Sváfum við held ég bara öll alla leiðina heim og engin sjóveiki hjá mér!!!!!
Þegar bílinn minn dó :o(
Ég, Hanna og Helga vorum nýbúnar að sleppa orðinu um það hvað við værum ánægðar að vera komnar á land og ég kom með þessa fleigu setningu: Home sweet home, þegar að allt fer að gerast fyrir bílinn minn og við vorum c.a. 10 mín. frá Þorlákshöfn. Við gátum ekki kveikt á útvarpinu og rafgeimisljósið varð eldrautt og fleiri ljós kveiknuðu á mælaborðinu. Ekki nóg með það þá fór bara hraðarmælirinn niður að núlli en ég var á fullri ferð ( samt alveg á löglegum hraða). Haldið þið svo ekki að bíllinn fari ekki að hiksta og þá fer ég út í kannt og þar dó hann bara. Svo þegar að síminn var tekinn upp til að hringja í pabba þá var bara ekkert samband. Ég hélt að ég yrði ekki eldri!! En svo náðum við fljótlega sambandi og hann ætlaði að bjarga okkur. Á meðan við biðum eftir hjálpinni þá stoppuðum við einn bíl sem sagðist geta dregið okkur út á Litlu kaffistofuna. Við tókum því og lögðum af stað, en haldið þið ekki að hann pabbi gamli hafi ekki keyrt framhjá en hann sá okkur samt og snéri við og elti. En þar sem að hann var ekki með símann sinn þá gátum við ekki hringt í hann og sagt honum að hitta okkur á Litlu kaffistofunni. Bíllinn sem dró okkur hleypti bílunum framhjá okkur og þar á meðal pabba. Pabbi tók því þá þannig að hann ætlaði bara að draga okkur í bæinn og þaut framhjá með vefandi hendi. Við vorum þá fastar á Litlu kaffistofunni og ég orðin MJÖG svo pirruð, en það var ekki lengi því að hann Grétar frændi kom og bjargaði okkur og dró okkur í bæinn, okkur til mikillar ánægju.
Nú þarf ég að fara með bílinn í athugunn og á meðan verður hans sárt saknað. Eyja ferðin endaði ekki vel og þarf ég að hugsa mig vel um hvort að ég eigi að fara aftur til Eyja á næstunni.
En núnar er ég farin að sofa.
Eitt sem ég gleymdi. Hreiðar til hamingju með afmælið í gær! :o*