Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, nóvember 30, 2007

Minnaepolis

Þá er maður að fara til Minnaepolis á eftir. Er orðin smá kvíðin fyrir fluginu því að áætlaður flugtími er 6 tímar og 38 mín. Mér þykir nefninlega ekkert alltof gaman í flugvélum. Planið var að koma heim á miðvikudagsmorgun en sennilega verður það ekki fyrr en á föstudaginn.

En annars er lítið í fréttum, ákvað að fara í jólaherþjálfun, ætli ég endi ekki á því að fara í áskrift þarna, finnst þetta svo gaman. Er eiginlega smá spæld yfir því að missa af 2-3 tímum þegar ég verð úti.

Svo voru Hulda og Garðar að eignast 3ja strákinn á laugardaginn seinasta og fórum ég, Hildur og Hildur að kíkja á hann á þriðjudaginn. Og hann er ekkert smá lítill og sætur, já og sætur. Algjört æði, bræddi okkur allar.

Jæja ætla að koma mér í útlandagírinn.

Þangað til að ég kem heim, hvenær sem það svo sem verður!

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Misrétti eða??

Var að horfa á Herra Ísland í gær sem er svo sem ekki frásögu færandi nema það fór eitt svakalega í pirrurnar á mér. Þar var einn strákur sem sagði að mesta afrek hans í lífinu væri sennilega þegar hann eignaðist strákinn sinn, allt í lagi með það. En mér finnst frekar skrýtið að strákar sem eiga börn mega taka þátt í Herra Ísland en stelpur sem eiga börn mega ekki taka þátt í Ungfrú Ísland. Afhverju mega þeir eiga börn en ekki þær?? Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál. Ef þetta er rétt þá finnst mér þetta svolítið mikið misrétti.

Annars er ég loksins búin að taka ákvörðun. Leið mín liggur til Minnapolis 30. nóv. Ég og mamma ætlum að skella okkur.

Og hvað herþjálfunina varðar sem ég er búin að vera í um 12 vikur þá er bara ekkert að gerast. Ég ét greinilega aðeins of mikið!!!

Hef þetta nóg í bili.

Berglind sem skilur ekkert í þessum barnareglum.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Hún átti afmæli á laugardaginn, hún átti....

Þar sem ég er ekki nettengd þá kemur afmæliskveðja bara núna.

Elsku Hrund mín innilega til hamingju með daginn á laugardaginn.

Mér finnst bara ótrúlegt að litla systir sé orðin 20 ára.


Vona að þú hafir átt góðan afmælisdag.

föstudagur, nóvember 09, 2007

Yfir í kjörþyngd

Já ég geri mér grein fyrir því að ég hef verið að fitna þessi seinustu ár og er sívælandi yfir því hvað ég sé feit og svona. Svo í gær var ég á snyrtinámskeiði hjá Heiðari snyrti og þar var eins og ég hafi fengið blauta tusku í andlitið! Þið sem eruð yfir kjörþyngd, og hann benti á mig og nokkrara aðrar. Já stundum fær maður sjokk þegar einhver annar segir manni sannleikann, úfff. Þannig að ég var bara í góðum gír í herþjálfuninni um kvöldið, spikið skal af!! En það endist bara þangað til að ég kom heim og fékk mér ostakökuna sem ég og Heiða Björg frænka vorum að búa til. Þetta er samt sem áður alveg fast í hausnum á mér.

Fyrir utan það að fá að heyra þennan blákalda sannleika fannst mér þetta námskeið mjög skemmtilegt og mér finnst það ótrúlegt hvað þessi maður getur lesið fólk. Hann fór yfir hárið á manni og svo fatastílinn, þar hafði hann ekkert út á að setja en hann sá það á mér að ég væri ekki nógu dugleg að fara í eitthvað “flippað/djarft” og því sagði hann mér, þegar ég færi einhvern tímann út á næstunni, að ég ætti að skella mér í kjól sem væri opin í bakinu alveg niður á rass, ganga svo að strákahóp og fara að tala um bíla og peninga. Enda svo á því að segja, “hvað ætlar enginn að bjóða mér í glas”. Hahahaha, þetta er alveg að fara að gerast eða þannig.

Svo las hann í nöfnin okkar. Lét okkur sem sagt skrifa nöfnin okkar á blað og svo sá hann hvernig manneskjur við værum. Hann sagði að ég væri svolítið tvær manneskjur, ég væri þessi, ljúfa og góða týpa en svo gæti ég verið BITCH þegar ég vildi vera það. Það dóu náttúrulega allir úr hlátri þar sem það er alveg eitthvað til í þessu. Ég er samt ekkert á því að ég sé svakaleg BITCH, er það bara ef ég neyðist til ;). En svo væri ég mjög dugleg í vinnunni og skipulögð manneskja en þegar ég kæmi heim til mín þá myndi ég helst vilja leggjast uppí rúmm og það væri ekkert sérlega mikið skipulag þar. Ég get ekki mótmælt þessu. Svo tók hann alla aðra og það sem hann sagði passaði svo vel við hvern og einn. Mér finnst þetta ekkert smá merkilegt.

Annars bauð Heiða Björg mér í leikhús á miðvikudaginn á skilaboðaskjóðuna, mjög skemmtilegt leikrit. Mæli með því.

Svo er það bara afmælið hennar Hrundar á morgun en þar verður celeb-þema. Minns stefnir að því að vera Marilyn Manroe.