Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Mér finnst þessi svolítið góður

Það var sólríkur morgunn í skóginum þegar bangsafjölskyldan reis úr rekkju einn daginn.Bangsi litli tölti inn í eldhús, settist við morgunverðarborðið, leit ofaní litlu skálina sína og sá að hún var tóm. "Hver hefur borðað grautinn minn?" spurði hann, ámátlegum rómi.Bangsapabbi leit ofan í stóru skálina sína og sá að hún var líka tóm."Hver hefur borðað grautinn minn?" urraðihann.

Bangsamamma leit upp frá eldhúsbekknum og sagði:"Ó mæ god, hvað oft þurfum við að fara í gegnum þetta?

Bangsamamma vaknaði fyrst allra.
Bangsamamma vakti ykkur hina.
Bangsamamma hitaði kaffið.
Bangsamamma tæmdi uppþvottavélina og raðaði upp í skápa.
Bangsamammalagði á borðið.
Bangsamamma hleypti kettinum út, tæmdi kattabakkannog gaf kisu að éta og drekka.
Bangsamamma fór út og sótti blaðið.

Og nú, þegar þið drattist loksins á fætur og parkerið ykkar súru trýnum við morgunverðarborðið...hlustið vel, þetta segi ég bara eitt skipti í viðbót:

""ÉG ER EKKI BÚIN AÐ BÚA TIL HELVÍTIS GRAUTINN ENNÞÁ!!!!""

föstudagur, ágúst 03, 2007

Langar nú svolítið til Eyja

Já ég get ekki neitað því þegar ég horfið á fréttirnar í gær að mig langaði svolítið mikið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð en það verður ekkert úr því, ætla bara að vera heima og hafa það kósí. Fæ bara að vera í beinni þegar ég tala við Hrund systir í símann en hún var ekkert smá öflug og var mætt til Eyja í gær. Reyndar eru aðrar Eyjar sem mig langar líka að fara til en það er Flatey á Skjálfanda. Mínar Eyjar. Fór einmitt þangað í fyrra yfir verslunarmanna helgina og fannst það bara mjög gaman, var að vísu bara einn dag.

Mér finnst ég alltaf svo tilneidd að gera eitthvað um þessa helgi, veit ekki alveg afhverju, og því finnst mér alltaf voðaleg gott að vera bara að fara til útlanda á þessum tíma, en það klikkar eitthvað í ár.

Jæja eigið þið góða verslunarmannahelgi.