Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, janúar 31, 2005

Myndir frá því á laugardaginn

Jæja ég er búin að setja inn myndir frá því í útskriftarveislunni minni. Það voru teknar frekar margar myndir eða um 250 ég var ekki alveg að nenna því að setja allar inn þannig að ég valdi bara 83 góðar myndir til þess að setja á myndasíðuna.

En MS gengi ég er annars með nokkuð margar hópmyndir af okkur sem ég setti ekki inn þannig að ef þið viljið sjá fleiri þá bara að láta mig vita og ég skal reyna að senda þær á ykkur.

En annars tók þetta geðveikt langan tíma að setja inn, þannig að ef að það er einhver sem kann fljótari aðferð en ég, það er að segja að velja 10 myndir og bíða svo í hálftíma og velja svo aðrar 10 þá má sá aðili alveg kennar mér það. Snjólaug kannt þú þetta ekki????

En ég er að fara í bíó.

Adios.

Útskrifuð :)

Já þá er maður búin að fá það staðfest, útskrifuð úr viðskiptafræði B.sc., af markaðssviði. Útskriftin fór fram í Grafarvogskirkju og útskrifuðust um 103 nemendur af háskólastigi.

Eftir athöfnina fór ég bara heim og horfði á leikinn sem endaði vel í þetta skiptið, svo var farið aðeins að undirbúa veisluna og drifið sig svo til Sigurveigar svo að hún gæti nú sett eitthvað fallegt í hárið á mér.

Veislan/partýið byrjaði svo stundvíslega klukkan hálf níu. Var bara fjör á fólkinu og skelltum við nokkur okkur niður í bæ þegar líða fór á kvöldið. Hressó varð fyrir valinu og vorum við þar allan tímann, ekki var maður að nenna að flakka á milli staða þegar veðrið var ekki uppá marga fiska.

Sunnudagurinn var mjög svo slakur hjá mér, held bara að ég hafi aldrei sofið svona mikið en það var bara verið að segja mér að drekka aðeins minna næst ;)

Sem sagt laugardagurinn var vel heppnaður í alla staði. Og vil ég þakka öllum sem skemmtu mér með nærveru sinni alveg rosalega vel fyrir.

Ég er svo að hlaða inn myndunum frá því á laugardaginn, set þær inn við gott tækifæri.

föstudagur, janúar 28, 2005

Aftur tap :(

Jæja þessi leikur fór ekki eins og ég vildi. Samt finnst mér eitt asnalegt, mér finnst að það hefði átt að byrja leikinn uppá nýtt út af þessu rennirýi hjá Íslendingunum. Finnst það frekar mikið svindl að við misstum nokkur mörk út af því að þeir ruddu á rassinn (gef mér það að þeir hefðu skorað). En svona er þetta víst bara, gerum bara betur næst :)

Ég er búin að vera í allan dag að undirbúa morgundaginn og fór meðal annars að versla og alltaf þegar ég fer að versla þá gleymist alltaf eitthvað, ég veit ekki hvernig þetta verður þegar ég loksins flyt að heiman. Ætli ég verði ekki alltaf út í búð því að ég gleymdi einhverju.

En já best að halda áfram að vesenast.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Tap :(

Ég vona að það hafi allir átt ágætis mánudag, heyrði það nefninlega í útvarpinu á sunnudaginn að einhverjir vísindamenn væru búnir að reikna það út eftir einhverjum erfiðum útreikningum að mánudagurinn 24. jan átti að verða leiðinlegasti dagur ársins. Fólk átti ekki að nenna að fara á fætur og helst vilja henda vekjarklukkunni í vegginn og svoleiðis. Það starfar líka út af því að þá fara jólainnkaupa reikningarnir að streyma inn um lúguna og þar sem það er 24 jan er akkúrat mánuður síðan að jólin voru. Ég verð að viðurkenna það að ég tók ekkert eftir því að mánudagurinn hefi verið eitthvað verri eða betri en einhver annar dagur.
Samt þykir mér frekar fyndið að einhver nenni að reikna það út hvaða dagur sé leiðinlegasti dagurinn á árinu. Það er greinilega svona gaman hjá þessu fólki ;)

En já Ísland tapaði í gær :( Ekki gaman það, ég var alveg á því að við myndum vinna. En ótrúlega óíþróttamannslegt hjá Slóvenum í endann þegar gaurinn fer fyrir sendinguna og svo sparkar í boltann. Ekki alvega allt í lagi og svo þegar Einar er bara hentur niður. Ekki það að mér fannst að við hefðum átt að gera eitthvað svipað. Að minnsta kosti finnst mér að við hefðum átt að drepa okkar menn. En það er bara mitt álit.

Jæja best að fara að koma sér í Smáralindina.

mánudagur, janúar 24, 2005

Nörd???

Sá þetta próf hjá henni Snjólaugu og varð að taka það. Ég er sem sagt ekki nörd. Hahahaha. En ég vildi óska þess að ég hefði getað kannski svarða aðeins fleiri spurningum.

I am nerdier than 4% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Maður veit bara ekki hvort að þetta sé eitthvað jákvætt eða neikvætt!!

Útsölur, strútsölur

Ég verð nú að viðurkenna það að ég er orðin svolítið stressuð og mér er farið að leiðast alveg svakalega. Jújú ég er ekki ennþá búin að finna mér föt fyrir útskriftina og er ekki komin með vinnu. Spurning um að maður skelli sér bara til útlanda og fari að læra eitthvað tungumál, vill einhver koma með mér???

Svo er ég engan veginn sátt við þessar helv..... útsölur, hver var að finna upp á þeim?? Sú manneskja er ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagana.

En annars var ég bara að leita mér að fötum alla helgina, fór svo og hitti sogsgellurnar á laugardaginn og við spiluðum (tek það fram að ég og Guðný unnum í pictunary) og borðuðum mikið nammi (ég sem var hætt að borða nammi). Kíktum í bæinn og varð Hressó fyrir valinu. Þar var fínt fyrir utan það hvað það var skrítin tónlist.

Svo á sunnudaginn fór ég að setja á mig gellu neglur, það er spurning hvað þær eiga eftir að haldast lengi, vona bara að þær haldist út næstu helgi.
Já og svo var það landsleikurinn, ji dúdda mía hvað ég var orðin stressuð í endann en viðfengum eitt stig og það var gott mál.

L8ter

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Berglind Bára sjónvarpsstjarna

Berglind Bára vinkona var í Fólk með Sirrý í gær og bað hún mig að mæta til þess að vera í salnum. Vantað víst fólk. Auðvitað mætti ég og ég passaði mig bara á því að sitja sem aftast :)
En Berglind Bára stóð sig bara eins og hún væri þrælvön því að vera í sjónvarpi. Verð að viðurkenna það að þegar hún var spurð þá varð ég nú frekar stressuð. En hún svaraði spurningunni mjög vel og þetta kom allt flott út.

Núna eru fatavandamál hjá mér. Veit ekkert í hverju ég get verið í á útskriftinni. Bara vandræði. Svo eru þessar útsölur ennþá og mér leiðast þær. Ef einhver er með góðar uppástungur um föt endilega kommentið hérna hjá mér.

Ein í fatavandræðum :(

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Alfie

Já góðan daginn. Smá pirringur er búinn að segja til sín hérna. Netið er nefninlega búið að vera niðri síðan á föstudaginn, takk fyrir. Jamm og síminn síðan á miðvikudaginn þökk sé mjög svo góðu símafyrirtæki sem veitir líka þessa góðu þjónustu. En nóg um það.

Jamm þar sem þetta netið hefur legið niðri hef ég lítið gert í vinnumálum. Verð núna að fara að drífa mig að sækja um. Spennandi :)

Annars eru dagarnir búnir að vera afskaplega lengi að líða. Ég er ekki nógu góð í því að gera ekki neitt, því það endar allaf með því að ég sef bara allan daginn og þegar ég er vakandi þá er ég bara afskaplega þreytt. Ekki gaman það. En ég skellti mér á djammið með henni Herdísi á laugardaginn ásamt vinkonum hennar. Byrjuðum á því að fara á REX, þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef farið inná þann stað og tel það líka hafi verið það seinasta. Ekkert smá mikill snobb staður, sjæsen. Ég var bara að djamma með fræga fólkinu ;) Nei okkur Herdísi leist ekkert alltof vel á þennan stað, lítið dansgólf og of mikið af fólki þarna inni. Þannig að við fórum bara á aðra staði, stoppuðum stutt á þeim öllum, það var mikið af fólki í bænum en mjög fáir sem við þekktum. Þannig að við fórum að velta því fyrir okkur hvort að við værum orðnar svona gamlar. Ég vil sko ekki trúa því :)

Ég svaf svo út á sunnudaginn og um kvöldið fór ég í bíó á Alfie. Mér fannst þetta hin fínasta mynd, enda vissi maður það að ef myndin væri leiðinleg þá hafði maður alltaf Jude Law til þess að bæta hana upp. Hann lék frábærlega vel í þessari mynd og er eins og allir vita gullfallegur þannig að þessi mynd kom bara út í plús :) Svo verð ég að segja að tónlistin í myndinni er mjög góð. Þannig að myndin er góð fyrir augun og eyrun ;)

Svo var Snjólaug að setja inn myndir frá því í bleikasokkaafmælinu hennar Ásu og hér er linkur á myndinar hennar. Henni tókst að taka ekkert smá mikið af myndum, og ég verð að segja að ég varð ekki vör við alla þessa myndatöku.

Jæja ætla að drífa mig að skúra svo ég verði ekki of sein til að veita Berglindi Báru nærverustuðningi í þættinum í kvöld.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Gleði, gleði, gleði

Jamm ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægð núna. Var loksins að fá úr seinasta endurtektarprófinu í dag og voru niðurstöðurnar úr prófunum mjög jákvæðar. Ég er sem sagt að fara að útskrifast. Var alveg búin að undirbúa mig undir það að ég væri ekki að fara að útskrifast en sem betur fer fór ekki svo. En þá er ekki meiri skóli fyrir mig í bili. En þá tekur alvaran við, þarf að fara að leita mér að vinnu.

Gleði, gleði

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Helgin

Já ég tók þá ákvörðun að fara í afmælið til hennar Ásu á föstudaginn og fara svo í bústaðinn á laugardaginn.

Það var feiki mikið fjör í bleikasokka afmælinu. Og þetta var meira að segja fyrsta partýið sem ég hef farið í þar sem löggan kemur. Bara svaka fjör. En það var svo sem ekkert alvarlegt, bara lækka í tónlistinni og svoleiðis. En eftir partýið var haldið í bæinn og viti menn Hverfis varð ekki fyrir valinu. Skemmti mér bara áægtlega í bænum.

Svo vaknaði maður bara eiturhress á laugardaginn tilbúin í að leggja af stað í sumarbústaðinn. En þeirri ferð seinkaði eitthvað aðeins þannig að ég fór á stjá í IKEA og ætlaði að kaupa mér sjónvarpsskápinn minn en þá var hann ekki til í mínum lit. Típíst fyrir mig, er bara búin að vera í eitt ár að hugsa um að kaupa hann og þegar maður loksins fer þá bara allt bú!!!!

En það var mjög fínt í sumarbústaðinum enda langt síðan að þessi vinahópur gerði eitthvað saman. Þar var spilað, kjaftað og étið mikið, eiginlega of mikið. Ég var bara étandi frá því að ég steig inní sumarbústaðinn og þangað til að ég fór.

En sem sagt þetta var hin fínast helgi.

föstudagur, janúar 07, 2005

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár. Betra seint en aldrei er það ekki?? Jamm ástæðan fyrir engu bloggi eru endurtektarpróf. Love it!! Nei þannig að þetta voru sko ekki bestu jól sem ég hef upplifað en það varð bara að hafa það.

Sem sagt lítið búið að gerast hjá mér þessa dagana.
En í kvöld er það annað hvort sumarbústaður eða bleikusokkaþema afmæli hjá henni Ásu. Því að hún Ása á afmæli í dag. 24 ára. Til hamingju með daginn Ása mín.

Alltaf er þetta þannig að það er eitthvað tvennt að gerast þegar maður gerir loksins eitthvað. Ööösss. En já þá er það spurning hvort að maður fara ekki bara í sumarbústaðinn á morgun og í afmælið í kvöld. Verð að melta þetta aðeins betur.

Jæja ætla að fara að leggjast undir feld.