Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, október 26, 2008

Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ólafur Stefánsson

Gleymdi að segja frá því að ég fór á minningar tónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar 10. október og mikið rósalega voru þetta flottir tónleikar. Gott að komast úr stressað umhverfinu og fara þarna og gleyma sér við það að hlusta á öll þessi flottu lög. Ég var spenntust að sjá hver það væri sem myndi syngja lagið Söknuður sem var svo bara þannig að það var spiluð plata með honum og sýnt myndband af tónlistarmönnum sem hafa látist í gegnum tíðina. Svo var einnig flott þegar lagið Tölum saman var spilað, þá var settur gamall mæk á gólfið og hljómsveitin spilaði undir teypi Vilhjálms. Svo voru reyndar nokkrir tónlistamenn sem komu þarna á sviðið sem ég er ekki að fíla, þá lokaðir ég bara augunum eða horfði eitthvað annað. En það var einn söngvari sem kom mér svo verulega á óvart og það var hann Jónsi. Mér hefur alltaf fundist hann vera bara fínn söngvari en eftir að hann söng lagið Þú átt mig ein þá er hann búinn að vinna sér inn allmörg stig. Þetta var svo flott hjá honum að ég fékk gæsahúð aftan í hnakka. Ekkert smá flott og svo var toppurinn þegar sonur Vilhjálms kom og tók við af Jónsa í laginu Lítill drengur. Já sem sagt snildar tónleikar og ég væri sko alveg til í að fara aftur eða eiga upptökuna af þessum tónleikum.

Svo fór ég í Bootcamp tíma á laugardagsmorgun, var að splæsa í árskort og má þá mæta 3 í tíma en þar sem ég er í grænjaxlahóp þá eru þeir bara 2 sinnum í viku og mér skildist að laugardagstímarnir ættu að vera svona fyrir alla. En þegar ég var í tímanum þá var ég nokkuð viss um að þetta væri bara fyrir þessa allra hörðustu!! Mér leið ekkert smá illa, var alveg að fara að gefast upp, mér var farið að svima. En ég ákvað samt að halda áfram en var svo drullu fúl út í sjálfa mig hvað ég var léleg eftir tímann. Þoli ekki að vera lélegust! Þannig að ég veit ekki hvort að ég hætti mér aftur í svona tíma alveg strax. Og harðsperrurnar eru náttúrulega eftir því í dag!

Ég var svo að horfa á þáttinn með Evu Maríu í kvöld og þar var Ólafur Stefánsson í viðtalið hjá henni. Og vá hvað þessi maður er mikill snillingur. Ég skil ekki allt sem hann er að fara en vá mér finnst hann bara ekkert smá merkilegur maður. Hann túrir því að maður geti allt sem maður vill gera, maður þurfi bara að hafa nógu mikla trú sjálfur. Ég þarf kannski að fara að fara eftir hans orðum og þá fer allt að ganga upp hjá mér.

Berglind, Vilhjálms Vil og Óla Stefánssonar fan kveður að sinni.

þriðjudagur, október 21, 2008

Sönn saga!!

Shrek, Angelina Jolie and Brad Pitt were all having lunch together. Shrek said, 'I have always thought that I'm the strongest man in the world, but how can I be sure?'

Angelina Jolie agreed. 'I'm told I'm the most gorgeous of them all, but sometimes I wonder.'

Brad Pitt said, 'I'm pretty sure I'm the sexiest man alive but I've never had it confirmed.'

They all decided that the best way to find out if their beliefs were true was to ask the famed talking 'mirror, mirror on the wall' to confirm for them whether Shrek was the strongest, Angelina Jolie was the most gorgeous and Brad Pitt was the sexiest. They agreed to meet again the next day for lunch to discuss their findings.

The next day Shrek walked up with a smile. 'Well, true. The mirror told me that I am the strongest man in the world.'

Brad Pitt perked up and said: 'And I know for sure that I'm the sexiest man alive.'

But Angelina Jolie lifted her sad, gorgeous face and said...

Who the hell is Berglind Hermannsdóttir ?


Hahahah ég varð að setja þetta inn, fékk þetta sent á maili og fannst þetta svo fyndið. Breytti náttúrulega bara nafninu.

sunnudagur, október 19, 2008

Karólína Rós Ólafs Sigurveigardóttir

Jæja þá er lilla komin með nafn og maður þarf að fara að venja sig á það að kalla hana því nafni en ekki lilla. Skírnin var á föstudaginn og var skírt í Garðakirkju. Nafnið kom mér ekki á óvart þar sem ég var byrjuð að kalla hana þessu nafni, en nafnið er í höfuðið á báðum ömmunum.Pabbi átti svo líka afmæli á föstudaginn og varð 57 ára. Til lukku með það pabbi.

Annars er bara búið að vera brjálað að gera í vinnunni og maður er eiginlega líkamlega og andlega búin á því, þannig að helgarnar fara mest í það að sofa og gera ekki neitt. Þetta tímabil er ekki búið að fara vel í mig og ég er nánast búin að vera slöpp í viku, slappleikinn stafar sennilega útfrá vöðvabólgu, alltaf með hausverk og verð svo óglatt út frá því. En þetta fer vonandi að ganga sinn vanagang. Ég er ennþá í bootcamp, þrátt fyrir að það gerist lítið varðandi mitt líkamlega form. Léttist aðeins og lærin stækkuðu samkvæmt seinustu mælingu, hvað er það!!!!! Allt annað virðist vera að minnka sem betur fer en ég vil ekki að lærin stækki, finnst það reyndar ekkert skrítið þó að þau stækki þar sem við gerum frekar oft einhverjar læra æfingar. Gat varla gengið í seinustu viku upp og niður stiga sökum harðsperra í lærum.


Svo er ég komin með nýtt lúkk, fór í klippingu og vildi breyta til, fór svo út með hárið aðeins styttra en ég var búin að ákveða. Merkilegt hvað ég ákveð alltaf að klippa á mig topp, bara svona go for it, það er nú einu sinni að koma vetur og svo þegar ég er búin að láta klippa hann á þá sé ég alltaf eftir því, þar sem ég er með svo mikill sveip. En það er alltaf gott að breyta til, verð bara að hugsa að hárið vex aftur, þó það gerist mjög hægt hjá mér.


Læta þetta duga í bili, setti inn nokkrar myndir úr skírninni.