Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, desember 22, 2002

Já Coldplay tónleikarnir voru geðveikir og ekki var hin hljómsveit á verri endanum.
Svo var bara farið á háskólaballið í gær, það var samt ekki mikið af fólki þar en það var samt svaka fjör. Og meira að segja þá steig indverska prinsessan á stokk. ( Frekar fyndin). En eftir ballið var ferðinni heitið niður í bæ og á Hverfisbarinn. Það var bara stemning þar og var dansað fram eftir morgni.
En í kvöld kemur litla stóra systir og er maður að fara að sækja hana.
En hef bara ekkert að segja, þangað til seinna.............

miðvikudagur, desember 18, 2002

Jæja þá eru það Coldplay tónleikarnir á morgun. Vá hvað ég hlakka til. Ég er sko í sæti og ég ætla að taka með mér kíki, svo að ég sjái nú eitthvað. Ég er nefninlega orðin frekar blind núna, er búin að vera að draga það að fara til augnlæknis. En hvað um það þá er ég að fara á morgun, je liggaliggalá, heheheheheh.
Ég og Beta fórum til Hildar í heimsókn í dag, hún var sko með okkur í bekk seinustu önn, hún var nefninlega að eignast strák ekkert smá lítill og sætur. En hann vildi bara ekkert opna augun fyrir okkur ( hann vissi örugglega að þar væri ekki fögur sjó á ferð ) :)
En hvernig er það loksins þegar að maður ætlar að vera djarfur og fá ég gellu skó dauðans þá finnur maður bara enga nógu flotta. ÓÞOLANDI. Búin að leita næstum út um allt.
En núna ætla ég að fara að sofa en Berglind og Herdís gangi ykkur rosalega vel í prófinu á morgun................

fimmtudagur, desember 12, 2002

Ohhh hvað það er gott að vera komin í frí. En ég segi það ekki að það mættu alveg fleiri vera komnir í frí svo að ég hafi nú einhvern til þess að leika við!!!!! En já systir mín minnti mig á það að það væri bara ein vika í Coldplay tónleikana, ekki slæmt.
Já ég fór í klippingu í gær og er orðin rosa fín ( að mínu mat að minnsta kosti). En minnið mig á að ég á ekki að biðja um að fá ráð eða álit hjá öðrum. T.d. áður en að ég fór í klippingu þá segi ég við mömmu: Hvernig á ég að klippa mig??? Og hún segir mér er alvega sama en bara ekki lita hárið dekkra en það er. Og það fyrsta sem að klipparinn segir við mig þegar að ég sest í stólinn er: Eigum við ekki að lita það mjög dökkt með svona einum ljósum lokk. Og ég náttúrulega bara jú, jú ekki málið. Þannig að ég fer sem sagt ekki eftir þeim góðu ráðum sem að fólk er að gefa mér.
Svo er það jólaglöggið á morgun, ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til, lalalalallalala. En já það verður vonandi gaman, ég vona bara að ég verði búin að finna mér einhver föt til þess að fara í á morgun, annars fæ ég sko pirring í taugarnar. En við skulum bara vona það besta.
En núna þarf ég að fara að koma mér í stellingar fyrir slutty ( temptation island ) þannig að ég segi bara við vini mín sem að eru ennþá í prófum, gangi ykkur vel!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

sunnudagur, desember 08, 2002

Jæja núna hefst letin að alvöru. Ekki að fara að gera neitt, nema það venjulega að skúra. En svo er stefnan að fara alltaf í Hreyfingu á morgnanna þegar að ég vakna eða svona um hálf 10, svona aðeins til þess að losa sig við prófspikið. Við skulum bara sjá til hvað það á eftir að endast lengi. Hehehe.
Svo eru það pælingar, hvernig á ég eiginlega að klippa mig??? Einhverjar tillögur?
En ég held að málið sé bara að fara að sofa og fara svo að hrista af sér spikið á morgun. Svo að leggja höfuðið í bleyti hvað varðar jólagjarfir.
En þangað til seinna............

laugardagur, desember 07, 2002

Vá hvað maður getur verð þreyttur!! Ég var nefninlega að klára prófin í gær, ohhh hvað það var gaman. Svo var ætlunin að fara að djamma "feitt" en nei ég bara komst aldrei í rétta fílinginn og fór bara heim snemma ( og voru einhverjir sem að kölluðu mig nörd fyrir það að fara svona snemma heim :( ) Já en hvað er málið með það að leggja bílnum sínum fyrir aftan alla aðra bíla, þannig að þeir komist ekki í burtu, og verða svo ofurölvi og týna lyklunum þannig að ekki er hægt að færa hann svo að hinir komist í burtu????? Ekki alvega að fatta svona laga. En það er fínt að hafa nokkra stælta stráka þá á svæðinu sem einfaldlega lyfta bara bílnum upp og færa hann. Ekki málið!!!!
En já ég má ekki gleyma því hún Hildur systir mín á afmæli í dag og er orðin 23 ára. Til hamingju með afmælið elsku besta systir mín :) Skemmtu þér bara vel í dag.
Já ég vaknaði í dag um klukkan 9 því að ég átti að mæta í prófsýningu klukkan 10 og það var svaka fjör þar, neiiiiii. En svo fór ég að skoða nýju, fínu íbúðina þeirra Berglindar og Atla. Til hamingju með hana hún er mjög flott. En ég held að eitt herbergið þarna hafi verið sérstalega handa mér, æi þetta sem að var svo fallega blátt á litið, er það ekki?
Ummm svo eftir að hafa skoðað íbúðina skelltum við Berglindarnar okkur á stælinn. Það var BARA gott.
En núna er maður bara að fara að liggja í leti og horfa á sjónvarpið.