Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Fyrir þá sem eru áhugasamir þá er Kristín búin að setja inn myndir. Þið getið skoðað þær hér, myndirnar eru misfallegar en mér finnst þær afskaplega skemmtilegar. Og svo er Kristín búin að skrifa mjög skemmtilega ferðasögu.

mánudagur, júlí 28, 2003

Það var á þessum degi fyrir 22 árum sem að mamma og pabbi urðu einni stelpu ríkari. Já það er rétt það sem að þú ert að hugsa, ég á afmæli í dag. Vei!!!! Bara svona að minna þá á það sem að hafa kannski gleymt því. En ég fæ ekki að hafa þennan dag alveg út af fyrir mig því hún Kristín vinkona á líka afmæli í dag, við erum svona afmælis;) Kristín til hamingju!!!! Flottur dagur :)

Á góðri stundu á Grundó

Vinahópurinn skellti sér á grundó til Helgu eldsnemma á laugardaginn. Komum þangað um hádegið. Kíktum á skemmtunina niðri á bryggju og sumir fóru á kæjak á meðan aðrir fóru að hvetja Helgu í hestakeppninni. Ekki er ég alveg inní þessu hestamáli en þetta var alveg hin ágætis skemmtun. Þaðan var drifið sig að borða alveg dýryndis hamborgara og "drifið" sig í djammgallann. Ég get ekki sagt annað en það að það hafi verið magnað fjör. Fórum í partý þar sem var góð gítarstemmning og kíktum niður á bryggjum og hituðum upp fyrir ballið með því að hlusta á Írafár spila nokkur lög. Sumir þurftu þá að yfirgefa svæðið af sökum ölvunar og misstu af ballinu. En við hin héldum áfram og af bryggjunni var farið í partý og svo á ballið. Mjög gaman hjá okkur fyrir utan támeiðsli og troðning á rist. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var það ekki hún Kristín sem fór snemma heim, neiiiiiiii, hún vildi fara í eftirpartý. En ekkert varð úr því og gegnum við heim, það tók ekki nema klukkutíma sem er mjög furðulegt því að í Grundarfirði er allt í 5 mínútna fjarðlægð!!!!!!!
En svo er maður bara að bíða eftir því að Kristín sé búin að ritskoða myndirnar og setja þær inn á síðuna sína.

Núna er maður bara að fara að æfa að krafti því æfingarnar byrja í dag!!!!!

föstudagur, júlí 25, 2003

Jæja þá er það held ég bara ákveðið. Ég ætla að skella mér á Grundó á morgun. Fer með vinahópnum í heimsókn til Grundarfjarðarmeyjarinnar hennar Helgu. Ball um kvöldið með Írafár. Þetta verður svona smá upphitun fyrir Eyjar, venja mig á það að vera ekki í bænum :) Svo var Kristín að segja mér að hún ætlaði að fara og það er bara saga til næsta bæjar!!!!!!

Ég fékk sent e-mail með þessari pælingu. Það er bara spurning hvort að maður sé nokkuð búin að velja vitlaust í lífinu?



Í FANGELSI fær maður 3 fríar máltíðir á dag.
Í VINNUNNI fær maður pásu fyrir 1 máltíð sem maður þarf að borga sjálfur.

Í FANGELSI fær maður að fara fyrr út fyrir góða hegðun.
Í VINNUNNI fær maður meiri VINNU fyrir góða hegðun.

Í FANGELSI er maður sem opnar og lokar öllum hurðum fyrir mann Í VINNUNNI þarftu að gera það sjálfur

Í FANGELSI má maður horfa á sjónvarpið og verið í tölvunni.
Í VINNUNNI þú verður rekinn.

Í FANGELSI fær maður sitt eigið klósett
Í VINNUNNI þarf maður að deila með öðrum

Í FANGELSI mega vinir og vandamenn koma í heimsókn
Í VINNUNNI ekki sjéns í helvíti.

Í FANGELSI borga skattgreiðendur allt fyrir þig
Í VINNUNNI Þarftu í fyrsta lagi að borga til að koma þér í vinnuna, og svo er tekið 40% af þér í skatt....til þess að borga fyrir fangana!

Fangaklefi er að meðali 2-4 fermetrum stærri en meðal skrifstofa á Íslandi!!


Nú er bara að velja!!

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Þá er komið að hinu vikulega uppdeiti. Skellti mér í bíó á föstudaginn með systrum mínum. Fórum á myndina, what a girl wants!!!! Bara hin ágætis skemmtun. Svo eftir bíóið ætlaði ég að kíkja í bæinn en þar sem að ég var alveg eftir mig eftir hita dagsins fór ég bara heim að sofa.

Á laugardaginn byrjaði ég á því að skella mér í sólbað ( maður verður að nýta sólina þegar að hún kemur loksins), svo fórum við systur og litla frænka í tívolíið. Ekki gaman þar, þar sem að ég varð hálf veik, varð víst græn í framan eftir bollatækið ( við hefðum átt að tuða meira um það að strákurinn ætlaði ekki að íta bollanum okkar í hringi, því að þegar að hann byrjaði þá bara hætti hann ekki). Það var sem sagt bara annað tækið sem að ég fór í og komst ég ekki í fleiri tæki af sökum flökurleika. Ég hef bara aldrei verið svona mikill auli í tívolíi áður. En ég get ekki sagt annað en að ég sé stolt af henni litlu frænku sem er bara 5 ára. Hún fór í öll tækin nema eitthvað freak out tæki. Algjör pæja!!!!!
Svo eftir að hafa farið og fengið sér að borða þá þurfti ég að drífa mig að hressast því ferðinni var heitið á djammið. Það var hálfgert reunion. Rosalega gaman, lærði nokkra drykkju leiki. En eitt er víst ég fer ekki í einhvern drykkjuleik sem að hún Svava var að kenna okkur á næstunni.

En á morgun eða eftir nokkra tíma þá er ég að fara með vinnunni minni á vélsleða á Langjökli. Það verður örugglega svaka fjör en ég er ekki ennþá búin að ákveða mig hvort að ég eigi að skella mér á sleða eða ekki. En það kemur allt í ljós á morgun. Svo eru strax pælingar um það hvað gera skal um helgin, fara á Grundó eða vera í bænum?????? Kemur allt í ljós!!!!

föstudagur, júlí 18, 2003

Það er búið að vera æðislegt veður í dag og í gær. Á svona dögum er sko ekki leiðinlegt að vinna úti. Vona að það verði svona gott veður á morgun :)
En í dag gerðist eitt mjög óskemmtilegt fyrir í vinnunni. Þannig er það að núna er ég verkstjórinn á svæðinu því að aðalverkstjórinn fór í frí í nokkra daga. Allt í lagi með það þá var ein stelpa í vinnunni fengin til að hjálpa mér með mannskapin. Hún er sem sagt á bílnum sem að ég er vanalega á. Svo í dag lendir hún í þvílíkum árekstri, það var alveg hræðilegt. En sem betur fer er allt í lagi með hana. Bíllinn frekar illa farinn. En það var leiðinlegur og vondur rútukall sem keyrði á hana á fullri ferð. Svo stóð hann bara á öskrinu og kenndi henni um þetta!!!!!! Algjört fífll!!!!!!!

En ég skellti mér á djammið seinasta laugardag. Skemmti mér bara ágætlega til að byrja með en svo fórum við og ætluðum annað og þá var bara brjáluð röð á hinum stöðunum. Ekki gaman það!!! Hvernig væri það að opna fleiri skemmtilega staði þannig að maður getur bara gegnið inn án þess að lenda alltaf í röð. Maður dettur úr öllum fílingi við það að standa lengi í röð.

En hvað er það með að fólk þurfi alltaf að dansa uppá borðum........ Nefninlega á laugardaginn var ég á Hverfisbarnum og þar var stelpa að dansa uppi á borði semer plata sem stendur bara á staur, ( allt í lagi með það ) svo ákveður einhver strákur að dansa með henni á borðinu og hoppar uppá borðið. Og þar sem að strákurinn var þyngri en stelpan fór stelpan á flug svona c.a. 360 gráðu hring og lendir á hausnum og strákurinn dettur á gólfið. Ekki alveg nógu sniðugt. Ég er kannski rosalega hallærisleg en ég reyni alltaf að halda mér bara á dansgólfinu.

Svo er djamm framundan næsta laugardag. Mikið sem að maður getur gert, reunion, afmælisútileiga eða afmælis- innfluttningspartý. Reunionið verður sennilega fyrir valinu þar sem að ég stóð að einhverju leiti fyrir því.

En Auður ( sauður ) frænka á afmæli í dag 19 ára ( það er að segja núna er 17 júlí hjá mér :) klukkan er eitthvað biluð á þessu dóti). Til hamingju Auður með daginn!!!!

sunnudagur, júlí 06, 2003

Jæja hvað maður er latur, það er bara bloggað á viku fresti. Ekki nógu gott. En þannig er það þegar að það gerist ekkert hjá manni þá hefur maður ekkert að skrifa um.

Ég er bara í alveg ágætis vinnu, á mánudaginn þá fór ég á skyndihjálparnámskeið, þannig að ef einhver þarf á hjálp að halda og ég er nálægt þá þurfið þið ekki að hafa neinar áhyggjur!!! Hehehe. Svo á fimmtudaginn þá fórum við í fuglaskoðum allan daginn. Mjög gaman!!!! Keyrðum á Þingvöll og svo enduðum við á Eyrabakka. Sá alveg fullt af fuglum í gegnum sjónaukann minn.

Á föstudaginn var svo ákveðið að fara í bíó á Englanna hans Kalla. Þetta er alveg hin fínasta mynd. Fínn húmor en kannski meira fyrir stráka að sjá. Þaðan var ferðinni heitið í bæinn. Get ekki sagt að það hafi verið mikið af fólki sem er reyndar ekkert furðulegt því að allir voru í útileigu. Við byrjuðum ferðina okkar á Hverfisbarnum, þaðan fórum við á Vegamót og enduðum á Sólon. Það var bara nokkuð gaman miðað við það að maður þekkti ekki marga í bænum. Ég var á bíl og endist alveg til klukkan 5. Ojjj eitt ógeðslegt systir mín pantaði sér bjór á Sólon og pantaði vatn fyrir mig í leiðinni og afgreiðsludaman kom með þetta á borðið okkar og Berglind drekkur vatnið sitt. Þegar að hún er búin að drekka svona helmingin af vatninu þá bendir ein vinkonan á glasið og segir hvað er í glasinu þínu. Ojjj ojjj ojjj, það var staup á hvolfi í því og í staupinu var einhver vökvi sem var á litinn eins og fanta lemon. Ég veit ekkert hvað þettta var og mig langar ekki að vita það. Ég er alltaf jafn heppin og ég tók ekki eftir neinu. Berglind blinda!!!!

Fer á Þjóðhátíð

Jæja það er það ákveðið ég fer til Eyja. Var búin að vera: á ég að fara, á ég ekki að fara, á ég að fara, á ég ekki að fara, alltof lengi þannig að ég ákvað bara að fara. Pantaði far með Herjólfi. Það verður vonandi mikið fjör og mikið gaman.