Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, febrúar 28, 2003

Jæja þá eru prófin búin í bili. Gekk ekkert alltof vel en það verður bara að hafa það. Ég get ekkert breytt því. Ég var samt að pæla að fara aftur upp í skóla þegar að ég var komin heim þegar að ég fattaði eina aula villu sem ég gerði í prófinu. En fyrir einhverja ástæðu var mér sagt að það myndi bara ekki ganga, skil ekki afhverju, hummmmmm?
Ég keypti mér líka nýjar buxur og nýja skó í gær, ( eða reyndar var það hún Hildur systir sem að keypti það fyrir mig og hún meira að segja borgaði það og allt!!! En ég þarf væntanlega að borga henni til baka ) þetta eru svona Kína skór og svona Kína kúkalabbabuxur. Það er alltaf gaman að eignast ný föt :)
Það eru allir að fara í þessa líka þvílíku vísindaferð að mig minnir í Búnaðarbankann. Bekkurinn minn fer og einhverjir busar úr SR1. Svo eftir hana er ferðinni heitið á Astró hjá flestum og eftir það skyldist mér að fólk ætlaði að kíkja á Prikið. Sem sagt mikið djamm á fólkinu og hver veit nema maður fari og kíki á fólkið seinna um kvöldið, það er að segja ef að það verður ekki farið heim!!!!!!
En ég fer ekki í vísindaferðina eins og vanalega því að ég er að fara á æfingu. :( Svona er þetta maður verður alltaf að fórna einhverju. En svo er ég líka að fara í afmæli til mömmu minnar sem er reyndar bara heima hjá mér en ég er samt að fara í það :) Það verður örugglega fjör þar.
Líka það sem að maður getur verið vinsæll á sama tíma, ha!!! Nei ég segi bara svona. Er nefninlega að fara í tvö afmæli á morgun. Eitt eins árs afmæli hjá honum Benedikt vini mínum að deginum til. Hann á sko afmæli á morgun. Og svo um kvöldið fer ég til hennar Írisar vinkonu en hún er að verða 22 á sunnudaginn.

Vá ég er með hnút í magnanum því að ég er orðin svo stressuð!!!!! Próf í rekstrarbókhaldi eftir klukkutíma!!!!!!!!!!! :(

mánudagur, febrúar 24, 2003

Ég veit ég sagðist ekki ætla að skrifa neitt fyrr en eftir bútapróf en þar sem að það er mikill merkisdagur í dag þá ákvað ég að skrifa nokkrar línur. Það er nefninlega þannig að hún móðir mín á afmæli í dag, hún er orðin alveg 50 ára ( en mér finnst hún sko ekki líta út fyrir að vera deginum eldri en tvítug!!! :) ). Mamma til hamingju með afmælið :) Þeir sem vilja óska henni til hamingju með afmælið geta annað hvort hringt í hana eða þá bara skrifað í shout outið hjá mér og ég skal koma þeim til skila.
En ég er búin að borða SVO mikið um helgina af kökum og svoleiðis gotteríi að hálfa væri meira en nóg. Og svo eru náttúrulega bútapróf og þá borðar maður ekki neitt heilsusamlegt og plús það að ég er ekki búin að fara á æfingu í næstum því viku og fer ekkert í þessari, púfff!!!!! Þannig að það verður bara aðhald eftir bútaprófin.
En seinna..........

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Ohhh núna er ekkert gaman, ég er að fara í hin skemmtilegu bútapróf á miðvikudaginn og föstudaginn. Þannig að mín er bara að læra núna og geri mest lítið annað.
Hvernig er þetta með mig, liðin sem að ég hélt með í bikarúrslitunum töpuðu bæði. Ekki það að HK átti miklu frekar skilið að vinna. Og ég varð bara að halda með ÍBV því að ekki fer ég að halda með Haukum.
En ég verð að fara að halda áfram að læra og glósa meira ( ef ég get það þá því að ég er að drepast í hendinni, því ég er sko búin að vera svo dugleg að læra )
En þangað til eftir bútapróf......................

mánudagur, febrúar 17, 2003

Helgin, já hún var fín. Fór á handboltaleik á föstudaginn og mínir menn unnu. Svo fór ég á stefnumót með honum Atla og henni Helgu og við horfðum á djúpu laugina. Eftir hana fór ég heim en þau kíktu í bæinn. Skrýtið þegar að fólk spurði mig hvað ég ætlaði að fara að gera um kvöldið og ég sagðist vera að fara á stefnumót þá trúði mér bara enginn, skil ekki afhverju. Það er ekki eins og það sé eitthvað skrýtið að ég fari á stefnumót!!!!!!!

Á laugardaginn fór ég á Salatbar Eika og mér leist bara mjög vel á þann stað, ég hef sko aldrei farið þangað. Við hittumst við stelpurnar í liðinu þar því að við vorum svo að fara að keppa við KA/Þór seinna um daginn, tek það fram að við unnum, hehehe. Svo var eitt svolítið fyndið sem að stóð í Fréttablaðinu. Það stóð: Leikir í Fylkishöllinni. Fylkir mætir ÍR í fyrstu deild karla og KA tekur á móti Þór í kvennadeildinni. Báðir leikirnir eru í Fylkishöllinni og hefst fyrri leikurinn klukkann 16.00. En það var nú bara þannig að það var Fylkir/ÍR sem að tók á móti KA/Þór!!!!!! Ótrúlegir þessir blaðamenn, alltaf með allt á hreinu :)
Já svo um kvöldið þá hélt Andrea evróvision partý og þar var mikið fjör og mikið gaman. En ég verð að segja eins og hún Kristín, hver vissi ekki að hún Birgitta myndi vinna!!
Úr partýinu var farið niður í bæ og inná Sólon og þar voru nokkur dansspor tekin. Svo var farið þaðan á Þjóðleikhúskjallarann, jibbí. Svo fór mín bara heim alveg búin í fótunum.

Svo á sunnudaginn fór ég að hjálpa henni Berglindi að gera sig fína því að hún var að fara á árshátíð. Og í gærkveldi þá fór ég að passa frænku mína í smá stund en hún var ekki nógu ánægð með mig þar sem að ég vildi ekki búa til tjald handa hana henni. Tja, mér fannst nú alveg nóg að hafa farið í Barbie með henni!!!!!!!

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Góðan daginn!!!!! Mikið er ég nú í skemmtilegum tíma, rekstrarbókhaldi, ég gæti ekki skemmt mér betur.
Stelpurnar voru að keppa við Gróttu/KR á þriðjudaginn og mér fannst þetta bara nokkuð góður leikur, það var allavega mjög skemmtilegt og spennandi á köflum að horfa á hann.
Ég fór í íbúðina hennar Sigurveigar í gærkveldi eftir að ég var búin að skúra. Það eina sem að ég gerði var það að ég fékk mér pitsu og 7up, ummmm ég á svo góða systur sem að gaf mér að borða en hún var hins vegar ekki eins ánægð að ég væri ekki komin þanngað til að hjálpa til, bara til að borða og skemmta fólkinu, ég meina það er alveg ágætis hlutverk, hehehe.
Mér finnst eitt ósanngjarnt, það er það að það ( vá alltof mikið af þessu orði það, allavega ) eru allir að fara til útlanda í sumar nema ég, grát, grát. En ég meina hverjum finnst gaman að fara til útlanda, sérstaklega til sólarlanda og liggja á ströndinni í sólbaði, skella sér í sjóinn og versla? Allavega ekki MÉR. :( Það er allt í lagi ég verð bara að vinna eins og svo oft áður hjá honum Lalla frænda ( Landsvirkjun ) og skemmti mér þar með vinum mínum, mýflugunum. En ég var sem sagt að lofa mér þar í vinnu í sumar í gær. Æi það verður bara gaman. Alltaf gott að halda í gelgjuna í sér.

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Maður er bara svakalega þreyttur í dag, get ekki sagt neitt meira í bili.

laugardagur, febrúar 08, 2003

Já ég skrapp til Eyja í dag og flugferðin þangað var ekki skemmtileg. Þegar að við vorum komin langleiðina til Eyja þá kom þetta þvílíka veður á móti okkur og mér var orðið sko ekki alveg sama. Svo þegar að við vorum að fara að lenda þá tekur flugmaðurinn þessa líka svakalegu beygju og þá urðu allar hræddar, sem sagt ekki skemmtileg ferð. En það drapst að minnsta kosti ekki á öðrum hreyflinum núna, hjúkk maður. En hvað leikinn varðar þá verður það ekki rætt hér.

Svo er maður bara ekkert búin að heyra í neinum sem að voru á djamminu í gær, bæði HR-ingarnir og Tækniháskólafólkið. Þannig að ég veit ekki hvort að fólk skemmti sér eða ekki.
En núna ætla ég að fara að glápa á imbann.

föstudagur, febrúar 07, 2003

Díses kræst, ég var að horfa á piparsveininn í gær og ég á bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. HA!! Hverjar eru líkurnar á því að allar kellingarnar þarna falli fyrir honum og halda næstu því að þær get ekki lifað án hans!! Og fyrir utan það að hann er ekkert svo æðislegur og er búinn að slefa upp í allar stelpurnar og þær vita af því, tja hvurslags, hvurslags. En ég er svo fegin að hún Christy eða hvað hún heitir hún þarna ungfrú Ohio ( ætti ferkar að vera ungfrú grenjuskjóða ) sé farin, hún var bara leiðinleg.
Já svo horfði ég á heimildarmyndina um hann Michel Jackson (kann ekki alveg að skrifa nafnið hans, úppps). Ég verð nú bara að segja að ég vorkenni honum svolítið mikið. Hann er maður sem að lifir í bullandi sjálfsblekkingu, "ég hef aldrei farið í lítaaðgerð" einmitt þess vegna lítur hann svona út eins og hann er.
Tja... en nóg um mitt sjó(r)nvarpsgláp, ég ákvað bara að vera góð og samviskusöm stelpa og fara ekkert á þetta bjórkvöld í kvöld, ég skellti mér bara á handboltaleik í staðinn, sem að var frekar leiðinlegur en mínir menn unnu samt og það er fyrir öllu. Svo er maður bara að fara að skreppa til Eyja á morgun og spila einn leik og svo aftur heim, gaman, gaman.
Enn seinna!!!!!!

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Já ég veit ég er búin að vera geðveikt léleg að blogga. En hvað með það. Já seinasta helgi var bara fínt. Fór á æfingu á föstudaginn og þegar að ég kom heim þá hringdi Hanna vinkona mín í mig en hún býr núna úti í Noregi, en hún var þá komin til landsins og ég fór að hitta hana og aðrar gamlar vinkonur. Það var mjög svo skemmtilegt, rifjaðir voru upp skemmtilegir tímar þegar að við vorum allar á gelgjunni ( sumar meira enn aðrar ).
Á laugardaginn þá fór ég að hjálpa til við að fínpússa nýju íbúðina hennar Sigurveigar, mikil hjálp í mér. Ég fór líka í gær og ætlaði að hjálpa en svo þegar að við komum öll heim þá sagði hann pabbi minn bara að það ætti ekki að vera að taka mig með að hjálpa því að ég talaði svo mikið og myndi þá frekar tefja fólkið í staðinn fyrir að flýta fyrir, skil ekki. Ég tala nú ekki svona mikið, er það nokkuð?

Svo er bjórkvöld á föstudaginn en eins og vanalega þá get ég ekki farið að djamma, ég get bara kíkt en það verður bara að vera í lagi. Svo ætla "bytturnar" í HR að fara í vísindaferð með skólanum sínum og maður vonar bara að maður hittir þær hressar að vanda í bænum og að þær komi kannski með einn til tvo góða barandara!!!!
Svo er ég bara búin að vera í skólanum og þar er nógu mikið að gera.