Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, október 31, 2006

Þegar maður hefur ekkert að gera....

.... þá dettur manni ýmislegt tilgangslaust í hug. Rassa sagði mér frá þessari sniðugu myndageymslusíðu og þar getur maður gert margt við myndirnar.

Ég er ekki frá því að ég ætti að fara að æfa svona pæjudans, alveg að lúkka.

föstudagur, október 27, 2006

Þá er það heimska!!!

Jamm þannig er það ef maður gerir eitthvað aulalegt einu sinni þá er það óheppni, en ef maður gerir sama hlutinn aftur þá er það heimska!!!
Þessi setning var mér ofarlega í huga þegar ég var í ræktinni á mánudaginn og fór af “hommatækinu/skíðatækinu” og gleymdi að taka heyrnatólið úr sambandi.
Jamm þetta var sem sagt í annað skiptið sem ég gleymi því. En í þetta skipti var það ekki eins aulalegt og seinast þegar ég tók næstum því hjólið með mér. Þannig að ég var ekki alveg heimsk, mundi eftir því áður en ég dró tækið með mér ;)

Góða helgi.

mánudagur, október 23, 2006

Læra á gítar

Ég gerði ágætlega mikið þessa helgi, fór í afmæli til Berglindar og Atla á föstudaginn. Mætti svo galvösk í bodypump tíma á laugardagsmorgun. Og ég er að drepast í líkamanum núna eftir þann tíma. Er með harðsperrur allsstaðar, sem er ekki gott. Um kvöldið elduðum við, Hildur, Hildur og Hulda saman heima hjá Huldu. Ég sá um eftirréttinn, mér var treyst fyrir því þar sem ég þurfti ekki að hita neitt og því litlar líkur á að ég gæti klúðrað því.
Svo á sunnudaginn þá ákvað ég að taka til í herberginu mínu og þegar ég var búin að því hafði ég ekkert að gera og ákvað því að reyna að læra á gítarinn sem við gáfum pabba ein jólin. Ég sá það að ég er ekki að gera góða hluti á gítar, en ég ætla að reyna aftur seinna þegar ég hef ekkert að gera. Það krefast alveg smá þolinmæði að læra á hann og það er eitthvað sem ég hef ósköð lítið af. En mig hefur langað í langan tíma að læra á gítar og því verð ég prófa aftur þó að mér hafi gengið mjög illa í gær. Er það ekki þannig að æfingin skapar meistarann?

Kveðja,

Gítarmeistarinn

fimmtudagur, október 19, 2006

Ef þetta á að vera söngur þá get ég sko sungið

Vá hvað þetta er hræðilegur söngur, þið verðið að hlusta en ég bið ykkur allavega að hlusta fram að c.a. miðju lagi, ekki stoppa strax því besta kemur ekki alveg strax.
Hjónakornin Peter Andre og Jordan
Úff ef þau halda að þau geti sungið þá ætti ég sko að vera pro-söngkona. Hlustið á þau hér. Þetta minnir helst á slæman karókí söng.
En hvað finnst ykkur??

þriðjudagur, október 17, 2006

Pabbi afmælisbarn dagsins

Já í dag á hann karl faðir minn afmæli, hann er orðinn 55 ára gamall.
Í tilefni af afmæli sínu bauð hann mömmu með sér í óvissuferð til Búddapest.


En við eigum nú von á þeim heim í dag þannig að við munum borða kökur í tilefni dagsins ;)

Til hamingju með daginn pabbi.

fimmtudagur, október 12, 2006

Danmörk, Ísland-Svíþjóð

Þá er maður komin heim og lífið gengur sinn vanagang, væri ekkert á móti því að vera bara ennþá úti en maður verður víst að vinna sér inn pening svo að maður komist nú í ferðir til útlanda.

Við Herdís gerðum sko margt á þessum tíma sem ég var hjá henni.
Ég kom ferkar seint á fimmtudaginn til þeirra þannig að það var bara pöntuð pítsa og kjaftað. Höfðum sko um nóg að tala.



Svo var tekinn rúntur um bæinn á föstudaginn og kíkti í H&M, þar verslaði ég mér bara alveg óvart, ætlaði sko ekki að versla neitt nema einar buxur, en ég fann þær auðvitað ekki en margt annað.Um kvöldið var svo kíkt á Jensen buffhouse (veit ekki hvernig þetta er skirfað). Þar fengum við að sjálfsögðu góðan mat og kíktum aðeins í bæinn.

Á laugardaginn var svo kvennadagurinn, íslendingafélagið var akkúrat með kvennadag þegar ég var þarna og ég skellti mér bara með henni Herdísi og sé sko ekki eftir því. Við byrjuðum á að fara í einhvern eltingaleik og svo eftir það var farið í bogfimi. Ótrúlega skemmtilegt sport. Og miklu erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Aldrei að vita nema ég fari bara að æfa bogfimi!!


Eftir það var farið að borða og svo þegar allir voru saddir og sáttir var farið á hlátursnámskeið og það var ekkert smá skemmtilegt. Hélt að ég gæti ekki farið að hlæja bara svona upp úr þurru en það gekk. Fyrst var maður alveg með svo mikinn gervihlátur að það hálfa væri nóg en svo fór maður að fylgjast með konunum í kringum sig þá sprakk maður úr hlátri. Eftir að hafa hlegið svo mikið að manni verkjaði í kinnarnar þá fórum við og höfðum okkur til og mættum svo í matinn. Eftir matinn var svo línudanskennsla og svo djamm eftir nóttu. Mjög góður dagur í alla staði.

Á sunnudaginn fórum við í heimskón til Hreiðars frænda, Gunnu og Ingunni Önnu litlu frænku en þau búa í Kolding. Þau tóku vel á móti okkur og röltu með okkur um bæinn. Svo eldaði Gunna rosalega góðan tandori kjúklingarétt og við kjöftuðum þar til við tókum seinustu lestina aftur til Sonderborg.
Takk kærlega fyrir mig:)

Á mánudaginn fór við til Flensburgar, merkilegt að þegar við vorum rétt komnar yfir landamærin til Þýskalands þá voru kynlífsbúðir hægri vinstri. Mjög spes verð ég að segja. Við kíktum í búðir í Flensburg og ég fann buxurnar sem mig langaði í plús aðeins fleiri föt.

Á þriðjudaginn lét Herdís mig svo púla því að við hjóluðum að mér fannst um alla Sonderborg. En það var mjög gaman, þurfti bara í aðra sturtu áður en ég lagði af stað heim.

Svo í gær skellti ég mér á landsleikinn, ég er að verða svo mikil fótboltapía. Gaman að fara en hann hefði alveg mátt enda á annan hátt.

En núna er þetta orðið meira en gott. Er að hlaða inn myndum frá ferðinni.
Herdís og Gunnar, takk kærlega fyrir mig.

miðvikudagur, október 04, 2006

Danmörk

Ég er að fara til Danmerkur á morgun, nánar tiltekið Sonderborg að heimsækja hana Herdísi vinkonu og hann Gunnar. Ég hlakka mikið til. Vona bara að það gangi allt upp, flugið og lestin og svona. Ég er svo mikil mús, mér finnst ekki gaman að ferðast ein og ég verð nú að viðurkenna það að ég er smá stressuð að taka réttu lestina til þeirra, en það hlýtur að reddast. Annars enda ég bara einhvers staðar annars staðar og heimskæji einhvern annan ;)

En planið er að vera hjá Herdísi, kíkja til Þýskalands einn daginn, kíkja í heimsókn til Kolding og svo er einhver stelpudagur hjá Íslendingarfélaginu þarna úti á laugardaginn sem við ætlum á, þannig að þetta verður mjög gaman.

En jæja læt þetta duga í bili, meira þegar ég er komin aftur heim.

sunnudagur, október 01, 2006

Eignaðist litla frænku í nótt

Já það er munur að vera svona ríkur, er búin að eignast eina frænku í viðbót. Hún er algjört æði.
Hafdís, Trausti og Jakob, innilega til hamingju með prinsessuna ykkar og gangi ykkur allt í haginn.

Vildi annars mæla með einni myndi, hún heitir John Tucker must die, mér fannst hún æði, ekki alveg þessi týpíska gelgjumynd, hún er mjög fyndin og ekki er aðalkarlleikarinn neinn sem leiðinlegt er að horfa á.

Fór að hjálpa Berglindi og Atla að flytja í gær, það tók bara enga stund, vorum að vísu bara að flytja þau yfir í næsta hús.

Svo er maður bara búinn að vera á átunni í dag, Hulda og Hildur systir buðu mér og Hildi Ýr í brunch á VOX í dag. Nammi, nammi það er sko alltaf jafn gott að borða þar, mæli með því líka. Elsku Hildur og Hulda, takk kærlega fyrir mig.

Jæja, adios.