Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, mars 23, 2003

Ég sá myndbandið með eurovísíon laginu í gær og heyrði því lagði á ensku. Leist bara ágætlega á myndbandið en að mínu mati hefði alveg mátt sleppa ljósastöfunum sem stóð á BIRGITTA. Myndbandið gekk nánast bara út á það að sýna hvað hún er sæt og mikil pæja. Sem er gott, því það hlýtur að hafa áhrif á hvað fólk kýs. En mér finnst ekki heppilegt að íslenska lagið verði fyrsta lagið sem flutt verður í keppninni. Fólk verður löngu búið að gleyma því þegar það á að fara að kjósa.
Svo voru þau sem að voru í þættinum hjá Gísla Marteini að tala um það að það væru nú margir söngvarar sem að væru að "meika" það sem að nafnið þeirra byrjaði á B t.d. Björk, Bubbi, Björgvin og svo Birgitta. Það er spurning hvort að maður fari ekki bara að einbeita sér að söng ég meina mitt nafn byrjar nú einu sinni á B !!! Ha, hver veit nema að ég leggi þetta fyrir mig!!!! Nei, nei ég ætla ekki að gera fólki það, þið getið verið róleg.
En það er spurning hvort að ég eigi að fara að þvo bílinn minn, hann er orðinn ógeðslegur, mig langar ekki einu sinni að setjast inni í hann og svo er ég að bjóða fólki að setjast inn í hann. Ojjjj. En ég held að ég nenni því ekki. Finnst ekki gaman að þrífa bíla, eða bara almennt að þrífa. Fæ alveg nóg að þrífa skítinn upp eftir einhverja aðra fimm sinnum í viku!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home