Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, mars 20, 2003

Jæja mér barst kvörtunarbréf í dag frá ónafngreindum aðila. Sá aðili var að kvarta yfir því að ég væri ekki nógu dugleg að blogga. Mér finnst ég nú alveg ágætlega duglega að þessu. Það er bara búið að vera brjálað að gera í skólanum mínum og ég hef lítið annað gert en að klára gera lokaskýrslu og svo laga hana, fara á fund, fara á einhverja kynningu hjá Iðntæknistofnun, vinna og svo hringja í fólk á kvöldin. Puffff ekki skemmtilegt það.

En hvað er það með fólk að þurfa að keyra alveg upp í rassgatið á manni þegar að maður er stopp á ljósum. Og hvað þá þegar að maður er stopp á ljósum og í brekku. Það gerðist einmitt áðan þegar ég var á leiðinni í vinnuna. Og ég á mínum beinskipta bíl var sko ekki ánægð með það, það liggur við að maður þorir varla að leggja af stað. Ekki vil ég beygla sæta bílinn minn. Þá er bara að líta í baksýnins spegilinn og gefa manninum fyrir aftan drápssvipinn!!!!!

Ég fór á æfingu áðan og haldið þið að mér hafi ekki tekist að fljúga á rassinn, EKKI gott. Við vorum að gera einhverja æfingu þannig að við áttum að senda boltann og hlaupa svo á ská aftur á bak. Mín gerir það en svo bara allt í einu tek ég á lof og lendi á rassinum og er þar af leiðandi er ég að drepast í rófubeininu. Það héldu margir að hún Helga hafi felt mig en svo var ekki, ég held að það hafi bara verið Fylkisdraugurinn!!!!!! ( hef reyndar aldrei heyrt um þann draug, en..............)
En núna ætla ég að fara að horfa á Piparsveininn sem verður bráðum ekki lengur piparsveinn!!!!! Ég vona að Helen vinni!
Jæja Hermann er þetta nógu gott fyrir þig???????????? :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home