Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Nýjar myndir

Þegar maður er lasinn þá nennir maður að gera ýmislegt sem maður annars lætur alltaf bíða. Ákvað að nýta mér myndasíðuna mína og henda inn nokkrum myndum. Setti inn jól og áramót og svo er ég komin með nýtt sístem, allar myndir flokkast undir mánuðinn sem þær eru teknar í, byrjar núna 2009.

Annars líður mér ekkert alltof vel þessa stundina, fékk gubbupestina eða vott af henni aðfaranótt mánudags. Það er mjög langt síðan að mér hefur liðið svona illa, var alveg að fara að hoppa út um gluggan heima hjá mér. Úff en þetta leið aðeins hjá þegar maður var búin að fá sér eitt stikki gubb eða svo. Ég hafði miklar áhyggjur af því að ég hafi verið að eitra fyrir fólki. Bauð systrum mínum, frænku og pabba í pizzu (svo sem ekkert merkilegt) á sunnudagskvöldið og var farin að halda að það væru allir með þetta. En svo virðist sem að ég ein hafi fengið þetta. Sem betur fer fyrir hina!!!

Svo læt ég eina mynd fylgja með, á henni má sjá í skíðabrekkuna í Bláfjöllum. Jebb stelpurnar í vinnunni eru alltaf að stríða mér á því að ég búi í sveit, sem ég vil að sjálfsögðu ekki viðurkenna. En er samt farin að taka undir það því að ég er farin að segja við þær að ég skuli kanna það þegar ég komi heim hvort að það sé opið í Bláfjöllum. Því jú ég sé þangað!!


Berglind kveður úr sveitinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home