Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, júní 27, 2006

Brjálaðar Kríur og útskriftarveislur

Stutta fríið mitt var mjög ljúft. Byrjaði að vísu ekkert vel, þar sem ég fór á Laugarveginn og vissi ekki að búðirnar þar myndu ekki opna fyrr en klukkan 11 og þurfti því að bíða eftir því að búðin sem ég ætlaði að fara í myndi opna. Þegar ég var loksins búin að bíða þá voru skórnir sem ég ætlaði að kaupa náttúrulega ekki til í minni stærð, frekar fúlt en alveg týpískt fyrir mig!!

Eftir bæjarferðina fór ég í Sogið í golf. Mikið svakalega er ég léleg og mér hefur ekkert farið fram síðan í fyrra, að vísu er þetta fyrsta skiptið sem ég fer í golf síðan í fyrra en.......
Það var eitt ógeðslega fyndið atvik sem átti sér stað þegar við vorum hálfnaðar, þá næ ég að slá kúlunni minni út í einn poll sem er þarna og fann hana ekki aftur þegar ég fór að leita. En á meðan við vorum að leita að kúlunni þá fer þessi brjálaða Kría að ráðast á mig og Heiðu Björg. Er alltaf að reyna að gogga í okkur, þá kemur mamma líka og fer að leita og hún fer því að reyna að gogga í hana líka. Þá reyndi mamma að hræða Kríuna í burt með því að sveifla golfkylfunni fyrir ofan hausinn á sér, en það dugar ekki því þá varð Krían bara brjálaðri og þá kemur önnur Kría hinni til hjálpar. Vá hvað þetta var fyndið og þetta var sko algjört kódak móment, en því miður var ég ekki með myndavélina með mér. Kannski var þetta líka bara svona You had to be there móment. En svo þurftum við bara að flýja þessa braut. En já þetta var svakalega fyndið. Svo réðust þær á Heiðu Björg þegar við vorum að fara til baka, og auðvitað var ég send í það að ná kúlunni hennar til baka!! Ohh ég er svo mikil hetja ;)

En á laugardaginn útskrifaðist Berglind Bára sem lögfræðingur og Herdís sem félagsráðgjafi. Innilega til hamingju með áfangann stelpur.
Ég fór því að í tvær veislur, fyrst til Berglindar þar sem var boðið uppá dýryndis veitingar og svo fórum við í veislu til Herdísar en þar var grillað ofan í gestina. Gat því miður ekki fengið mér neitt hjá henni þar sem ég át yfir mig í fyrri veislunni. Vorum lengi hjá Herdísi og fórum svo niður í bæ. Var búin að gleyma því að þegar það er búist við því að svona margir séu að fara í bæinn að það sé eiginlega bara best að fara heim eftir partíið, því svo virðist sem maður sé bara að bíða í röð allt kvöldið þegar það er svona mikið af fólki í bænum.

Jæja, læt þetta duga í bili.

fimmtudagur, júní 22, 2006

Fyrsti sumarfrísdagurinn

Já ég ákvað að taka mér frí í vinnunni á morgun, alveg komin tími á það að taka sér frí. Ætla reyndar bara að vera á morgun, er ekki ennþá búin að ákveða mig hvenær ég eigi að fara í almennilegt frí. En það spáði góðu veðri á morgun og þá ákvað ég að taka mér frí, skella mér kannski bara austur í Sogið í golf. Alveg kominn tími á smá golf. Minnir að ég hafi nú verið búin að fara nokkrum sinnum um þetta leiti í golf í fyrr en svona er þetta bara, maður getur engan veginn treyst því að það verði gott veður á þessu landi.

Núna erum við mamma ekki lengur einar í kotinu, Hrund og Maggi komu heim í dag, pabbi kemur í kvöld og svo styttist í það að L.A. farinn komi heim. Leggur víst af stað snemma í fyrramálið en lendir ekki hérna heima fyrr en á laugardags morguninn. Úff ég veit ekki hvort að ég myndi meika svona langt ferðalag. Finnst ekkert sérlega skemmtilegt í flugvélum.

Adios

miðvikudagur, júní 21, 2006

Vííí loksins

Já loksins lét sólin sjá sig hérna á Íslandinu góða. Maður er nú búin að bíða eftir henni svolítið lengi. Hlakka til þess að fara heim og vera aðeins úti, kannski að maður fari út að ganga, aldrei að vita. Það er samt ekkert brjálað hlýtt en maður er mjög ánægður með það að sólin sé komin.

En ég fór til augnlæknis í dag því að ég hélt að ég væri aftur komin með skemmtilegu sýkinguna í augað sem ég var með fyrir um ári síðan. En svo var ekki en ég fékk svo sem ekkert ánægjulegar fréttir, jamm sjónin heldur áfram að versna, þannig að maður getur gleymt því ennþá að láta sig dreyma um það að fara í augnaðgerð. Frekar fúlt allt saman. En það er kannski kominn tími til þess að ég fari að fjárfesta í gleraugum, keypti ekki ný í fyrra þó að ég hefði þurft þess en ég þarf virkilega á því að halda núna.

Jæja,
B-lind kveður að sinni.

laugardagur, júní 17, 2006

Gleðilega þjóðhátíð

fimmtudagur, júní 15, 2006

Komið nóg

Jæja, nú er komið meira en nóg af þessari óskemmtilegu rigningu. Maður vaknar alltaf geðveikt þeyttur og ég trúi því sko að það tengist eitthvað veðrinu.

Ég læt þetta kannski fara svona í taugarnar á mér þar sem ég veit að systur mínar tvær eru úti í bongó blíðu og sól. Jamm litla systir er á Tenerife og Hildur í L.A. Ég dauðöfunda þær. Hildur systur fór með Hildi Ýr sem var að flytja til L.A., hennar er sko sárt saknað af vinkonunum í vinnunni.
En það er aldrei að vita nema að ég fari til Ítalíu í júlí.

Á laugardaginn fór ég til Keflavíkur, loksins, hef ætlað að fara í þó nokkurn tíma, en betra er seint en aldrei. Fór að heimsækja Hildi og Benna (veit ég þekki margar Hildar). Það var að verða of seint að fara að heimsækja þau út á land því að þau eru að flytja í bæinn mjög fljótlega, mér líst mjög vel á það.

Jæja þetta er farið að vera komið gott, hef ekkert að segja nema ég þarf að koma pirring mínum á framfæri. Ég þoli ekki fólk sem getur ekki bara farið aftast í röðina og beðið eins og allir hinir. Ég keyrði pabba á tónleika í Egilshöll á mánudaginn og eins og flestir vita voru geðveikar raðir alla leiðina að höllinni. Nema þá kemur þessi frekju kall og keyrir bara á hægri kanntinum (sem sagt bara útaf) og fer fram hjá allri röðinni og svo er einhver sem hleypir honum strax aftur inn í röðina. ÉG HEFÐI ALDREI HLEYPT HONUM.

Adios

þriðjudagur, júní 06, 2006

06.06.06.

Varð bara að skrifa dagsetninguna, frekar flott.

Fór í bíó á föstudaginn á myndina American Dreamz, ég mæli sko ekki með henni. Vá hvað hún var vond. Það gerðist ákkúrat ekkert í þessari mynd. Þegar myndin var búin litum við stelpurnar á hvor aðra og sögðum er hún búin?? Trúðum því ekki að mynd væri búin þar sem það var nákvæmlega ekkert búið að gerast. Man ekki hvenær ég fór á svona mynd þar sem það gerðist ákkúrat ekkert í henni.
Svo var ein í vinnunni sem spurði hvort að þetta væri svona mynd þar sem allt það fyndna væri sýnt í trailernum, en viti menn meira að segja atriði sem var sýnt þar kom ekki fyrir í myndinni!!!!

Annars var þessi helgi voðalega mikil leti helgi, vildi að ég hefði gert eitthvað meira en veðrið bauð svo sem ekki uppá mikið.

Jæja, vildi bara vara ykkur við þessari vondu mynd.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Frí...

Víí ég er komin í sumarfrí í allt sumar í skúringunum. Vá hvað ég er glöð í gær þegar ég skildi lyklana eftir. Fínt að geta byrjað í vinnunni klukkan átta og verið búin klukkan fjögur, allavega þá daga í sumar þegar það verður heitt sem á eftir að verða mjög oft, er það ekki?

Svo er bara löng helgi framundan, hefði átt að kaupa mér far til útlanda og fara í svona helgarferð, en það klikkaði eitthvað þar sem ég fattaði þetta bara áðan. En kannski næst þegar það verður löng helgi. Annars ætluðum við systur og frænka norður á Húsavík um helgina að heimsækja hana ömmu, en það verður sennilega ekkert úr því þar sem amma er víst að fara út í Ey. En það verður víst líka bara að bíða betri tíma.

Annars ætlaði ég að setja þetta á síðuna mín þar sem ég er búin að fá þetta sent frá nokkrum í dag. Frekar sniðugt.

Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur ?

Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.

Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.

Fínar dömur : Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann

Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.
Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.

Fínar dömur : Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu
þessu bara .

Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip. .
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!

Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?

Ég komst sem sagt að því að ég er sko alvöru kona. Allavega á nokkuð af þessu svolítið við mig ;)

Adíós