Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, mars 30, 2007

Óskin rættist

Mig langaði til sólarland yfir páskann og ég fer til sólarlanda yfir páskana! Er að fara til Kúbu á sunnudaginn og fékk það staðfest í gær. Var búið að vera eitthvað vesen að finna hótel fyrir okkur enda ákváðum við Hildur bara að fara á þriðjudaginn.


Ég er orðin voðalega spennt að fara, verst að fara með svona stuttum fyrirvara því að þá getur maður ekkert unnið í því að ná nokkrum kílóum af sér. En þá fæ spikið bara að njóta sín í sólinni. Svo er þetta lengsta ferðalag sem ég hef farið í, við verðum 10 tíma á leiðinni, að vísu með stoppi í Halifax. Við verðum eina viku í Havana og svo eina viku í Varadero sem er strandlengja, ekki leiðinlegt það!


Jæja, ég skrifa sennilega ekkert fyrr en ég er komin heim nema að ég sé þreytt á því að slappa af og það er internettenging nálægt.

Kúbufarinn kveður að sinni.

föstudagur, mars 23, 2007

Langar til sólarlanda

Alveg er maður komin með ógeð af þessu veðri hérna. Í seinustu viku þá var svo ekta sýnishorna veður fyrir útlendingana. Það ringdi, svo kom snjór, sól og svo hagél í endann og allt á sama klukkutímanum. Mjög flott!!
En mig dreymir núna að fara til útlanda yfir páskana, til einhvers lands sem ég get verið á hlýrabol og í pilsi. Já takk. En ég efast um að það gangi eftir, ég verð bara að halda áfram að láta mig dreyma.

Svo er minns að fara í 3ja tímann í magadansi í kvöld, ég og Hildur Ýr fengum sko hrós frá kennaranum í seinasta tíma, fannst við svo fljótar að ná dansinum, varð bara aðeins að monta mig ;) Þar sem ég er ekki þekkt fyrir lipurð þá var mjög gaman að fá þetta komment.

Ætla svo að kíkja í skírnaveisluna til hennar Elínar Ástu, en hún verður skírð í dag. Og svo er bara ekkert annað á planinu.

Góða helgi,

Magadansarinn

sunnudagur, mars 18, 2007

Ekkert að gera

Vá hvað mér leiðist svona dagar þegar ég hef akkúrat ekkert að gera, alveg að morkna.
Því er lítið sem ég get sagt. Kolla og Klara komu óvænt heim á þriðjudaginn og fóru í morgun, gaman að sjá þær. Fór í afmæli á föstudaginn til Huldu, þar var hattaþema og því kom hatturinn sem ég fjárfesti í, í Manchester sér að góðum notum. Mjög fínt þar, þar var stiginn dans á dansteppi og farið í singstar. (reyndar ekki ég en hinar).

Svo er það afmælismánuðurinn mikli, því að hún Herdís á afmæli í dag, 26 ára, og ég bíð bara spennt eftir því að hún komi á klakann um páskanna. Tl hamingju með daginn Herdís mín. Og svo á Hulda afmæli á þriðjudaginn, 28 ára, Til hamingju með daginn á þriðjudaginn ;)

Jæja, ætla að halda áfram að horfa á imbann.

sunnudagur, mars 11, 2007

ÍR 100 ára!!!!

ÍR er ekki nema 100 ára í dag. Til hamingju með daginn ÍR-ingar ;)


Annars fór ég í magadansinn á föstudaginn og það var ekkert smá gaman, viðurkenni það að ég er langt frá því að ná réttu hreifingunum en það kemur vonandi. Ég hef alltaf verið svolítill klunni þannig að það verður svolítið erfitt að ná þessu alveg rétt. En við vonum bara það besta.

föstudagur, mars 09, 2007

Heiða Björg 9 ára

Heiða Björg "litla" frænka á afmæli í dag, orðin 9 ára. Til hamingju með daginn elsku Heiða Björg mín. Hlakka til að fá pissu í kvöld ;)

Annars er ég að fara á námskeið í magadansi í kvöld. Þetta námskeið er í 4 vikur og fer ég einu sinni í viku, sem sagt 4 skipti. Ætla að sjá hvort að ég geti eitthvað í því. Gaman að loksins próf eitthvað nýtt.
Magadansarinn kveður að sinni.

föstudagur, mars 02, 2007

Tíminn flýgur

Í gær voru 2 ár síðan að ég byrjaði í vinnunni minni, og þar af leiðandi rúmlega 2 ár síðan að ég útskrifaðist úr Tækniháskólanum. Mér finnst sko ekki svona langt síðan ég var í THÍ. Og núna er líka c.a. 2 ár síða að ég, Hildur og pabbi fórum að skoða nýjar íbúðir sem var verið að selja og kostuðu íbúðirnar um 14. milljónir króna og mér fannst það ekkert smá dýrt, bara djöful.... okur. Ætlaði sko ekki að kaupa mér svona dýra íbúð enda var líka sagt að íbúðarverð myndi lækka, en það voru sem sagt stór mistök. Því núna í dag kosta þessar íbúðir um 20. – 22. milljónir króna. Hef aldrei skilið afhverju íbúðarverð hefur hækkað svona svakalega og mun sennilega aldrei skilja það. Bara að ég hefði vitað það þá sem ég veit í dag.........