Góðan daginn!!! Íris til hamingju með afmælið.
Já, já það var nú meira fjörið á föstudaginn, svaka gaman í afmælinu hennar mömmu og svo var ferðinni heitið í bæinn. Þar hitti maður bekkjasystkinin sín á Prikinu ( ekki staður fyrir mig ) og voru þau bara nokkuð hress. Svo var ferðinni heitið eins og svo oft áður á Hverfinsbarinn, bara til að kíkja á stemmninguna en systir mín nennti ekki að vera lengur niðri í bæ þannig að við fórum að taka leigubíl. Þar sem að hún var að drepast í fótunum þá fékk hún mig til þess að skipta um skó við sig og þar sem að hún er með minni fætur en ég þá þurfti ég að troða mér í támjóu skóna hennar og var að deyja í fótunum, ég endurtek deyja. Nei og ekki var það á það bædandi að hún hitti vin sinn og biður hann að halda á sér, hann hlýðir henni og tekur hana upp og strunsar með hana niður Laugarveginn ( eða upp hann hvernig sem að fólk snýr þessum Laugarvegi ). Og ég verð náttúrulega eftir þar sem að ég gat ekki gengið og gekk því eins og hæna. Var sko ekki sátt. Nei, nei þá segir hún vini sínum að ná í mig og halda á mér niðureftir. Ég hélt ekki ég læt sko ekki halda mér, ég get alvega gengið þó að ég fari hægt. Ég var sko ekki sátt við systur!!! En svo fékk ég skóna mína aftur. Allavega þetta var sagan um skóna, he he!!
Í gær var mikið að gera, fyrst fór ég ekki á æfingu daddara!!! En ég þurftir að byrja daginn á því að fara að skúra, ( jei uppáhaldið mitt ) og svo var drifið sig í sturtu og í afmælið til Benedikts og svo þegar að ég var rétt komin heim þá var manni boðið í þenna líka fína kjúlla hjá Berglindi og Atla. Takk fyrir mig!!!!!
Svo fór ég í afmælið til hennar Írisar og ætlaði bara að stoppa stutt en það var bara svo fín stemmning og svo lofaði ég líka að keyra fólkið niður í bæ. Ég endaði svo með því að fara með þeim niður í bæ og við fórum inn á Astró. Þar sátum við bara í rólegum fíling ég , Snjólaug, Una, Helga, Raggi, Nonni og Siggi. Það var fínt en svo þegar að við vorum að fara að síga í hann og ég og Snjólaug sátum sem rólegastar og vorum að reyna að hunsa ef ekki bara leiðinlegustu manneskju sem að ég á ævi minni hef heyrt í ( þekkti hann ekki og kannski er hann bara svona þegar að hann er fullur eða eitthvað, á ekki að vera að dæma fólk svona, skamm ) þá fæ ég bara svona hryndingu á bakið og ég hef bara aldrei staðið svona fljótt upp. Það var sem sagt slagur sem bara lenti á okkur sakleysingjunum mér og Snjólaug. Ég var alveg eftir mig eftir þetta, mér brá svo. Og það var blóð og læti á stráknum sem að lent næstum á mér, ojjj bara ulla bjakk. Og hver er líka tilgangurinn með þessum helv.... slagsmálum????? Svo fórum við heim um sjö.
En ég er að fara á leikinn Haukar - Fylkir/ÍR í kvöld og ætla bara að hafa það gott þangað til.
Þannig seinna......
P.S.Helga og Kristín látið ykkur batna, þetta er alveg ferlegt þessi pest ( eða hálsveiki ) sem að þið eruð með.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home