Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, mars 20, 2003

Sem ég hélt með vann, jessss!!!!! Áfram Helen. Og ég sem var svo viss um að Brúkk myndi vinna því að manneskjan sem að ég held með í svona keppnum tapar eiginlega alltaf. Svo líka það þegar að það var verið að sýna úr þættinum þá var engin mynd af henni grenjandi þannig að ég var búin að gefa mér það að hún myndi vinna. En jeiiiii Helen vann.
En svo annað ég var að skoða síðuna hennar litlu systur og ég er ekki alveg ánægð með kellu. Hvað er hún að gera með eitthvað próf inná hjá sér sem verið að kanna í hvernig klámmynd maður myndi vilja leika í??? Eða What kind of porno would you star in? Fór uppeldið á henni eitthvað fram hjá mér eða hvað?????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home