Jæja það er ekki mikið búið að gerast hjá mér núna í dag og í gær. Bara fara í skólann, skúra og æfing. Bara þetta venjulega. En ég og Hanna Bára vorum samt duglegar áðan. Það var sko frí á æfingu en við máttum fara að lyfta ef að við vildum. Þannig að þar sem að ég er ekki búin að mæta á æfingu í eina og hálfa viku þá ákvað ég að fara að lyfta. Þannig að við fórum út að hlaupa og svo lyftuðum við. Vá ég er orðin geðveikur massi núna, he he he he!!! Nei svo kem ég heim og fæ mér snakk og góða ídýfu með. Átakið byrjar alltaf á morgun hjá mér.
En svo var ég eitthvað löt áðan því að Herdís hringdi og spurði hvort að ég vildi ekki koma á kaffihús með hinum gellunum en ég var ekki að nenna því, þannig að ég fór ekki neitt. Bara að vera heima, borða og horfa á sjónvarpið. Það er miklu sniðugra, nei.
En já eins og hjá HR-ingunum þá er farið að styttast í árshátíðina hjá mér og ég veit ekkert í hverju ég get farið í. Ef það eru einhverjir sem að hafa hugmynd um að í hverju ég get farið í endilega hafið samband við mig!!!!! Þetta er alltaf sami hausverkurinn hjá mér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home