Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, apríl 24, 2006

Alveg brjáluð....

Ég skil ekki afhverju sama fólkið fær alltaf að komast upp með frekju og dónaskap!!!! Ég er alveg búin að fá nóg af dónalegu fólki sem kemur illa fram við aðra og sér ekkert athuga vert við það. Og ætlast svo til þess að maður tipli bara á tánum í kringum sig. Svo er ekkert gert í því til þess að gera dónafólkinu grein fyrir því að það eðlilegt fólk hagar sér ekki svona.

Vaaa ég varð bara að fá smá útrás.

Ein alveg brjáluð...

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar allir. Það er bara hið fínasta veður hérna í Breiðholtinu á sumardaginn fyrsta, enda ekki við öðru að búast, alltaf gott veður hérna ;)

Í tilefni þess að sumarið var að koma var okkur í vinnunni boðið af Íshestum og Fjörukránni á skrall í gær. Ég fór á hestbak, við ætluðum í ferðina fyrir vana en ég er mjög fegin því að hafa bara farið í fyrir lítið vana því að ég held að ég hafi farið c.a. 3 sinnum á hestbak áður. En þetta var fínt, hesturinn minn hét Skvísa og var svolítið löt þannig að hestamaðurinn hún Berglind fékk písk (held að það heiti það) til þess að hvetja hann áfram, notaði það nú ekki mikið, hesturinn ellti bara hinn hestinn á undann sér!!!
Svo eftir reiðtúrinn var farið í línudans, jamm núna kann ég sko að stíga línudans, ekki málið. Eftir nokkur spor var svo farið á Fjörukránna þar sem hægt er að segja að fólk hafi verið orðin mjög vel í því. Þar fengum við súpu og kjöt, held svo að eftirrétturinn hafi tínst einhvers staðar á leiðinni, því ekki var hann borinn fram. Svo var fólkið í vinnunni minni (og ég) eitthvað slappt þetta kvöld og fórum við öll heim frekar þreytt um hálf 12, en þá var aðalfjörið að byrja hjá flestum. Ég var bara mjög fegin að komast heim og fara að sofa, því þetta var frekar langur dagur. Og í dag er ég að drepast í bakinu þar sem ég var svo stressuð á hestbaki og því varð ég svo stíf í bakinu og afleiðingar þess eru að skína í dag. Með brjáluðum harðsperrum þar, verst að ég gat ekki spennt magavöðvana!!!

Gleðilegt sumar

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Merkisdagur...

Það er ótrúlegt en satt, að fyrir 11 árum ákkúrat í dag, Skírdaginn 13. apríl fermdist ég. Stelpurnar í vinnunni voru eitthvað að reikna árin um daginn og ég var varla að trúa þessu. Úff hvað tíminn líður hratt, ég verð orðin hundgömul áður en að ég veit af.

En jæja ég vildi bara deila þessu með ykkur, ætla að halda áfram í letinni.

mánudagur, apríl 10, 2006

Páskafrí

Mikið hlakka ég til að komast í páskafrí. Get ekki beðið, þó svo að ég var nú að koma úr helgarfríi þá finnst mér ég alveg á páskafríinu að halda. Frekar böggandi að þeir sem eru í skóla eru nú þegar komnir í páskafrí.
Hefði samt ekkert verið á móti því að vera að fara til útlanda yfir páskana. Bara svona aðeins að skreppa en mér skilst að það sé uppselt í flestar ferðir.

Annars var þessi helgi rosaleg leti helgi, hún einkenndist mjög mikið af sjónvarpsglápi og áti. Mjög gott, maður er bara að hita sig upp fyrir næstu helgi ;)
En ég fór nú samt út fyrir bæjarmörkin, fór á Selfoss á laugardaginn í skírnarveislu. Það var verið að skíra litla strákinn þeirra Viðars og Jóhönnu og fékk hann nafnið Arnór Daði. Fer honum bara mjög vel.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Hann bræddi mig alveg...

Úfff ég var að fá sent 2 verstu myndbönd sem um getur. Ég var búin að sjá annað þeirra og ég get alveg verið sammála því, en dansinn er rosalega flottur hjá fólkinu, mæli með því að allir læri nokkra takta af þeim. En þið getið séð myndbandið hér

Svo var það hitt myndbandið, ég er bara ekki alveg sammála því að það sé svo slæmt, þetta er enginn annar er stórleikarinn úr Strandvörðum David Hasselhoff sem syngur eins og engill. Eftir að ég sá stórleik hans í þessu myndbandi er ég alveg fallinn, kynþokkinn sem skein af honum í þessu myndbandi er ótrúlegur. Þetta er hreint ekki eitt af verstu myndböndum sem gerð hafa verið. Kíkið á það hér og sjáið hvað ég á við!

Annars hef ég ekkert verið að gera mikið, vann á tónleikunum með Katie Melua á föstudaginn og fór svo í kveðju kaffi til Guðnýjar Japans-fara á sunnudaginn. Jamm gellan farin til Japans í nám. Maður er strax farin að sakna hennar en maður fylgist nú bara með henni á blogginu hennar.

Kveð að sinni,
David Hasselhoff aðdáandi númer 1 í dag