Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, maí 25, 2007

Athyglisverður fróðleikur um vatn og kók

Fékk þetta sent á maili og eftir að hafa lesið þetta þá er ég bara nokkuð sátt við það að finnast Coca Cola drykkurinn ekkert góður og drekka hann ekki.

Hérna er mailið, veit ekkert hvaðan þessar tölur koma en mér fannst þetta svolítið áhugavert.

VATN

75% Bandaríkjamanna eru með krónískan ofþurrk. (Á sennilega við helminginn af íbúum jarðar)
Hjá 37% Bandaríkjamanna er þorstaskynjunin orðin svo slök að hún er oft túlkuð sem hungur.

Jafnvel vægur ofþurrkur getur hægt á brennslukerfi líkamans um 3%.

Eitt glas af vatni nægði til að slá alveg á hungurverki seint að kvöldi hjá næstum 100% þátttakenda í könnum hjá Háskóla í Washington.

Ónóg neysla af vatni, er í FYRSTA SÆTI yfir það sem veldur þreytu yfir daginn.

Niðurstöður úr einni könnun gefa til kynna að drekki fólk 8-10 glös af vatni yfir daginn gæti það létt á bakverkjum og liðaverkjum hjá allt að 80% þeirra sem þjást af þessum verkjum.

Ef vatnið í líkamanum minnkar um aðeins 2% getur það valdið lélegu skammtímaminni, erfiðleikum með einfalda stærðfræði og skorti á einbeitingu við lestur á tölvuskjá eða annað prentmál.

Að drekka 5 glös af vatni á dag dregur um 45% úr áhættu á krabbameini í þörmum auk þess sem það getur dregið allt að 79% úr áhættu á brjóstkrabba og lækkar áhættu karlmanna á blöðruhálskrabbameini um 50%.

Viltu ekki fá þér vatnssopa???

KÓK

Í mörgum bandarískum fylkjum er vegalögreglan með 10 lítra af kóki bílunum hjá sér til að þrífa blóð af vegum eftir umferðarslys.

Þú getur sett T-Bone steik í skál af kóki og hún verður horfin eftir 2 daga.

Til að hreinsa klósettið:
Helltu einni dós af kók ofan í klósetið, bíddu í eina klukkustund og sturtaðu svo niður. Sýran í kókinu leysir upp bletti.

Til að fjarlægja ryðbletti af krómstuðurum:
Dýfðu krumpuðum álpappír í kók og nuddaðu stuðarann.

Til að hreinsa rafgeyminn í bílnum:
Helltu einni dós af kók yfir rafgeymatengslin.

Til að losa ryðgaðan bolta (skrúfu):
Rennbleyttu tusku með kóki og haltu henni að boltanum í nokkrar mínútur.

Til að fjarlægja fitubletti úr fatnaði:
Helltu einni dós af kók í þvottavélina bættu við þvottaefni og þvoðu eins og venjulega. Kókið leysir upp fitublettina.

Framrúðan á bílnum þínum hreinsast líka vel með kóki.

Virka efnið í kók er phosphoric acid. Ph í kók er 2.8. Það getur leyst upp nögl á ca fjórum dögum.

Til að flytja Coca-Cola sýrópið (fullan styrk) þurfa vöruflutningabifreiðar að hafa á sér viðvörunarskilti sem einungis eru notuð á bíla sem annast flutning á MJÖG ÆTANDI EFNUM.

Dreifingaraðilar Coca-Cola hafa notað gosdrykkinn í um það bil 20 ár til að hreinsa vélarnar í trukkunum hjá sér.

Langar þig enn í hressandi dós af Cola drykk?

Mig, nei takk

mánudagur, maí 21, 2007

Komin tími á smá blogg

Ég ákvað að vera rosalega dugleg í morgun og mæta í ræktina fyrir vinnu. Ég reyndi þetta einu sinni en gafst fljótlega upp þar sem ég átti erfitt með að vakna og fara út í ískaldann bíl og þurfa að skafa. En þar sem það er orðið ágætis veður ákvað ég að mæta með Helgu í ræktina í morgun. Og hverjar eru líkurnar, ég vaknaði og þurfti að fara út og skafa af bílnum!! Held að ég haldi mig bara við það að fara seinni partinn í ræktina. Ekki eðlilegt að það snjói 21. maí.

Annars er ég búin að hafa nóg að gera, sérstaklega um helgar sem er bara fínt. Fór meðal annars á tónleikana með Josh Groban. Er ekki mikill aðdáandi en þar sem ég fékk gefins miða þá ákvað ég að skella mér og ég sé ekki eftir því, held ég sé bara orðinn smá fan núna.

Svo er ég byrjuð aftur í magadansinum, ætlaði reyndar að hætta eftir fyrsta tímann þar sem mér fannst ég ekki geta neitt hjá þessum kennara en ákvað að reyna aðeins áfram. Reyndar er ekki mikil kennsla í gangi núna þar sem það er sýning á föstudaginn og hópurinn minn er að fara að sýna og eru þær bara að undirbúa hana og ég og Hildur erum sem sagt ekki að fara að sýna með þeim. Hugsa að ég hefði þurft að standa mig aðeins betur í átakinu ef ég hefði ætlað að sýna. Ekki mikið fyrir það að hrista mallann fyrir framan fullt af fólki. En annars ætla ég bara að horfa á sýninguna.

Jæja ég kveð að sinni,

Berglind pínu Josh Groban fan

P.s. Er loksins búin að setja inn myndirnar frá Kúbu inná myndasíðuna mína ef fólk hefur ekkert að gera. Frekar margar myndir og það tók ekkert smá langan tíma að setja þær inn.