Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, mars 16, 2008

Sálartónleikar/Ball

Loksins fór ég á langþráða sálarball sem var haldið í Largardalshöllinni á föstudaginn, skemmti mér mjög vel en þegar þeir hættu að spila þá fannst mér þeir hafa spilað svo í stuttan tíma en þegar ég leit svo á klukkuna þá voru liðnir 2 og hálfur tími, þannig að þeir spiluð í dágóða stund. Kíktum svo á Nasa eftir en þar var einhverskonar sálardiskó. Fínt þar en ég entist ekki lengi.

Svo er maður búin að éta sig fulla í veislu sem var haldin fyrir Hreiðar frænda þar sem hann er að verða 30 ára. Og merkilegt nokk, ég tuðaði um það í seinustu færslu að ég hafi étið svo mikið seinustu helgi að ég yrði að fara oftar í ræktina. Það endaði auðvtiað þannig að ég fór sjaldnar en ég er búin að fara í um hálft ár, þannig að það er best að ég þegi núna.

Fór í Sáralindina áðan og þar var næstum búið að líða yfir mig, veit ekki afhverju en ég er aftur orðin þannig núna. Þannig að ég er ekkert ofur hress núna.

Leiðin liggur svo vonandi norður og niður aka á Egilsstaði á miðvikudaginn með viðkomu á Húsavík til að heilsa uppá ömmu.

Haf þetta ekki lengra í bili, heilsa ekki alveg nógu góð.

Berglind

sunnudagur, mars 09, 2008

Heiða Björg 10 ára!!

Tíminn er ekkert smá fljótur að líða. Litla frænka 10 ára í dag. Finnst sko ekki það langt síðan að hún fæddist, ekki það langt síðan að ég var í æfingarakstri á leiðinni niður á spítala í von um að lítil frænka/frændi væri komin í heiminn. En svo er víst rauninn.

Elsku besta Heiða Björg mín innilega til hamingju með afmælið.



Heiða Björg í afmælisveislunni sinni í gær.

Annars er myndavélin fundin, hún var á Nasa. Segi bara sem betur fer er hún að verða antík og því fáir sem hefðu viljað stela henni. Ég var löngu búin að gefast upp á því að reyna að ná í Nasa, svöruðu aldrei í símann. En það er fínt að eiga þrjóska systur sem sendi bara mail og reddaði málunum. Mér fannst verst að vita af því að einhver væri með myndavélina mína og með fullt af myndum af mér og mínum. En sem betur fer get ég farið að taka myndir aftur.

Búin að éta yfir mig þessa helgi, pizza partý á föstudaginn, afmæli á laugó og svo afgangar í dag. Held að ég þurfi að bæta einum ef ekki tveim dögum í ræktarplanið í næstu viku. Úff, og verst að herþjálfun er hætt, verð bara að vera hörð við sjálfa mig. En ekkert smá leiðinlegt að vera einn að lyfta, ég fer alveg í þennan pakka: úff vá hvað þetta er þungt, best að létta aðeins, æi þetta tæki er leiðinlegt, fer í eitthvað annað.

Hef þetta ekki lengra í bili.