Djöfu.... var skemmtilegt í gær. Byrjuðum á því að vinna Fram með 9 mörkum. Svo eftir leikinn þurfti maður bara að drífa sig í sturtu og reyna að gera sig sæta og fara svo upp í sveit í mat til Heklu. En hún átti afmæli í gær. Hekla til hamingju með daginn í gær :o) Þar fengum við mjög góðan mat, svona pönnuköku mat ( man ekki alveg hvað þetta kallast ) og svo var bara byrjaða að hella í sig og skemmta sér. En í tilefni af leynivinavikunni þá var spilað auka lag,( Nína er sem sagt alltaf spiluð í handboltapartýunum ) það var svona vina lag, "enginn veit fyrr en reynir á lalaallaalalala,.......... því stundum verður mönnum á" er ekki alveg með lagið á hreinu. Svo þegar að búið var að taka lagið þá var komið að því að giska á hver væri leynivinur manns. Ég giskaði náttúrulega á rétt, en það var hann Gunni þjálfari. En hún Vala giskaði ekki á mig, ég var sem sagt leynivinur hennar. Svo um eitt leitið þá kom rútan og sótti okkur og keyrði okkur niður í bæ. Þar enduðum við flestar á Sólon. Þar voru svo nokkur spor tekin, þar til að fæturnir þoldu ekki meira.
Sem sagt skemmtilegt kvöld!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home