Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, apríl 28, 2003

Og áfram held ég að vera óheppin!!!!

En Auður Marteinsdóttir á afmæli í dag. Til hamingju Auður.

sunnudagur, apríl 27, 2003

Ég skellti mér á þenna líka svakalega skemmtilega leik í dag. ÍR-Valur og auðvitað unnu ÍR-ingarnir. Ég var samt ekki viss um að þeir myndu vinna en þeir gerðu það og ég segi bara
TIL HAMINGJU STRÁKAR. Það var gríðarleg stemmning á leiknum og mikil spenna sérstaklega í endann þar sem að sigurmarkið kom þegar að um 3 sek. voru eftir. En það er eitt atriði í leiknum sem að ég var ekki að fatta. Það var þegar að dómarinn gaf að ég held þjálfara Vals rauða spjaldið og svo allt í einu djók, hann bara hætti við það. Ég meina er það hægt, bara allt í einu að hætta við að dæma það sem að dómarinn var búinn að dæma??????? Bara spyr.

Og í gær ákvað ég að fara til Gunnars í grillveisluna því að ég var alveg á áætluninni minni. Ég ætlaði bara að vera í smá stund, vera komin heim og byrjuð að læra aftur klukkan níu en það breyttist eitthvað. Var komin heim um tólkf, úpppsss. Það er alltaf svona þegar að maður er búinn að plana að vera stutt þá endar maður alltaf að vera miklu lengur.

En já ég ætla að reyna að læra smá og fara svo að sofa.
Góða nótt :o)

laugardagur, apríl 26, 2003

Ég er alltaf jafn óheppin

Hvað er málið með mig ég, er alltaf svo óheppin. Ég veit það núna að ég á ekki að kaupa mér dýra hluti. Ég ætlaði að fara að horfa á ungfrúisland.is í gær og þegar ég var búin að koma mér vel fyrir framan NÝJA sjónvarpið mitt og keppnin rétt byrjuð þá bara allt í einu púff og engin mynd lengur. Uhhhuuuu talið heyrðist en myndin farin og sem sagt NÝJA sjónvarpið mitt bilað. Fyrst var það tölvan mín sem er búin að vera ágæt núna undanfarið en hún var alltaf biluð í fyrstu svo um daginn var það bíllinn minn og núna NÝJA sjónvarpið. Orðin frekar pirruð á þessu.

Svo er það leikurinn á morgun ÍR-Valur. Ég er að pæla í því að skella mér á hann en bara ef að ég er búin að vera dugleg að læra. Ég missti víst af æsispennandi leik á fimmtudaginn í Valsheimilinu þar sem by the way ÍR-strákarnir unnu. Mjög gott hjá strákunum. En ef ég kemst ekki á leikinn þá horfi ég bara á hann í sjónvarpinu það er sennilega álíka gott eins og að fara á leikinn því að ég er ekki alveg að hrópa einhver stuðnings hróp inn á völlinn. Æi það kemur bara allt í ljós á morgun. En allavega áfram ÍR!!!! Veiiiiiiiiiii!

Núna þegar maður er í prófum þá fer maður að hugsa hvað það væri nú gott að geta farið til sólarlanda í sumar og það er líka stanslaust verið að minna mann á það. Helga og co og Berlind og Atli eru að fara strax eftir prófin. En nei Berglind fer ekki neitt. Ég skelli mér kannski bara á Húsavík þar sem að amma sagði mér áðan þegar að ég hringdi í hana að það væri bara búið að vera Mallorca veður á Húsavík í allan vetur. Hummm Húsavík = Mallorca, kannski!!!!!!!

En ég ætla að fara að læra svo að ég geti nú kíkt í grillveisluna til hans Gunnars Helga á eftir.

Já eitt Atli ég veit ekki hvenær ég hef sagt að ég héldi með honum í Ross í piparjúnkunni. Ég er bara fegin að hann hafi verið látinn fara, þó fyrr hefði verið.

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Gleðilegt sumar allir!!!!!

Núna er maður alveg að detta í prófgírinn. Fer upp í skóla á morgnanna kem heim í mat og svo aftur upp í skóla. Skemmtilegur tími.

mánudagur, apríl 21, 2003

Nú er maður búin að borða yfir sig. Er langt komin með að borða páskaeggið mitt. Þar sem að ég er ekki neitt dekruð þá keypti ég bara páskaegg handa mér númer 4. Maður verður nú að fá páskaegg á páskunum, það finnst mér allavega það er líka svo gaman að sjá hvað stendur á málshættinum sem maður fær. En núna er greinilega verið að segja mér eitthvað, því að á mínum málshætti stóð: Fyrri er næring en fullur magi. Ég á sem sagt að borða minna :o(

Í gær ætlaði ég að vera svo dugleg og fara að læra, eða frekar svona að fara að skipuleggja mig fyrir prófin en nei þá sá Berglind myndir og hugsaði með sér hvað það væri nú sniðugt að setja myndirnar sínar í myndaalbúmin sem að hún keypti sér fyrir um einu og hálfu ári síðan. Ég fór sem sagt í það og raðaði öllu eftir tímaröð ( þanngað til að ég var búin að raða öllum myndunum inn og komin með 2 heil albúm þegar að ég fattaði að ég gleymdi nokkrum myndum og þá var þetta ekki eins flott hjá mér). Ótrúlegt hvað maður getur alltaf fundið sér eitthvað annað að gera þegar maður ætlar að fara að læra undir próf.

Berglind Bára var að fræða mig um það í gær að það væri rottufaraldur niðri í bæ þar sem verið er að grafa upp á Laugarveginum. Við vorum þar rétt hjá í gær og ég fór mikið að pæla í því hvað ég myndi gera ef að ein rottufjölskyldan myndi mæta mér. Það er spurning hvort að maður myndi bara ekki hlaupa eins og fætur toguðu og gara eins og ég veit ekki hvað. Ég myndi alla vega ekki vera lengi á sama stað. Þetta eru ógeðsleg kvikindi og STÓR hættuleg.

Fyndið áðan fór ég með systur minni og litlu frænku í Blómaval og við vorum bara eitthvað að skoða. Svo þegar að við förum út þá segir Heiða Björg (litla frænka mín) við einhverja konu sem er í sakleysi sínu að setja einhverja plöntu inn í bílinn hjá sér: Hún segir eitthvað í áttina við þetta: Rosalega ertu mikil skvísa. Og greyið konan verður eins og asni í framan og segir já finnst þér þetta ekki fínt!!! Það sem vellur upp úr þessu barni stundum!!!!!!!

En núna ætla ég að skella mér á línuskauta í Nauthólsvíkinni. Maður verður að fara að æfa sig fyrir sumarið svo maður verður flottur þegar flest allir fara á línuskauta, hehehe.

Já hún Hanna Laufey er 22 ára í dag. Ég sendi þér afmæliskveðjur til Noregs. Til hamingju með afmælið Hanna mín, kossar og knússsssssssss.

föstudagur, apríl 18, 2003

Var að koma úr afmælisveislu hjá honum Gunnari Geir. Hann er orðinn 22 ára. Gunnar til hamingju með afmælið!!!!

Svo fór ég að taka svona sniðugt próf. Mér finnst alveg lúmst gaman af þessum prófum. En í þessu prófi er ég alveg viss um að það er bara ein spurning sem ræður öll um það hver niðurstaðan er!!!!

your ideal mate is Frodo!
Frodo


Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Ég fór í vísindaferð í Orkuveitu Reykjavíkur í gær klukkan 16.00. Það var alveg fínt þar en ég hef samt farið í þær skemmtilegri. Svo næst var ferðinni heitið heim til hans Sveinbjörns en áður en við fórum þangað var beðið rútuna um að kom við í Heiðrúnu. Frekar fyndið heil rúta að stoppa í Heiðrúnu en það voru allir voðalega fljótir að kaupa sitt vín. Heima hjá Sveinbirni komu svo flest allir strákanir sér vel fyrir og fóru að horfa á fótbolta leik. Man.- Arsenal. Og voru sumir alveg að snappa þegar að boltinn fór eitthvað smá nálægt markinu. Við pöntuðum pissu og svo voru einhverjir strákar að þykjast vera sterkir og ætluðu í slag. Þá fórum við nokkrar bara í bæinn og keyptum okkur einn öllara. Svo klukkan 22.00 var það Kaupfélagið þar sem að ungir framsóknarmenn buðu upp á veitingar, hittum við allt liði þar aftur. Svo fórum við á Sólon og stigum "trylltan dans". Svo var meira að segja gestur sem kom og söng á Sólon, það var enginn annar en hann Herbert, jibbí hann er uppáhaldið mitt ;o). Svo fór ég bara heim klukkan 3 og er nokkuð stollt af mér að hafa endst svona lengi.

Ég var að skoða myndir hjá Kristínu og á visku frá því á grímuballinu og ég verð að segja að Kristín og Helga tóku sig bara nokkuð vel út sem slutty hjúkka og slutty fiskvinslukona. Svo fór ég að skoða fleiri myndir og rakst á þessa hér. Mér fannst ég eitthvað kannast við þessa manneskju og komst svo að því að þetta er hún Baddý. Baddý þú tekur þig vel út sem Austin Powers!!!!

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Búin að skila öllum verkefnunum nema einu þvílíkur léttir!!! Við þurftum allavega ekki að vera í skólanum í alla nótt eins og nokkrir hópar. Ég hefði sko aldrei meikað það, ég þarf á mínum prinsessu svefni að halda.

Ég skellti mér í heimsókn til Berglindar og Atla í gær. Eftir að hafa kjaftað í meira en klukkutíma þá ákváðum við að fara og taka okkur spólu og kaupa okkur ís. Ísinn var mjög góður en ég get ekki sagt það sama um spóluna sem var valin. Atli fann þessa ”fínu” mynd sem hét að mig minnir Rock’n roll highschool (held að þetta sé skrifað svona). Já myndin var frá árinu 1980 og fjallaði um það að einhver stelpa vildi endilega hitta einhverja hljómsveitgæja til að láta þá fá texta sem hún hefði samið. Sem sagt klassa mynd, hehehe!!!!
Svo í dag þá er maður að fara að skella sér í vísindaferð hjá Orkuveitunni!!!!!!

mánudagur, apríl 14, 2003

Það er búið að vera mikið um að vera þessa helgi.
Á föstudagskvöldið fór ég í afmæli til Bjarka sem er kærasti Írisar vinkonu og ég ætlaði ekki að vera lengi en ég var til um hálf 3, það var bara mjög fínt þar.

Óvissuferðin!!!
Á laugardaginn var svo óvissuferð með handboltanum og sóttu hinir unglingarnir mig rétt fyrir tvö því að við áttu að vera mætt hjá Vífilstaðarspítala klukkan tvö. Þegar þangað var komið var okkur splittað upp og búinar voru til fjölskyldur, ég var í Adams-fjölskyldunni. Hanna Bára var pabbinn, Jenný mamman og Andrea smábarnið.

Við byrjuðum á því að fara niður í Smára þar sem keppt var í spjótkasti. Næst var farið þar sem að nautið krafsar í sandinn (Nauthólsvík), þaðan var haldið niður á Austurvelli þar sem keppt var í pokahlaupi. Svo fórum við heim til Baddýar og horfðum á ferkar leiðinlegan handbolta leik og fórum svo í skíðaskálann í Hveradölum þar sem við fórum í kíló. Eftir kílóið var svo farið á áfangastað sem var mitt á milli Selfossar og Hveragerðis.

Þar var farið í pottinn, borðað grillaðar pulsur, drukkið smá og farið í ratleik. Ég er sko viss um að liðið mitt hefði unnið ef að við hefði ekki endalaust fengið 1 á teninginn :o( En þar var ein spurning sem að við misskildum aðeins. Þrautin var svona: Syngið eitt lag enn í moll. Og við vorum svo mikið að flýta okkur að við vorum alveg: Hvaða lag er eiginlega enn í moll???? En ég og Andrea vorum ekki lengi að redda því við ákváðum bara að syngja: Enn í moll, enn í moll, enn í, enn í, enn í moll. Og þegar að við vorum að syngja þetta flotta lag horfðu dómararnir eitthvað furðulega á okkur og spurðu okkur hvað við værum nú að syngja. En þrátt fyrir þennan misskilning þá fengum við stig. Svo í annari þraut þá áttum við að láta dómarana fara að hlæja, á meðan Hanna hoppaði um eins og api var Andrea ekki lengi að snúa sér við og múna á dómarana, það virkaði svona vel að við fengum að fara á næsta stað. Andrea þú er snillingur!!!!!!

Svo voru það skemmtiatriðin sem að dómararnir voru með og svo áttum við að koma með skemmtiatriði sem var lag. Við sem sagt notuðum lagið við Eitt lag enn og var textinn svo hljóðandi:

Einn sigurinn enn
og áfram höldum við nú,
við skorum mörkin hérna Fylkir/ ÍR.


Eitt mark enn
og áfram bætum við við,
og við keyrum á þær þar til Gunni segir nóg


Við vinnum hvern sem er.
Já, sama hver hann er.
Látum töfra boltans taka af okkur völd.............


Einn sigurinn einn
og Tinna verður ein fúl,
og Erna tekur markið milli stanganna.


Eitt mark enn
og titill færist nú nær,
því við erum með svo afskaplega fallegar tær.


Sem sagt flottur texti!!!! En samt var textinn og söngurinn að mig minnir hjá The Osborns flottastur að mínu mati. Svo var bara djammað fram eftir nóttu en sumir fóru fyrr en aðrir að sofa :o) Já ferðin var sem sagt alveg frábær. Baddý, Erna og Sibba eiga hrós skilið fyrir að hafa planað þessa ferð.

Á sunnudaginn þegar maður kom heim var bara strax farið út í skóla að vinna verkefni. En svo um kvöldið var það bara vídeó kvöld með Guðnýju, Hildi, Hildi og Benedikt litla. Það var mjög fínt og fengum við okkur American style hamborgara, ummmmmm.

föstudagur, apríl 11, 2003

Púff ég er að fara að halda fyrirlestur eftir um það bil klukkustund og ég er gjörsamlega að farast úr stressi. Ekki gaman það!!!!!

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Ég skil ekki hvernig fólk getur reykt inná skrifstofunni sinni og verið bara í þessari þvílíkt ógeðslegu fýlu allan daginn. Ojjj, ojjj, ojjj og aftur ojjj!!! Nefninlega þar sem að ég er að skúra er skrifstofa og maðurinn sem er í henni reykir þar inni. Það er ekkert smá ógeðlegt. Maður þarf sko að draga djúpt inn andann og hlaupa þar inn til að taka ruslið. En svo versnar málið þegar að ég þarf að skúra þar inni, það tekur aðeins meiri tíma. Ég get bara ekki ímyndað mér það hvernig maðurinn getur verið þarna inni allan daginn. Líka það hvað það hlýtur að vera vond lykt af honum. Mér finnst ég anga öll af sykarettufýlu þegar að ég tek sprettinn þarna inn og svo strax út aftur. Ekki það ég hélt að það væri bannað að reykja þarna.

Eftir að ég var búin að skúra áðan þá hentist ég með búninginn á æfingu og þar fékk ég afhent blað. Á því stóð: Begga unglingur. Það þýðir sem sagt að þemað fyrir liðið mitt í óvissuferðinni væri að klæða sig eins og unglingur!! En annars voru hin liðið: Mamman, pabbinn og smábarnið. Skil ekki alveg hvernig það er með mig seinast var ég rappari og núna unglingur. En núna er bara að fara að finna einhver unglinga föt, hvernig svo sem að þau eru. Verst að ég skuli ekki passa í fötinn hennar Hrundar systur, það hefði verið alveg fullkomið :o)

Skellti mér á handbolta leikinn í gær og er bara nokkuð sátt. En það er maður auðvitað alltaf þegar að liðið sem maður heldur með vinnur. Flott hjá strákunum!!!! Vei!!!
Annars var dagurinn í gær bara þannig að ég vaknaði fór í skólann og eftir tíma var farið að vinna í viðskiptaáætlunni, farið heim í smá stund, farið að skúra, svo á leikinn og svo heim að læra og kíkt smá á imbann og svo bara farið að sofa. Sem sagt mjög skemmtilegur dagur!!!!
En núna ætla ég að fara að vinna meira í viðskiptaáætluninni, gaman, gaman!

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Dagurinn í dag er búinn að vera svolítið stress. Endalaust af verkefnum sem þarf að gera og skila eigi síður en 16. apríl. Svo má ekki gleyma viðskiptaráætluninni sem að við eigum að vera búin með á fimmtudaginn og að flytja hana á föstudaginn. Mig fór að kvíða fyrir því í seinustu viku. Ekki gaman að því og ekki er það verkefni að ganga neitt alltof vel.
Það er svo plönuð óvissuferð á laugardaginn og það verður væntanlega gríðarlega mikið fjör í þeirri ferð. En ég vona bara að allt gangi upp með verkefnin svo að ég komist örugglega með í ferðina. Það væri slæmt að missa af henni!!!!!!!!!
Hver veit nema að maður kíki svo á leikinn á morgun ÍR-Þór, verður vonandi æsi spennandi. En samt eiga ÍR strákarnir að vinna, vonum það allavega.
En þar sem að ég er að deyja úr þreytu þá ætla ég bara að fara að sofa.
Góða nótt :o*

sunnudagur, apríl 06, 2003

Þessi helgi er búin að vera frekar róleg. Bara búin að fara upp í skóla og svo hanga heima á kvöldin og horfa á imbann.
Já ég vil þakka henni Kristínu fyrir að hafa lagað útlitið á síðunni minni. Það var orðið mög ljótt en er það ekki lengur þökk sé henni Kristínu.
En þar sem að ég hef akkúrat ekkert að segja þá ætla ég bara að hætta og hver veit nema ég fer ekki að fara upp í skóla og vinna í nýsköpunarverkefninu. Já það er eins skemmtilegt og það hljómar!!

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Nú er skutlan komin aftur á götur borgarinnar. Pabbi lagaði bílinn minn í gær og þvílíkur munur. Þarf ekki að biðja um far eða láta einhvern keyra mig í skólann. Hvað þá að sækja mig. Ég spyr bara hvernig komst ég af án bíls þegar að ég var ekki búin að kaupa þennan. Þetta er alveg ferlegt eftir að maður fékk bílpróf, sem eru orðin nokkur ár síðan, þá gengur maður ekki neitt. Ég fer meira að segja á bílnum út í sjoppu og hún er næsta hús við mig. Alveg ferlegt. Ekki það ég fer náttúrulega MJÖG sjaldan út í sjoppu :o)
Eina skemmtun mín við það að fara að skúra er að ég get sungið hástöfum í bílnum án þess að einhver bendi mér pent á það að það væri nú bara sniðugt fyrir mig að þegja bara. En allavega þá er útvarpið ekki komið í lag, það datt út þegar að allt datt út í bílnum mínum og ég þarf víst að setja einhvert code inn til að það heyrist eitthvað í því. Hummm þá er bara að finna hann.
En ég ætla núna að fara og hvetja stelpurnar í unglingaflokknum þær eru að keppa í framheimilinu klukkan 19.45 ef einhver vill kíkja.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Það var bara svaka fjör í tíma í dag. Það voru bara allir að tjá sig. Og "skemmtilega konan" fór bara á kostum, það lá við að hún hefði getað tekið við kennslunni. En verið var að ræða um neytendahegðun. Flest öllum konunum sem erum með mér í tíma voru á því að það væru nú konurnar sem að gerðu flest á heimilinu í sambandinu. En þar sem ég bý bara á hótel mömmu þá ákvað ég að láta ekkert í mér heyra. Ekki það ég segi svo sem aldrei neitt í tímum. Eða alla vega ekki yfir allan bekkinn :o) Svo var einhver kona sem vildi endilega hrósa strákum í dag fyrir það hvað þeir séu duglegir við það að taka þátt í heimilisstörfunum miðað við það að hafa alist upp við það að mamman sæi um allt svoleiðis. Ekki var ég nú sammála henni í því, því að mér finnst ekkert sjálfsagðara en að kallinn hjálpi til við heima. Alla vega nú á dögum því að konan og kallinn vinna álíka mikið úti.
En nóg um þetta hvor er betri karlar eða konur, ég er farin að læra.

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Já, já við vorum að keppa við ÍBV áðan og við gáfum sko ekkert eftir. Frábær leikur í alla staði. Staðan í hálfleik var að mig minnir 11-13 fyrir þeim en þess má geta að við vorum þrem mörkum yfir þegar að um 10 mín. voru eftir af fyrri hálfleik. En leikurinn endaði 23-28 fyrir ÍBV! Góður endir á keppnis tímabilinu.