Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, september 29, 2003

Humm ég sé það núna að ég þarf að fara að laga flétti myndirnar, ekki alveg í lagi. En ég geri það bara seinna :)

Hvernig fer maður að því að pota í augað á sjálfum sér??? Það er frekar aulalegt og ég gerði það einmitt í dag.

Annars var helgin frekar róleg. Kíkti í vísindaferð á föstudaginn sem var hjá Lalla frænda (Landsvikjun) stoppaði stutt því að ég þurfti að fara á æfingu. En svo um kvöldið kíkti ég í bæinn með henni Hildi Páls og þar hitti maður nokkra úr bekknum og ég get ekki sagt annað en að fólk væri gjörsamlega hauslaust þarna. Hef bara aldrei séð alla svona drukkna því oftast er það einhver einn sem sker sig úr fjöldanum en á föstudaginn voru það bara allir sem voru mikið drukknir.

Svo á sunnudaginn var keppt við KA/Þór og fór sá leikur ekki vel, við töpuðum með einu marki, 31-32. Við vorum bara ekki að spila nógu góða vörn. Fúlt það!!!
En strákarnir unnu sinn leik. Flott hjá þeim.

miðvikudagur, september 24, 2003

Núna er svolítið stress í gangi, við eigum að skila skýrslu 3 á föstudaginn og vorum fyrst að fá svar frá leiðbeinandanum okkar núna í kvöld. Sem segir okkur að við höfum bara einn dag til að laga það sem laga þarf. En við vonum það besta.

Við vorum að keppa við FH áðan og gekk leikurinn bara mjög vel þar til fór að síga að seinni hluta í síðari hálfleik, þá höfðu þær betur og unnu okkur 31-28. Mér fannst samt að við hefðum átt að vinna.

Ég fór í heimsókn til lítils nýfæddan frænda í gær og hann er ekkert smá sætur. Hann kom í heiminn á laugardaginn.

Vei í dag keypti ég mér gleraugu, það sem það tekur á að finna sér gleraugu. Það fer mér nebla ekkert alltof vel að vera með gleraugu þannig að það tekur langann tíma fyrir mig að velja. Ég fór í gær og fékk þrenn gleraugu með mér heim. En ég gat ekki valið á milli þeirra og svo þegar að ég kom aftur í dag þá fann ég mér ein til viðbótar og því varð það ennþá erfiðarar. En ég er víst voðalega erfið stelpa ( kona). En ég sem sagt endaði ekki með nein af þeim gleraugum sem ég fór með heim heldur fann önnur í dag. Svo að ég er núna bara að bíða eftir því að þau verði tilbúin og að einhver fari til útlanda því að ég fæ þau í gegnum fríhöfnina. Mar er alltaf að spara. Hehehe. En svo ætla ég að skipta um gler í gömul gleraugunum svo að ég eigi til skiptanna. Það er svo gamann!!!!!!

En ég verð víst að minnast á hann frænda minn sem er staddur úti í Danmörku í námi, hann Hreiðar sem er að hans sögn sætasti og frábærasti frændi ever, einmitt :) Jú jú hann er alveg ágætur,hehehe. Hann var að skamma mig áðan fyrir að minnast ekki nógu oft á sig. Var samt ekki viss hvort að ég ætti að gera það því að hann er alltaf að stríða mér og hann gat strítt mér í gegnum msnið með því að setja út á myndina sem ég er með á msninu mínu. Sagði að ég væri eitthvað hálf skáeygð á myndinni. held ekki!!!

En ég er farin að gera eitthvað að viti.

sunnudagur, september 21, 2003

Ég horfði á Idol á föstudaginn heima hjá afmælisbarninu henni Láru og öllum hinum handboltastelpunum og líka rétt eins og sennilega helmingur þjóðarinnar. Ég var ekki alveg nógu sátt. Ég er ekki ennþá að komast yfir þetta með 16 ára stelpuna sem söng að mínu mati ekkert smá vel. Hún fékk þá afsökun frá honum Budda að hún kæmist ekki áfram því að hún var bara 16 ára. Ekki alveg að fatta þetta og leiðréttið mig ef ég er að fara með fleipur en var þessi keppni ekki fyrir fólk á aldrinum 16 - 28 ára??????

Í gær fór ég svo upp í skóla til að vinna í lokaverkefninu mínu sem við eigum að skila næsta föstudag, ég held bara að ég hafi aldrei verið svona lengi upp í skóla fyrir utan það að vera að læra undir próf, púff. Ég missti meira að segja að afmæliskaffi hjá honum Atla. Já, Atli til hamingju með daginn í gær ;) Svo var mér boðið í mat til stóru systur og var maturinn bara rosalega góður, takk fyrir mig!!!!!!

Er bara að spá í að skella mér á handboltaleik í kvöld þar sem mínir menn taka á móti HK mönnum í Austurbergi klukkqn 19.15. En núna þarf ég að fara að koma mér upp í skóla.
Seinna.

föstudagur, september 19, 2003

Arrrgggggg hvað ég er ekki í góðu skapi :(

En það bætti aðeins skapið mitt þegar að ég sá að piparsveininn var byrjaður í sjónvarpinu. Það er svo rosalega gaman að fylgast með þessu. Ég hefði ekkert á mótí því að næla mér í þennann gæja. Ekkert svo ómyndarlegur og svo á hann MIKLA peninga, það skemmir ekki, heheh. En það er spurning hvort að maður myndi ganga svo langt að fara að taka þátt í svona þætti, held ekki!!!!!

En ég er farin að huga að svefni.
Góða nótt.

mánudagur, september 15, 2003

Skellti mér í bíó í gær þrátt fyrir það að ég var ekkert sérlega dugleg að læra. En ég og Berglind fórum á myndina Magdalene Sisters, ekkert smá góð mynd. Ég mæli sko með henni, rosalegt það sem að þær þurftu að þola þessar konur.

En ég er bara búin að vera að reyna að skilja eitthvað einstaklingsverkefni í dag og það var ekki að ganga vel. Ætlaði bara að dúlla mér við það að setja upp einhverjar töflur í excel en það gekk ekki eins og það átti að ganga fyrr en ég fékk hjálp. Alveg ótrúlegt hvað ég get verið léleg á tölvur og ég á að vera búin að læra allt þetta sem ég var í vandræðum með :)

En ég ætla að fara að hafa mig til fyrir æfingu.
Seinna!!!!!

sunnudagur, september 14, 2003

Ég er ekki búin að gera neitt þessa helgi bara búin að vera heim og hanga. Er alltaf á leiðinni í bíó bæði á föst og laug en það varð einhvern veginn aldrei neitt úr því. Mig langði svo að sjá myndir á þessum Breskudögum en þeir verða sem sagt búnir í dag og mig langði bara að sjá 3 myndir. Sé ekki fram á það að ég nái að sjá þær allar.

Já ég fór til augnlæknis á fimmtudaginn og núna get ég farið að hætta að gretta mig í framan þegar ég reyni að sjá eitthvað sem er í fjarðlægð. Frábært!!! En það versta var að ég er komin með frekar slæma sjón, hún er búin að versana um mínus 1,25 á báðum augum síðan ég fór til augnlæknis síðast. Ekkki gott mál og enginn furða að ég hafi ekki séð neitt. En mig böskraði ekkert smá þegar ég sá hvað það kostar að fá ný gler í gleraugun, var ekki alveg að trúa því sem að konan sagði. Ég fer á hausinn!!! En svo komst ég að því að fólkið í versluninni sem ég keypti gleraugun mín fyrir um 3 árum síðan var að ljúga að mér, þau sögðu að það væri ekki hægt að gera glerin þynnri því að þetta væri plast og bla, bla, bla en konan í gleraugnabúðinn í Mjóddinni sagði að það væri ekkert mál og henni fyndist það skrýtið hvað glerin væru þykk. Takk fyrir leiðindar gleraugnarbúð ég er búin að líða mikið fyrir það að vera með þetta þykka gler í gleraugunum mínum. Allt ykkur að kenna :)

Reyndar fór ég í klippingu og litun á föstudaginn og sagði að ég vildi ekki hafa það of dökkt og ekki of ljóst, ég er sko ekki erfiður viðskipavinur, nei. En það reddaðist á endanum en er með heldur dökkt hár núna.

Jæja það er spurning hvort að maður fari ekki að horfa á nágranna því að ég er búin að missa af þeim alla vikuna og núna get ég séð alveg 5 þætti í einu. Svo þarf ég bara að vera duglega að læra í dag og þá get ég farið í bíó í kvöld!!!!!

miðvikudagur, september 10, 2003

Haldið þið ekki að þær HR stöllur séu á leiðinni til Danmörku í fyrramálið og ætla að skella sér á Stuðmanna tónleikanna. Nokkuð gaman það. Góða ferð og góða skemmtun stelpur.

Talandi um að myndast ekki vel. Það kom einhver karl uppí íþróttahúsið í Grafarvogi á laugardaginn og tók myndir af öllum stelpunum í liðinu. En svo fékk ég skilaboð í gær um að mæta fyrr á æfingu vegna þess að myndirnar misheppnuðust eitthvað og það þurfti að gera aðra tilraun. OK ég hélt að þær hefðu allar fengið þessi skilaboð en svo var víst ekki. Það voru bara nokkrar sem áttu að fara í myndatöku aftur og þar á meðal ég. Hehehe ég myndast sum sé ekki vel. Samt algjör óþarfi að taka aðra, því ég efast um að hún verði skárri.

En ég þarf að fara að huga að svefni, þarf að vakna fyrr en vanalega í fyrrámálið því að við erum að fara í heimsókn í Íslandsbanka og eigum við að mæta klukkan átta sem er alveg korteri fyrr en vanalega og því þarf ég að skipuleggja vaknitímann uppá nýtt :)
En svo vonandi á morgun fer ég að sjá betur því að ég er að fara til augnlæknis, hef ekki farið til hans í meira en 3 ár þannig að mér fannst tími til kominn að fara. Og Beta ég lofa að hætta að spyrja þig hvað kennarinn er að skrifa á töflunna :)

mánudagur, september 08, 2003

Það gekk ekkert alltof vel á Reykjavík open en þetta hlýtur að koma. Maður sá mun frá leiki til leiks eða hvernig maður orðar það nú. Ég spilaði sem sagt ekki neitt um helgina þar sem að puttinn á mér var í algjöru hönki. Ég fór sko niður á heilsugæslustöð á föstudaginn því að það var svo mikill verkur. Læknirinn þar sendi mig niður á slysó því að hún hélt að ég væri með brotinn fingur. En svo reyndist ekki og ég var þar í heillangan tíma og fór í myndatöku og allt fyrir eitthvað sem að ég hefði getað gert sjálf, það er að segja teypað puttann.

En svo var farið að djamma á laugardaginn. Byrjaði hjá henni Berglindi Báru þar sem við vinkonurnar hittumst og borðuðum saman. Svo fór ég yfir til hennar Baddýar í handboltapartý. Það var gaman að vanda og fór allt liðið ( eða flestar ) á Hverfisbarinn. Þar voru þær allar hálf klikkaðar á dansgólfinu og náði ein að klæða einn strák úr að ofan. Nokkuð gott hjá henni. Hehehehehe. Flott Eygló!!!!

En ég ætla að fara að taka mig til fyrir æfingu!!!
Vonandi fer puttinn ekkert að angra mann.

miðvikudagur, september 03, 2003

Núna er maður búin að vera á fullu í dag og í gær að ganga á milli fyrirtækja og taka djúpviðtöl. Hefur bara gengið ágætlega. En ég þarf að halda því áfram á morgun og hinn. Fer á seinasta staðinn á föstudaginn klukkan 15.00. Þá verður gaman. En ég var ekki að fatta að reyna að fá að tala við fólk fyrr um daginn á föstudaginn þar sem ég er alltaf í fríi á föstudögum í skólanum. Ljúft!!!

Svo er það Reykjavík Open sem byrjar á morgun, gaman að fara að spila. En ég er alltaf jafn seinheppin, sem sagt á æfingu áðan þá fékk ég boltann beint framan á puttann og er hann nú þegar orðinn tvöfalur, ekki gott og ég vorkenni mér rosalega mikið!!! Típíst fyrir mig að meiða mig á æfingunni fyrir leik. En það þýðir engann aumingjaskap á morgun, bara teypa puttann og þegja. En ég má samt láta vorkenna mér núna :)

En ég segi svo frá því hvernig okkur gekk að spila á morgun.

mánudagur, september 01, 2003

Góðan daginn!!! Önnur skólavikan byrjuð og maður mætti bara hress í skólann. Ferðin á Apavatn var hin ágætasta, það er langt síðan að maður fór í svona ferð án þess að detta í það um kvöldið. En ferðin var mjög róleg og fín. Æfðum tvisvar á laugardeginum og þá í tvo tíma í senn. Þetta tók verulega á, ekki alveg vön að æfa tvisvar á dag. Svo fengum við grillkjöt og var spilað um kvöldið.

Hápunktur ferðarinnar= Mr. Forest

Ferðin byrjaði mjög vel, við lögðum af stað klukkan 8.15 og þegar við koma á Apavatn þá var dótinu hent inn í sumarbústaðina og brunað af stað á Laugarvatn því að æfingin byrjaði klukkan 10. En á leiðinni þá hljóp hrútur inn á veginn fyrir okkur og Lára flautaði á hann í von um að hann myndi fara af veginum eins og flestar eðlilegar rollur hefðu gert en nei hann bara hljóp á miðjum veginum þannig að við komumst ómögulega framhjá. Lára hélt áfram að bíba á hann en hann hljóp þá bara hraðar. Þar fékk hann nafnið Mr. Forest. En eftir smá stund þá ákváðum við það að það yrði sniðugast ef að Tinna myndi fara út og hlaupa á eftir rollunni, hún var ekki alveg til í það fyrst en loksins hoppaði hún út úr bílnum en hún átti sko enga mögluleika í Mr. Forest. Þannig að Tinna gafst fljótt upp og Baddý ákvað að reyna á jeppanum sínum, hún tók fram úr okkur og á svipnum að dæma þá ætlaði hún bara að keyra Mr. Forest niður. En henni tókst að fá hann útaf veginum og við komumst á æfingu. En Mr. Forest hljóp örugglega c.a. 1 km áður en hann fór af veginum. En þetta var frekar fyndið og það var bara verst að við höfðum ekki videóvél til að taka þetta upp.

Á sunnudeginum eftir að hafa borðað "hollan og góðan" morgunmat þá var farið í bæinn og svo skellt sér á úrslitaleikina í Reykjavík open um kvöldið. Ég var alveg sátt við úrslitin, flott lið sem vann :)