Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Uss, uss, usss, er ekki verið að grínast með veðrið úti???  Það er fáranlegt veður, ég segi bara sen betur fer er ég ekki að fara neitt um helgina, verð bara að vinna.  En þetta er svona veður sem manni langar bara mest að hanga upp í sófa og horfa á vídeó.  En nei ég fór út áðan og hengdi upp fánana og var svo blaut en sem betur fer var ég í góðri úlpu, já ég er komin í úlpu og það júlí, birrrr.

En dagurinn í gær var alveg hinn fínasti, ég og Svava mættum aðeins fyrr í vinnuna því að við komum við á KFC og fengum okkur nesti :)   Svo var ég að keyra í vinnunni og þá fékk ég þessa líka "fallegu" afmælisgjöf, já 3 strákar í vinnunni múnuðu á mig og sögðu svo að þetta hefði verið afmælisgjöf til min, Takk fyrir það!!!!
Svo um kvöldið fékk ég nokkra góða gesti í heimsókn og það var sko étið yfir sig, eða allavega át ég yfir mig.  Ég má heldur ekki gleyma því að ég fékk fullt af smsum, afmælissöngum og kossum, því segi ég takk fyrir mig ;)

Sem sagt þetta var sko góður dagur í gær :)

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Rosalega er góður dagur í dag,  finnst ykkur það ekki????

sunnudagur, júlí 25, 2004

Dirty Dancing stendur ennþá fyrir sínu!!  :) 
Ég og Berglind horfðum á hana á föstudaginn og borðuðum nammi, umm nammi, namm!!!  Þegar maður horfir á hana þá fer maður alltaf að hugsa (eða við skulum bara hafa þetta þá fer ég að hugsa ) afhverju var ég að hætta í dansi og byrja í handbolta????  Sko hefði ég ekki hætt í dansi þá gæti ég kannski bara tekið "lyftun" sem var í myndinni en í staðinn er ég orðin algjör klunni með ekkert jafnvægisskyn (trúi því sko ennþá að fólk sem stundar boltaíþróttir séu ekki með neitt jafnvægisskyn). 

Ég og bílar eigum ekki saman.  Ég var að vinna í gær og svo ég sauðurinn gleymdi að taka bensín áður en ég lagði af stað í vinnuna og þar sem ég fer Nesjavallarleiðina þá er engin bensínstöð á leiðinni þá var ákveðið að fara á Selfoss eftir vinnu og fá sér bensín.  Allt í lagi með það, við tókum bensín og svo þegar við vorum að koma í bæinn, vorum nánar til tekið á hringtorginu hjá Rauðarvatni þá bara allt í einu; púff, púff og bæng, bæng.  Jamm held að þetta hafi komið úr bílnum mínu.  Mér var sko ekki sama en ég hélt áfram og þá kom smá púff, púff aftur og þá keyrði ég út í kannt og ætlaði út. Og Auður frænka sem var með mér í bílnum, sagði ætlar þú út, og ég já ( þó svo að ég hefði sennilega ekki séð neinn mun á bílnum, veit ekkert um bíla).  Þá ákvað hún að fara með mér út og kanna málið ef að bíllinn myndi kannski springa.  Það var mjög svo hugheystandi að heyra þetta þar sem enn var smá spölur eftir heim ;)  En það gekk allt áfallalaust það sem eftir var heimferðar en ég sat samt mjög stíf við stýrið og var tilbúin að stökkva út.   Þessi hljóð voru sennilega út ef því að það var ekki alveg rétt bensínblanda á bílnum.  En það er sko ekki mér að kenna ef svo er því að ég fyllt ekki á bílinn.

Kíkti í bæinn bara bílandi í gær og það var rosaleg mikið af fólki í bænum fannst mér, sko bara á götum úti.  Svo er ég búin að komast að því að ég endist greinilega lengur á djamminu ef ég er alveg edrú.

Jæja ætla bráðum að fara að koma mér heim og ég vona bara að bíllinn fari ekki að bila núna :)

föstudagur, júlí 23, 2004

Já, já ég er sem sagt bara eitthvað eitur. Alltaf jafn gaman að vita það.
Ég fór í eitthvað svona próf þar sem maður er að kanna það sem fólk ætti að varst við mann en þar sem að linkurinn var eitthvað bilaður þá ákvað ég bara að skrifa þetta hérna;
Berglind is poisonous! Induce vomitting if ingested.
Þannig að fólk; passið ykkur á mér.

Það er byrjað að rigna og ég veit alveg út afhverju það er. Jújú það er mér að kenna, ég var búin að ákveða að fara í golf eftir vinnu í dag eða á morgun eða hinn en ég býst alveg við því að það verði rigning alla helgina.  Það er örugglega bara verið að passa að ég fara ekki út á völlinn og skemmi hann eða þá ég slasa þá sem munu koma með mér í golf.  Þetta er eitthvað svona hint.

Ég er ein í vinnunni í dag og þá getur tíminn verið svolítið lengi að líða.  Er til dæmis búin að skoða flestar ef ekki bara allar þær síður sem ég skoða á hverjum degi og klukkan er rétt yfir tvö og ég er að vinna til fimm, og ég fór ekki í tölvuna fyrr en rétt yfir eitt.  Ég þarf bara að finna mér eitthvað til þess að drepa tímann.

Já svo er það bara kósí í kvöld. Ég, Berglind og kannski Herdís ætlum að horfa á eina gamla, góða og klassíska mynd, Dirty dancing.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Ótrúlegt hvað vikan flýgur áfram, það er kominn miðvikudagur strax!!!!
En helgin var alveg æðisleg.  Á föstudaginn fór ég á Laugarveginn með Berglindi og Herdísi, við fengum okkur að borða úti í sólinni á beygluhúsinu (er ekki alveg viss um að það heitir það en við borðuðum allavega beyglu ;) ). Svo Löbbuðum við niður í bæ og fengum okkur ís en þá var tími kominn á það að Berglind þurfti aftur í vinnuna og við keyrðum hana þanngað. En þar sem það var svo gott veður þá tímdi ég ekki að fara inn í Smáralindina þannig að ég og Herdís fórum aftur á Laugarveginn og kíktum í búðir og við gátum eitt einhverjum peningum þar.
Svo um kvöldið var ég gjörsamlega búin í fótunum, ekki vöna að ganga svona mikið.  Fór á Shrek 2. Sú mynd er alveg frábær, það er sko langt síðan að ég hló svona mikið í bíó.

Á laugardaginn var ég að mestu í sólbaði en ákvað að kíkja í Smáralindina því að mig langaði að kaupa mér línuskauta. En nei ég kom heim með eitthvað allt annað en þá.  Svo var grillað heima hjá Berglindi og Atla, og ég, Herdís og Berglind fórum á djammið um kvöldið.  Það var mjög gaman.

Svo var sunnudagurinn tekinn í sólbað (maður verður nú að nýta sólina með hún er og meðan maður er í fríi).  Svo um kvöldið var farið á Hárið.  Þetta var rosalega flott sýning, og mæli með henni. Verð að segja að þessi sýning sé betri en Fame.

En á mánudaginn keypti ég mér loksins línuskauta og er alveg hræðilega léleg á þeim en æfingin skapar meistarann, er það ekki????? 

Svo í gær pantaði ég mér miða til Danmerkur og fer með mömmu og Hrund 18. ágúst og kem heim 22.  Núna er ég bara að bíða eftir því hvort að hægt sé að redda mér hótelgistinu með þeim þar sem það er svolítið síðan að þær pöntuðu sér far og herbergi.

En ætla núna að fara að hafa mig til fyrir vinnuna, og já ef ég væri ennþá að vinna í útivinnunni þá væri ég að fara á hestbak í dag. Demmm.....

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Gleymdi víst að segja frá helginni!!!!!!!!!!!
 
Fór á Spiderman á föstudaginn og skemmti mér bara vel yfir þeirri mynd.  Miklu skemmtilegra að sjá svona myndir í bíó heldur en í sjónvarpinu heima hjá sér.
 
Svo var ég bara að vinna um helgina og þar var alveg brjálaði að gera, því það var formleg opnun á sýningu Kjartans og það var sko margt um manninn og við buðum uppá snyttur (þó svo að það voru ekki alveg allir að fíla þessar snyttur ;) ) og kampavín. Þannig að þar voru bara flott heit og svo á sunnudaginn þá komu línudansarar ( þegar mér var sagt að það kæmu línudansarar þá hugsaði ég alltaf um fólk sem væri á línuskautum og að dansa, sem sagt línuskautsdansarar, ég hugsa eitthvað voða mikið um línuskauta þessa dagana.).
 
En á laugardagskvöldið fór ég í tvítugs afmæli til hennar Hönnu Báru og svo var farið í bæinn. Þar var ágætt.
 
Já ég er komin í helgarfrí, jibbí!!! Alveg yndislegt og ætla að reyna að nota helgina í eitthvað skemmtilegt.
 
Svo er planið að fara að djamma á laugardaginn með allavega Herdísi og Berglindi og mig langar að gera eitthvað sniðugt um daginn eða bara eitthvað sniðugt um kvöldið en veit ekki hvað það gæti verið.  Þannig að ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug endilega commentið á það. Allar uppástungur vel þegnar :)

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Hehe, ég sá þetta próf hjá Unu og gat ekki ekki tekið það. En ég er mjög sátt við niðurstöðurnar hjá mér. Mér er greinilega ætlað að giftast þessum því að ég hef tekið annað svona próf og þá fékk ég hann líka. Mjög gott :)



You are going to Marry Josh Hartnett. He is really
shy, but don't let that fool you. He is really
outgoing and sweet with those he loves and will
be loyal to them for the rest of his life.
Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (14 choices now!!)
brought to you by Quizilla

föstudagur, júlí 09, 2004

Ég vildi stundum óska þess að ég væri svakalega góð á tölvur og kynni að leita að flottum síðum. Því á dögum sem þessum þegar ég er ein í vinnunni, ekki einu sinni krakkarnir í útivinnunni þá getur tíminn verið svolítið lengi að líða.
Ég er sem sagt búin að þræða öll blogg sem ég les alltaf og enginn er búinn að blogga.

En það er svo gott veður í dag þannig að ég er að pæla að skella mér út á svalir á meðan það er enginn gestur.

Þar sem ég þarf alltaf að keyra í c.a. 40 mínútur þegar ég fer heim á daginn þá gefst mikill tími til að hugsa á leiðinni, eiginlega aðeins of mikill tími. Þá var ég að velta því fyrir mér í gær hvað það er eitthvað svo heimskulegt eða asnalegt þegar maður er t.d. að tala á msn og einhver segir manni eitthvað fyndið, þá situr maður fyrir framan tölvunna skellihlæjandi og er kannski alveg einn. Svo um daginn var ég að taka niður fánanna og ég missti annað bandið, frábært!!! Og ég fór eitthvað að hoppa og reyna að ná því en það kom alltaf vindkviða og það fauk upp í loftið. Og mér fannst þetta svo ógeðslega fyndið að ég hló og hló yfir því hvað þetta væri fyndið og hvað það væri örugglega fyndið að sjá mig, eina, nánast upp í sveit að hoppa til að ná einhverju fánabandi. Já svona getur maður verið að hugsa um þegar maður er orðinn svona einhverfur ;)

Já ég fór í Kringluna áðan í leit að afmælisgjöf (þessar búðarferðir finnst mér ekki skemmtilegar þar sem ég er svo hugmyndasnauð) og ég endaði á því að kaupa mér jakka og bol og hvorugt var á útsölu. En ég fann afmælisgjöf, sem betur fer :) Skil ekki með mig og þessar útsölur ég enda alltaf þar sem stendur; Nýjar vörur.

Spiderman var fín í gær en ég hugsa að það hefði verið miklu skemmtilegra að sjá hana í bíó. En kannski að maður fari á Spiderman 2 í kvöld, you never know!!!

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Humm ekki nógu sniðugt með þetta veður! Það virtist ekkert ætla að koma nein sól í dag en svo þegar ég koma í vinnuna, nota bene ég þurfti að leggja af stað klukkan hálf níu í dag. Já þegar ég var komin uppeftir þá var bara þessi fína sól og logn. En svo loksins þegar ég ætlaði að fara í sólabað þá komu akkúrat listamennirnir og þurftu að taka niður sýninguna og svo stuttu seinna kom hinn listamaðurinn sem var að fara að setja upp sína sýningu og þá gat ég bara ekki farið út í sólbað. En núna þegar allt er tilbúið og fínt þá er sólin farin. Ekki alveg nógu sátt með það.

En núna er sem sagt komin önnur sýning í neðri salinn hjá okkur og eru þetta rosalega flott málverk eftir Kjartan Guðjónsson sem að mati pabba míns er algjör snillingjur þannig að þetta leggst bara vel í mig. Ég verð samt að viðurkenna að ég kannaðist ekkert við hann, vona bara að hann fyrigefi mér það. Það er svo sem ekkert nýtt að ég kannast ekki við einhverja "listamenn" hvort sem það er á tónlistar eða bara myndlistarsviðinu :)

Já og Berglind Bára, maður á ekkert að taka auglýsingum alltof alvarlega; ekkert vera að herma eftir því sem fólk gerir í auglýsinunum, hehehe ;)

Fór í bíó í gær á myndina; Raising Helen, mér fannst hún bara mjög góð, ekta stelpu mynd, ég gat allavega lifað mig inn í hana. Svo er ég að fara að horfa á Spiderman 1 í kvöld því að ég er ekki búin að sjá hana, og það þótti víst voðalega skrýtið. Er bara búin að heyra að það sé eitt flottasta kyssi-atriði í myndinn sem sést hefur í kvikmyndum og að vinur Spidermans sé voðalega sætur. Þannig að I must see!!! Og hver veit nema að maður fari svo á Spiderman 2 á föstudaginn.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Uhuhuuuu var búin að skrifa smá texta og þá bara púffs, allt farið. Það var rekist í innstungu og hún er svo léleg að tölvan dó.

Þannig að ég segir bara; á laugardaginn fór ég í Borganes og kíkti svo í sveitina rétt fyrir utan Borganes. Fór svo að djamma um kvöldið með Svövu, Hildi systur og Hildi P. Við byrjuðum á því að éta yfir okkur á American style og svo fórum við heim til Hildar P og enduðum á Hverfis :)

Svo var sunnudagurinn tekinn í leti og að vera bílstjóri fyrir Hildi og Ragnheiði þegar þær fóru og komu af Metalica tónleikunum.

Svo var líka verið að opna Krónubúð rétt heima hjá mér á föstudaginn og þvílíka og slíka geðveiki sem var þar. Veit ekki hvort að fólk hafi ekki verið að fatta að það eru til alveg nokkrar svona Krónubúðir á höfuðborgarsvæðinu.

Seinna.....