Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, október 23, 2004

Kíkti í IKEA í gær með Sigurveigu og Heiðu Björgu, samt er ekki hægt að segja kíkja því að ég var þar inni örugglega í einn og hálfa tíma. Það er svo gaman að skoða þarna, kominn heill hellingur af jólaskrauti og maður getur ekki annað en skoðað það.
Í dag fór ég svo í skólann að vinna í einu hópaverkefni, ótrúlegt hvað verður lítið úr verki þegar margir eru saman í hóp. En þetta var fínt, skiptum bara niður á okkur verkum og svo ætlum við að hittast aftur á morgun, jibbí :S
Eftir skóla fór ég svo á leikinn ÍR - Val, maður bjóst alveg við mjög svo spennandi leik og maður fékk hann líka. En vá hvað ég varð pirruð þegar líða fór á seinnihluta leiksins, þá hefðu, að mínu mati, dómararnir bara getað verið í Valstreyju og dæmt leikinn þannig því að nánast ölla dómgæslan var Valsmönnum í hag. Svo fóru þeir alveg með það í endann þegar þeir dæmdu ruðning á eitthvað sem var svo augljóslega ekki ruðningur........ ÍR tapaði sem sagt :(

En svo er spurning hvort að maður farin eitthvað að læra í kvöld eða vakni bara snemma á morgun.

Ein pirruð eða kannski bara tapsár!!!!!!!!

fimmtudagur, október 21, 2004

Ég er sko engann veginn ánægð með Skjá 1. Í gær var ég tilbúin að fara að horfa á americans next en nei þá var bara gamall þáttur. Mér finnst þeir alltaf vera að gera þessi mistök. Það er ekki eins og hver þáttur sé ekki endursýndur nógu oft!!!
En ég varð aðeins sáttari seinna um kvöldið þegar ég datt inná stöð 2, því að þar var þáttur um hann Willa minn. Eða ekki þáttur þetta var mynd um gæjann, MJÖG GOTT :)


Svo er ég búin að vera að velta textum í lögum fyrir mér. Þessir textar verða alltaf fáranlegri og fáranlegri með árunum sem líða. Eða dónalegri!! Einmitt eitt sætt gamalt lag sem er núna í spilun og búið er að breyta textanum sem ég er ekki sátt við. Það er lagið; Honey, dudududurudu, oh suger, suger, you are my candy girl, and you´ve got me wanting you.............. En í dag er það: Honey, dudududurudu I got al lot of money, dudududurudu, would you be my nasty girl, lalalala. Þetta er bara rugl. Verið að skemma gott lag. Uussss hver stendur fyrir þessu???

þriðjudagur, október 19, 2004

Helgin

Já það er bara strax kominn þriðjudagur, vá.
Fór á white chick á föstudaginn, hún var hin ágætis skemmtun en ég mæli bara með að fólk fari og sjái hana á spólu (DVD).
Tja á laugardaginn afrekaði ég að horfa á tvo handboltaleiki í sjónvarpinu :) Og ég var mjög sátt eftir seinni leikinn þar sem mínir menn unnu. Glæsilegt. Svo um kvöldið fór ég bara snemma að sofa eins og vanalega.
Á sunnudaginn átti pabbi svo afmæli, og ég, Berglind, fór í Kringluna og keypti mér glös sem sagt örugglega fyrsta skiptið sem ég hef keypt mér eitthvað sem ég get tekið með mér ef ég flyt einhver tíman að heiman. En þetta voru engin venjuleg glös, nei, nei, þetta voru svona kokteilglös sem ég er búin að skíra, Sex and the city glös :) Það versta er að ég kann ekki að búa til kokteil þannig að þau verða örugglega meira svona upp á punt :)
Já svo á sunnudaginn horfði ég að þáttinn með Mr. Trump og þar var ein gellan rekin því að hún hafi einu sinni átt að vera geðveik eða eitthvað svoleiðis. Ég sá ekki þann þátt en er hægt að reka manneskju því að hún fékk eitthvað stundarbrjálaði?? Mér fannst hann frekar ósanngjarn því að hann spurði allar hinar stelpurnar sem voru með henni í liði hvernig hún væri og þær voru allar sammála því að hún væri geðveik. Auðvitað segja þær það því að þær vildu allar losana við hana og engin af þeim vildi fara. Mér fannst þetta bara frekar ósanngjarnt.

Jæja þar er spurning um að fara að læra.

fimmtudagur, október 14, 2004

Loksins, loksins!!!

Jæja mér tókst að gera það sem ég er búin að reyna að gera í nokkurn tíma. Já það er að setja inn mynd á bloggið sjálft. Víííí hvað ég er ánægð :)

En já myndin var tekin út í Flatey á Skjálfanda þegar ég var svona 7 ára. Hreiðar frændi skannaði þessa mynd inn og send mér. Veit ekki alveg hvort að systir mín og frændur mínir verða ánægðir með það að ég hafi sett þessa mynd inn en ég vona bara að þau fyrirgefi mér :) Þetta var allt gert í tilraunarskyni. En takið eftir því hvað ég er í flottum galla. Allir í ÍR galla nema ég :( Nei, nei ég fæ bara að vera í flottum fjólubláum og skræpóttum galla.


Flatey Posted by Hello

miðvikudagur, október 13, 2004

Þá er maður loksins búinn að mæta á sína fyrstu handboltaæfingu hjá oldgirls í Aftureldingu (utandeildin), þetta er samt ekki mikið oldgirls þar sem ég er með þeim elstu á staðnum. Ég þorði ekki öðru en að mæta þar sem Ingibjörg var farin að stokka mig á msn ;)
Og vá hvað allt þol er farið hjá mér, ég er greinilega ekki að viðhalda neinu þoli í þessari blessuðu líkamsrækt. Ég var sko sprungin eftir 5 mínútna spil en maður hélt nú samt áfram. Þegar ég kom heim var ég rauðflekkótt í framan , mjög sæt, og kálfarnir á mér voru svo stífir að þegar ég gekk upp og niður stigann heima þá hélt ég að þeir myndi springa. En þá er málið að koma sér bara í betra form. Það væri annars fínt að byrja að mæta þarna, ekki nema einu sinni í viku og svo er eitthvað keppt. Bara gaman til þess að geta kastað bolta svona einu sinni og einu sinni.

Jæja best að fara að læra.

þriðjudagur, október 12, 2004

Stundum vildi ég óska þess að það væri alltaf mánudagur, þó svo að mánudagar eru oftast leiðinlegastir, því að þá væri One Tree Hill á hverjum degi. Þessi þáttur er alveg í uppáhaldi hjá mér þessa dagana.

Vildi bara deila því með ykkur :)

sunnudagur, október 10, 2004

Ein helgin á enda. Ég lærði nú samt meira þessa helgin en hina þannig að ég get verið nokkuð sátt við það :)
Það heppnaðist vel að fara með litlu frænku á leikinn, henni fannst bara gaman. En við sáum svo sem ekki mikið af honum. Þeir unnu og það var aðalmálið.
Eftir handboltaleikinn voru teknar spólur og keyptur ís. Já við byrjuðum að horfa á Öskubusku 2 og þegar ég ætlaði svo að horfa á spóluna sem ég valdi þá steinsofnaði ég.

Laugardagurinn fór í það að lesa 2 kafla í einni bók og það tók nú næstum allan daginn svo fór maður bara snemma að sofa þar sem maður var alveg eftir sig að hafa náða að lesa svona mikið :)

Svo í dag er ég búin að fara að skúra, fara í rpm og lesa smá. Svo ákvað ég að horfa á myndina Cold Mountain með honum Jude Law ( hljómar eins og ég hafi verið að horfa á myndina með honum, það hefði ekki verið svo slæmt :)). Mjög góð mynd en mér fannst hún ekkert smá löng. Og reyndar var frekar mikið af blóði í þessari mynd :s En ég væri nú ekkert á móti því að hafa eitt stykki Jude Law sem myndi bíða mín heima á hverjum degi. Þá væri lífið aldrei amalegt ;)
Skaust svo áðan til Berglindar og Atla að fá smá álit á könnunn sem ég er að fara að framkvæma.

Heyrðu já svo er mar bara í hættu hérna í hverfinu, bara brjálaðar spendýraætur á vappi. Það er náttúrulega ekki nógu gott :/

Vííí svo má ég ná í miðana mína á myndina White Chicks á morgun. Vann miða á þessa mynd án þess að hafa tekið þátt í einhverjum leik. Það er alltaf jafn gaman að vinna svona án þess að hafa þurft að ómaka sig. Ekki það að það gerist eitthvað oft eða jafnvel einhvern tíma enn....
Já svolítið fyndið við þessa mynd þegar það var byrjað að auglýsa hana þá heyrði ég alltaf í útvarpinu í bílnum mínum að myndin héti White Shit og ég var alveg yfir mig hneyksluð að einhver skuli nefna bíómynd þessu nafni. En Hildur leiðrétti þetta. Það er greinilega ekki nóg að ég sé hálf blind ég er hálf heyrnalaus líka, uussss!!!

En jæja það er komin tími til þess að koma sér í háttinn.

ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ

föstudagur, október 08, 2004

Skrítið þetta blogg. Ég skrifaði á mánudaginn heilan helling og það fór ekki á síðuna, þannig að ég ákvað að mótmæla og blogga ekkert í einhvern tíma. En hvað gerist svo, jú ég fer inná bloggerinn og þá er bara allt bloggið þar en ekki á síðunni. Furðulegt!!! Og þar var ekki bara eitt stykki blogg, nei,nei bara alveg full og ég þurfti að byrja að eyða því út. Maður getur sem sagt treyst þessum blogger :s

Það er allt að gerast í skólanum núna. Það er ótrúlegt með þessa kennara að það er alltaf svo lítið að gera í byrjun annarinnar en svo er henda kennararnir stórum verkefninum í mann á sama tíma. Ótrúlegt!

Það er bjórkvöld í skólanum í kvöld. Eða karókíkvöld. Finnst það frekar asnalegt, það ætti bara að vera bjórkvöld, púnktur. Það er ekkert leiðinlegra en að vera á svona karókíkvöldi þar sem alltaf þeir sömu fara og syngja og hinir sem taka ekki þátt þurfa að hlusta á þessa líka góðu "söngvara" allt kvöldið. En ég fer mjög sennilega ekki, er bara að fara að passa litlu frænku í kvöld, það eru allir að fara að gera eitthvað nema ég :( (snökt, snökt) Mig langar nú samt að fara að djamma, það er orðið svolítið langt síðan að ég djammaði seinast.

Já ég hugsa að ég dragi bara hana litlu frænku með mér á handbolta leik í kvöld. ÍR er að fá Víking í heimsókn og ég er ekki búin að sjá ÍR spila á þessu tímabili. Mig langar að sjá breytingarnar á liðinu.

mánudagur, október 04, 2004

Vá hvað þessi helgi er búin að vera fljót að líða og ég ekki búin að læra neitt. Ætlaði að vera svo dugleg að læra en nei það klikkaði eitthvað.

Helgin var samt svo róleg. Fór til Herdísar á föstudaginn að horfa á Idol.

Á laugadaginn fór ég í göngutúr og var í verslunum nánast allan daginn. Fyndið hvað maður getur orðið þreyttur á því að þvælast í búðum. Um kvöldið horfði ég svo á eina leiðinlegustu mynd sem ég hef á ævinni séð. Stelpurnar tóku hana bara því að einn sætur leikari var í henni. Og hann sagði svona c.a. þrjár setningar í allri myndinni. Þetta var einhver balletmynd og það var allaf verið að sýna einhver ballet atriði. Og svo tók ekkert betra við, þegar næsta mynd var sett í. Veit ekki alveg um hvað sú mynd var því að ég steinsofnaði yfir henni :)

Á sunnudaginn var svo farið að skúra ( ég er farin að venja mig á að skúra á seinasta degi, ekki gott mál) og þaðan var farið í spinning. Og núna er mér illt í rassinum, ef þið vilduð fá að vita það :) Svo héldu búðarferðirnar áfram í gær dag. Og allt það sem ég ætlaði að kaupa mér var ekki til. Hvernig stendur á þessu, loksins þegar ég er búin að ákveða mig í að eyða þá er bara ekkert til!!! Fór svo á myndina Brennibolti (ætla ekki að reyna að skrifa þetta á ensku) í gær og hún er bara frekar fyndin. Reyndar var eitthvað fólk að reyna að stela sætunum okkar en Hildur og Ragnheiður redduðu því. Svo þegar þær voru búnar að redda því þá kom ég og settist í sætið mitt :)

Núna er ég bara að bíða eftir Sveinbjörgu því að við ætlum að reyna að gera eitthvað í þessu blessaða lokaverkefni okkar. En ég skemmti mér bara á meðan að hlusta á Heiðu Björg frænku syngja jólalög með geisladisknum sem amma hennar og afi gáfu henni í gær. Er nefnilega að passa hana. Mjög skemmtilegt, það er aldrei of snemmt að byrja að syngja jólalög :)

föstudagur, október 01, 2004

Konukvöldið var bara hin ágætis skemmtun. Það var boðið upp á hina ýmsu hluti. En við náðum ekki að fá allt það sem var í boð því að við vorum svo uppteknar að því að finna okkur borð. Og ó mæ good. Frænka mín hringdi í mig og sagði mér að leggja tímanlega af stað. Ég bara ok, við verðum bara komnar þanngað um hálf átta og guð minn góður. Fjöldinn sem var þarna, við enduðum einhverstarðar frekar aftarlega í röðinni sem var svo á endanum bara nokkuð framarlega. Já við fengum að vísu borð en á stað þar sem maður sá ekki á sviðið. Mér fannst einn galli, það var gefið of mikið af miðum á þetta. Þeir sem sátu fyrir aftan okkur voru ekki lengi þarna, sem ég skil vel því að maður nennir varla að vera þarna og sjá ekki neitt.
Svo var kosinn kynþokkafylsti maðurinn. Ekki var ég ánægð með þau úrslit. Allavega hefði ég ekki valið hann. Minnir að hann heitir Þorvaldur. En ég meina sem betur fer eru ekki allir með eins smekk :)

Við fengum Vikuna gefins í gær og ég fór svona að glugga í hana þarna. Og þar var lítil grein um hjónaband:

Þú lifir lengur ef þú gengur í hjónaband

Það getur verið jafnhættulegt að vera einhleypur og að reykja, að því er niðurstöður nýrrar, breskrar rannsóknar sýna. Hjónabandið heldur lífinu í þér og áhrifin eru reyndar athyglisverð. Prófessorinn Andrew Oswald, sem stjórnaði rannsókninni, segir í viðtali við breska blaðið The Independent að dánartíðnin meðal ógiftra sé jafnhá og hjá reykingarmönnum. Fólk sem er einhleypt, borðar ekki nógu heilsusamlegt fæði, hreyfir sig minna, vinna af mikið og drekka af mikið áfengi.


Ég ungfrúin sem er gjörsamlega á móti reykingum og hélt að ég væri alveg rosa healty og þar sem ég reyki ekki ætti ég af lifa góðu og löngu lífi, en neiiiii eftir að hafa lesið þennan pistil þá er ég víst ekkert betur sett en þeir sem reykja. Ég verð bara að halda K.J. um reykingar þanngað til ég verð búin að gifta mig!!!!!