Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, mars 22, 2003

Já búnar að skila áfangaskýrslu 1 í lokaverkefninu, skiluðum henni í gær. En það er svo sem ekkert að hrópa húrra fyrir því að það tekur bara önnur áfangaskýrsla við. Svo er bara endalaust að gera í skólanum, endalaus verkefnaskil. Hvað er þetta með þessa kennara, þurfa allir að hafa verkefni á sama tíma????
Ég kíkti með bekkjarfélögunum í partý í gær til hans Harðar. Það var bara ágætis stemmning þar og svo keyrði ég hluta af liðinu niður í bæ og kíkti aðeins inn á Astró. Ég fór svo að sækja Hildi systur í vinnuna um hálf 12 og fór svo bara heim að sofa.
Berglind Bára var að skemmta sér í gær og þegar að ég var að tala við hana þá var hún á Gauknum. Hún sagðist vera að býða eftir að búrið kæmi svo að hún gæti slegið gogo dansgellurnar sem að voru eitthvað að dilla sér á sviðinu út. Berglind er þetta kannski bara framtíðar starfið??? Á ekki bara að leggja bækurnar á hilluna og hætta í lögfræðinni?? Hehehehe!!!

Ég vaknaði bara snemma í morgun og fór að skúra, jibbí, gaman það. Svo var það bara að drífa sig upp í skóla að hitta einn af hópunum mínum og klára eitt verkefni. Þaðan var farið að horfa á Fylkir / ÍR vs. Valur. Get ekki sagt að þetta hafi verið skemmtilegur leikur eða á nokkurn hátt verið spennandi. Við sem sagt töpuðum en það var í lagi því að KA/ Þór tapaði líka og það gerir það að verkum að við komumst í átta liða úrslitin, Frábært!!!!!
Í kvöld er ég ekki að fara að gera neitt nema að liggja í leti og horfa á sjónvarpið!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home