Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, apríl 27, 2003

Ég skellti mér á þenna líka svakalega skemmtilega leik í dag. ÍR-Valur og auðvitað unnu ÍR-ingarnir. Ég var samt ekki viss um að þeir myndu vinna en þeir gerðu það og ég segi bara
TIL HAMINGJU STRÁKAR. Það var gríðarleg stemmning á leiknum og mikil spenna sérstaklega í endann þar sem að sigurmarkið kom þegar að um 3 sek. voru eftir. En það er eitt atriði í leiknum sem að ég var ekki að fatta. Það var þegar að dómarinn gaf að ég held þjálfara Vals rauða spjaldið og svo allt í einu djók, hann bara hætti við það. Ég meina er það hægt, bara allt í einu að hætta við að dæma það sem að dómarinn var búinn að dæma??????? Bara spyr.

Og í gær ákvað ég að fara til Gunnars í grillveisluna því að ég var alveg á áætluninni minni. Ég ætlaði bara að vera í smá stund, vera komin heim og byrjuð að læra aftur klukkan níu en það breyttist eitthvað. Var komin heim um tólkf, úpppsss. Það er alltaf svona þegar að maður er búinn að plana að vera stutt þá endar maður alltaf að vera miklu lengur.

En já ég ætla að reyna að læra smá og fara svo að sofa.
Góða nótt :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home