Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, apríl 14, 2003

Það er búið að vera mikið um að vera þessa helgi.
Á föstudagskvöldið fór ég í afmæli til Bjarka sem er kærasti Írisar vinkonu og ég ætlaði ekki að vera lengi en ég var til um hálf 3, það var bara mjög fínt þar.

Óvissuferðin!!!
Á laugardaginn var svo óvissuferð með handboltanum og sóttu hinir unglingarnir mig rétt fyrir tvö því að við áttu að vera mætt hjá Vífilstaðarspítala klukkan tvö. Þegar þangað var komið var okkur splittað upp og búinar voru til fjölskyldur, ég var í Adams-fjölskyldunni. Hanna Bára var pabbinn, Jenný mamman og Andrea smábarnið.

Við byrjuðum á því að fara niður í Smára þar sem keppt var í spjótkasti. Næst var farið þar sem að nautið krafsar í sandinn (Nauthólsvík), þaðan var haldið niður á Austurvelli þar sem keppt var í pokahlaupi. Svo fórum við heim til Baddýar og horfðum á ferkar leiðinlegan handbolta leik og fórum svo í skíðaskálann í Hveradölum þar sem við fórum í kíló. Eftir kílóið var svo farið á áfangastað sem var mitt á milli Selfossar og Hveragerðis.

Þar var farið í pottinn, borðað grillaðar pulsur, drukkið smá og farið í ratleik. Ég er sko viss um að liðið mitt hefði unnið ef að við hefði ekki endalaust fengið 1 á teninginn :o( En þar var ein spurning sem að við misskildum aðeins. Þrautin var svona: Syngið eitt lag enn í moll. Og við vorum svo mikið að flýta okkur að við vorum alveg: Hvaða lag er eiginlega enn í moll???? En ég og Andrea vorum ekki lengi að redda því við ákváðum bara að syngja: Enn í moll, enn í moll, enn í, enn í, enn í moll. Og þegar að við vorum að syngja þetta flotta lag horfðu dómararnir eitthvað furðulega á okkur og spurðu okkur hvað við værum nú að syngja. En þrátt fyrir þennan misskilning þá fengum við stig. Svo í annari þraut þá áttum við að láta dómarana fara að hlæja, á meðan Hanna hoppaði um eins og api var Andrea ekki lengi að snúa sér við og múna á dómarana, það virkaði svona vel að við fengum að fara á næsta stað. Andrea þú er snillingur!!!!!!

Svo voru það skemmtiatriðin sem að dómararnir voru með og svo áttum við að koma með skemmtiatriði sem var lag. Við sem sagt notuðum lagið við Eitt lag enn og var textinn svo hljóðandi:

Einn sigurinn enn
og áfram höldum við nú,
við skorum mörkin hérna Fylkir/ ÍR.


Eitt mark enn
og áfram bætum við við,
og við keyrum á þær þar til Gunni segir nóg


Við vinnum hvern sem er.
Já, sama hver hann er.
Látum töfra boltans taka af okkur völd.............


Einn sigurinn einn
og Tinna verður ein fúl,
og Erna tekur markið milli stanganna.


Eitt mark enn
og titill færist nú nær,
því við erum með svo afskaplega fallegar tær.


Sem sagt flottur texti!!!! En samt var textinn og söngurinn að mig minnir hjá The Osborns flottastur að mínu mati. Svo var bara djammað fram eftir nóttu en sumir fóru fyrr en aðrir að sofa :o) Já ferðin var sem sagt alveg frábær. Baddý, Erna og Sibba eiga hrós skilið fyrir að hafa planað þessa ferð.

Á sunnudaginn þegar maður kom heim var bara strax farið út í skóla að vinna verkefni. En svo um kvöldið var það bara vídeó kvöld með Guðnýju, Hildi, Hildi og Benedikt litla. Það var mjög fínt og fengum við okkur American style hamborgara, ummmmmm.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home