Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, apríl 21, 2003

Nú er maður búin að borða yfir sig. Er langt komin með að borða páskaeggið mitt. Þar sem að ég er ekki neitt dekruð þá keypti ég bara páskaegg handa mér númer 4. Maður verður nú að fá páskaegg á páskunum, það finnst mér allavega það er líka svo gaman að sjá hvað stendur á málshættinum sem maður fær. En núna er greinilega verið að segja mér eitthvað, því að á mínum málshætti stóð: Fyrri er næring en fullur magi. Ég á sem sagt að borða minna :o(

Í gær ætlaði ég að vera svo dugleg og fara að læra, eða frekar svona að fara að skipuleggja mig fyrir prófin en nei þá sá Berglind myndir og hugsaði með sér hvað það væri nú sniðugt að setja myndirnar sínar í myndaalbúmin sem að hún keypti sér fyrir um einu og hálfu ári síðan. Ég fór sem sagt í það og raðaði öllu eftir tímaröð ( þanngað til að ég var búin að raða öllum myndunum inn og komin með 2 heil albúm þegar að ég fattaði að ég gleymdi nokkrum myndum og þá var þetta ekki eins flott hjá mér). Ótrúlegt hvað maður getur alltaf fundið sér eitthvað annað að gera þegar maður ætlar að fara að læra undir próf.

Berglind Bára var að fræða mig um það í gær að það væri rottufaraldur niðri í bæ þar sem verið er að grafa upp á Laugarveginum. Við vorum þar rétt hjá í gær og ég fór mikið að pæla í því hvað ég myndi gera ef að ein rottufjölskyldan myndi mæta mér. Það er spurning hvort að maður myndi bara ekki hlaupa eins og fætur toguðu og gara eins og ég veit ekki hvað. Ég myndi alla vega ekki vera lengi á sama stað. Þetta eru ógeðsleg kvikindi og STÓR hættuleg.

Fyndið áðan fór ég með systur minni og litlu frænku í Blómaval og við vorum bara eitthvað að skoða. Svo þegar að við förum út þá segir Heiða Björg (litla frænka mín) við einhverja konu sem er í sakleysi sínu að setja einhverja plöntu inn í bílinn hjá sér: Hún segir eitthvað í áttina við þetta: Rosalega ertu mikil skvísa. Og greyið konan verður eins og asni í framan og segir já finnst þér þetta ekki fínt!!! Það sem vellur upp úr þessu barni stundum!!!!!!!

En núna ætla ég að skella mér á línuskauta í Nauthólsvíkinni. Maður verður að fara að æfa sig fyrir sumarið svo maður verður flottur þegar flest allir fara á línuskauta, hehehe.

Já hún Hanna Laufey er 22 ára í dag. Ég sendi þér afmæliskveðjur til Noregs. Til hamingju með afmælið Hanna mín, kossar og knússsssssssss.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home