Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Það var bara svaka fjör í tíma í dag. Það voru bara allir að tjá sig. Og "skemmtilega konan" fór bara á kostum, það lá við að hún hefði getað tekið við kennslunni. En verið var að ræða um neytendahegðun. Flest öllum konunum sem erum með mér í tíma voru á því að það væru nú konurnar sem að gerðu flest á heimilinu í sambandinu. En þar sem ég bý bara á hótel mömmu þá ákvað ég að láta ekkert í mér heyra. Ekki það ég segi svo sem aldrei neitt í tímum. Eða alla vega ekki yfir allan bekkinn :o) Svo var einhver kona sem vildi endilega hrósa strákum í dag fyrir það hvað þeir séu duglegir við það að taka þátt í heimilisstörfunum miðað við það að hafa alist upp við það að mamman sæi um allt svoleiðis. Ekki var ég nú sammála henni í því, því að mér finnst ekkert sjálfsagðara en að kallinn hjálpi til við heima. Alla vega nú á dögum því að konan og kallinn vinna álíka mikið úti.
En nóg um þetta hvor er betri karlar eða konur, ég er farin að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home