Ég fór í vísindaferð í Orkuveitu Reykjavíkur í gær klukkan 16.00. Það var alveg fínt þar en ég hef samt farið í þær skemmtilegri. Svo næst var ferðinni heitið heim til hans Sveinbjörns en áður en við fórum þangað var beðið rútuna um að kom við í Heiðrúnu. Frekar fyndið heil rúta að stoppa í Heiðrúnu en það voru allir voðalega fljótir að kaupa sitt vín. Heima hjá Sveinbirni komu svo flest allir strákanir sér vel fyrir og fóru að horfa á fótbolta leik. Man.- Arsenal. Og voru sumir alveg að snappa þegar að boltinn fór eitthvað smá nálægt markinu. Við pöntuðum pissu og svo voru einhverjir strákar að þykjast vera sterkir og ætluðu í slag. Þá fórum við nokkrar bara í bæinn og keyptum okkur einn öllara. Svo klukkan 22.00 var það Kaupfélagið þar sem að ungir framsóknarmenn buðu upp á veitingar, hittum við allt liði þar aftur. Svo fórum við á Sólon og stigum "trylltan dans". Svo var meira að segja gestur sem kom og söng á Sólon, það var enginn annar en hann Herbert, jibbí hann er uppáhaldið mitt ;o). Svo fór ég bara heim klukkan 3 og er nokkuð stollt af mér að hafa endst svona lengi.
Ég var að skoða myndir hjá Kristínu og á visku frá því á grímuballinu og ég verð að segja að Kristín og Helga tóku sig bara nokkuð vel út sem slutty hjúkka og slutty fiskvinslukona. Svo fór ég að skoða fleiri myndir og rakst á þessa hér. Mér fannst ég eitthvað kannast við þessa manneskju og komst svo að því að þetta er hún Baddý. Baddý þú tekur þig vel út sem Austin Powers!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home