Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Búin að skila öllum verkefnunum nema einu þvílíkur léttir!!! Við þurftum allavega ekki að vera í skólanum í alla nótt eins og nokkrir hópar. Ég hefði sko aldrei meikað það, ég þarf á mínum prinsessu svefni að halda.

Ég skellti mér í heimsókn til Berglindar og Atla í gær. Eftir að hafa kjaftað í meira en klukkutíma þá ákváðum við að fara og taka okkur spólu og kaupa okkur ís. Ísinn var mjög góður en ég get ekki sagt það sama um spóluna sem var valin. Atli fann þessa ”fínu” mynd sem hét að mig minnir Rock’n roll highschool (held að þetta sé skrifað svona). Já myndin var frá árinu 1980 og fjallaði um það að einhver stelpa vildi endilega hitta einhverja hljómsveitgæja til að láta þá fá texta sem hún hefði samið. Sem sagt klassa mynd, hehehe!!!!
Svo í dag þá er maður að fara að skella sér í vísindaferð hjá Orkuveitunni!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home