Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Nú er skutlan komin aftur á götur borgarinnar. Pabbi lagaði bílinn minn í gær og þvílíkur munur. Þarf ekki að biðja um far eða láta einhvern keyra mig í skólann. Hvað þá að sækja mig. Ég spyr bara hvernig komst ég af án bíls þegar að ég var ekki búin að kaupa þennan. Þetta er alveg ferlegt eftir að maður fékk bílpróf, sem eru orðin nokkur ár síðan, þá gengur maður ekki neitt. Ég fer meira að segja á bílnum út í sjoppu og hún er næsta hús við mig. Alveg ferlegt. Ekki það ég fer náttúrulega MJÖG sjaldan út í sjoppu :o)
Eina skemmtun mín við það að fara að skúra er að ég get sungið hástöfum í bílnum án þess að einhver bendi mér pent á það að það væri nú bara sniðugt fyrir mig að þegja bara. En allavega þá er útvarpið ekki komið í lag, það datt út þegar að allt datt út í bílnum mínum og ég þarf víst að setja einhvert code inn til að það heyrist eitthvað í því. Hummm þá er bara að finna hann.
En ég ætla núna að fara og hvetja stelpurnar í unglingaflokknum þær eru að keppa í framheimilinu klukkan 19.45 ef einhver vill kíkja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home