Og áfram held ég að vera óheppin!!!!
En Auður Marteinsdóttir á afmæli í dag. Til hamingju Auður.
Ég skellti mér á þenna líka svakalega skemmtilega leik í dag. ÍR-Valur og auðvitað unnu ÍR-ingarnir. Ég var samt ekki viss um að þeir myndu vinna en þeir gerðu það og ég segi bara
Ég er alltaf jafn óheppin
Gleðilegt sumar allir!!!!!
Nú er maður búin að borða yfir sig. Er langt komin með að borða páskaeggið mitt. Þar sem að ég er ekki neitt dekruð þá keypti ég bara páskaegg handa mér númer 4. Maður verður nú að fá páskaegg á páskunum, það finnst mér allavega það er líka svo gaman að sjá hvað stendur á málshættinum sem maður fær. En núna er greinilega verið að segja mér eitthvað, því að á mínum málshætti stóð: Fyrri er næring en fullur magi. Ég á sem sagt að borða minna :o(
Var að koma úr afmælisveislu hjá honum Gunnari Geir. Hann er orðinn 22 ára. Gunnar til hamingju með afmælið!!!!
Ég fór í vísindaferð í Orkuveitu Reykjavíkur í gær klukkan 16.00. Það var alveg fínt þar en ég hef samt farið í þær skemmtilegri. Svo næst var ferðinni heitið heim til hans Sveinbjörns en áður en við fórum þangað var beðið rútuna um að kom við í Heiðrúnu. Frekar fyndið heil rúta að stoppa í Heiðrúnu en það voru allir voðalega fljótir að kaupa sitt vín. Heima hjá Sveinbirni komu svo flest allir strákanir sér vel fyrir og fóru að horfa á fótbolta leik. Man.- Arsenal. Og voru sumir alveg að snappa þegar að boltinn fór eitthvað smá nálægt markinu. Við pöntuðum pissu og svo voru einhverjir strákar að þykjast vera sterkir og ætluðu í slag. Þá fórum við nokkrar bara í bæinn og keyptum okkur einn öllara. Svo klukkan 22.00 var það Kaupfélagið þar sem að ungir framsóknarmenn buðu upp á veitingar, hittum við allt liði þar aftur. Svo fórum við á Sólon og stigum "trylltan dans". Svo var meira að segja gestur sem kom og söng á Sólon, það var enginn annar en hann Herbert, jibbí hann er uppáhaldið mitt ;o). Svo fór ég bara heim klukkan 3 og er nokkuð stollt af mér að hafa endst svona lengi.
Búin að skila öllum verkefnunum nema einu þvílíkur léttir!!! Við þurftum allavega ekki að vera í skólanum í alla nótt eins og nokkrir hópar. Ég hefði sko aldrei meikað það, ég þarf á mínum prinsessu svefni að halda.
Það er búið að vera mikið um að vera þessa helgi.
Púff ég er að fara að halda fyrirlestur eftir um það bil klukkustund og ég er gjörsamlega að farast úr stressi. Ekki gaman það!!!!!
Ég skil ekki hvernig fólk getur reykt inná skrifstofunni sinni og verið bara í þessari þvílíkt ógeðslegu fýlu allan daginn. Ojjj, ojjj, ojjj og aftur ojjj!!! Nefninlega þar sem að ég er að skúra er skrifstofa og maðurinn sem er í henni reykir þar inni. Það er ekkert smá ógeðlegt. Maður þarf sko að draga djúpt inn andann og hlaupa þar inn til að taka ruslið. En svo versnar málið þegar að ég þarf að skúra þar inni, það tekur aðeins meiri tíma. Ég get bara ekki ímyndað mér það hvernig maðurinn getur verið þarna inni allan daginn. Líka það hvað það hlýtur að vera vond lykt af honum. Mér finnst ég anga öll af sykarettufýlu þegar að ég tek sprettinn þarna inn og svo strax út aftur. Ekki það ég hélt að það væri bannað að reykja þarna.
Skellti mér á handbolta leikinn í gær og er bara nokkuð sátt. En það er maður auðvitað alltaf þegar að liðið sem maður heldur með vinnur. Flott hjá strákunum!!!! Vei!!!
Dagurinn í dag er búinn að vera svolítið stress. Endalaust af verkefnum sem þarf að gera og skila eigi síður en 16. apríl. Svo má ekki gleyma viðskiptaráætluninni sem að við eigum að vera búin með á fimmtudaginn og að flytja hana á föstudaginn. Mig fór að kvíða fyrir því í seinustu viku. Ekki gaman að því og ekki er það verkefni að ganga neitt alltof vel.
Þessi helgi er búin að vera frekar róleg. Bara búin að fara upp í skóla og svo hanga heima á kvöldin og horfa á imbann.
Nú er skutlan komin aftur á götur borgarinnar. Pabbi lagaði bílinn minn í gær og þvílíkur munur. Þarf ekki að biðja um far eða láta einhvern keyra mig í skólann. Hvað þá að sækja mig. Ég spyr bara hvernig komst ég af án bíls þegar að ég var ekki búin að kaupa þennan. Þetta er alveg ferlegt eftir að maður fékk bílpróf, sem eru orðin nokkur ár síðan, þá gengur maður ekki neitt. Ég fer meira að segja á bílnum út í sjoppu og hún er næsta hús við mig. Alveg ferlegt. Ekki það ég fer náttúrulega MJÖG sjaldan út í sjoppu :o)
Það var bara svaka fjör í tíma í dag. Það voru bara allir að tjá sig. Og "skemmtilega konan" fór bara á kostum, það lá við að hún hefði getað tekið við kennslunni. En verið var að ræða um neytendahegðun. Flest öllum konunum sem erum með mér í tíma voru á því að það væru nú konurnar sem að gerðu flest á heimilinu í sambandinu. En þar sem ég bý bara á hótel mömmu þá ákvað ég að láta ekkert í mér heyra. Ekki það ég segi svo sem aldrei neitt í tímum. Eða alla vega ekki yfir allan bekkinn :o) Svo var einhver kona sem vildi endilega hrósa strákum í dag fyrir það hvað þeir séu duglegir við það að taka þátt í heimilisstörfunum miðað við það að hafa alist upp við það að mamman sæi um allt svoleiðis. Ekki var ég nú sammála henni í því, því að mér finnst ekkert sjálfsagðara en að kallinn hjálpi til við heima. Alla vega nú á dögum því að konan og kallinn vinna álíka mikið úti.
Já, já við vorum að keppa við ÍBV áðan og við gáfum sko ekkert eftir. Frábær leikur í alla staði. Staðan í hálfleik var að mig minnir 11-13 fyrir þeim en þess má geta að við vorum þrem mörkum yfir þegar að um 10 mín. voru eftir af fyrri hálfleik. En leikurinn endaði 23-28 fyrir ÍBV! Góður endir á keppnis tímabilinu.