Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, maí 27, 2003

Það er nú orðið svolítið síðan að ég bloggaði. Er svo sem ekki búin að vera að gera margt.

En ég skellti mér á djammið á laugardaginn og get ekki sagt annað en að ég hafi skemmt mér bara ágætlega á evróvisión kvöldinu. Fór til Herdísar og var þar með fullt af fólki sem ég þekkti bara ekki neitt en samt mjög gaman. En hvað var málið með að fá leigubíl niður í bæ. Ég ætlaði niður í bæ og fór niður í bæ þó að seint hafi verið. Hefur víst ekki verið svona mikið að gera hjá leigubílstjórunum síðan einhvern tíman á menningarnótt í denn :o) En það var mjög gaman niðrí bæ fyrir utan einhver fáranleg skot sem ég fékk frá einum aðila en það er allt í gúddi núna.

Já Berglind þú sóðst þig ekki nógu vel að fá stig frá spánverjunum þarna úti. Veit ekki betur en það var Island zero points frá Spáni. Gekk sem sagt áætlunin ekki upp hjá þér??

En má ekki gleyma, stærsta systir á afmæli í dag ekki nema 26 ára. Til hamingju með daginn Sigurveig mín :o)

miðvikudagur, maí 21, 2003

Þá er maður búin að henda inn áfangaskýrslu 2 í lokaverkefninu, gerðum það í gær og nú er bara að bíða eftir því hvort að við þurfum að bæta við eða laga. Vonandi ekki.

Svo fór ég í vinnuna í morgun og þurfti að fara með bíl upp eftir. Og það var búið að setja einhver rata í bílinn þannig að þegar að ég starta bílnum þá sjá þér hvað ég fer hratt og hvernig ég fer af stað og allt svoleiðis. Það sögðu þeir alla vega við mig!!! Ekki alveg nógu sátt með þetta, finnst þetta vera frekar miklar persónu njósnir, hehe. En það er allt í lagi því að ég verð sennilega ekkert á þessum bíl í sumar, heldur verð ég á hvíta kagganum!!!!

þriðjudagur, maí 20, 2003

Þá er þessum fyrsta sumarvinnudegi að ljúka, átti að fara á námskeið en það var svo ekki þannig að það var bara náð í mig í bæinn til að ég gæti hjálpað við að raða í hópa. En vinnan byrjar svo sem ekki vel því að ég þarf að fá frí á morgun til að vinna í lokaverkefninu mínu.
Ég get ekki sagt anað en að ég sé þreytt því að ég fór í prófsýningu klukkan átta í morgun og komst ekki að tala við kennarann fyrr en svona einum og hálfum tíma eftir. Sem sagt hefði getað sofið í einn og hálfan tíma í viðbót!!! En svo loksins þegar að ég fór að tala við hann þá sagði hann bara við mig að með fyllri virðingu fyrir mér þá vildi hann helst eyða tíma í þá sem að hefður ekki náð og því fór hann voða hratt yfir prófið mitt. Fúlt!!! Hefði ég vitað það þá hefði ég ekkert mætt :o( En svo fór ég uppeftir og kom heim um hálf sex og svo um sex leitið þá fór ég á uppáhalds staðinn minn, að skúra og kom heim um átta. Sem sagt langur og strangur vinnudagur.

En ég er farin að sofa, góða nótt.

sunnudagur, maí 18, 2003

Föstudagurinn


Eitthvað breytist áætlunin mín, því að ég fór ekki á loka djammið hjá Tækniháskólanum. Því að ég var eitthvað sein fyrir. Það er svo sem ekkert nýtt :o) En ég fór í afmælið til hans Gunnars. Ég gaf honum líka þennan fína disk sem að ég var búin að skrifa nokkur vel valin lög á. En svo týndist hann, ekki gaman það.
Svo þegar að við vorum að fara þá skrifuðum við í gesatbókina, ég og Berglind sömudum líka þetta flotta ljóð. Man ekki alveg hvernig það var en það var einhvern vegin á þessa leið:

Það er nú algjör synd,
að þú skulir ekki vera kind.
Þú ættir kannski bara að taka mynd,
og vera sæt eins og Berglind ( í örðu veldi).
Þetta er samt ekki alveg rétt hjá mér, man greinilega ekki alveg hvernig það var en það var svakalega flott hjá okkur :o)

Svo skelltum við okkur í bæinn og kíktum fyrst inn á kaffibarinn, ekki alveg staður fyrir mig þannig að við fórum inn á Sólon. Þar var mjög fínt nema eitt, ég ætlaði að fá mér vatnsglas og bað um það á barnum, nei haldið þið ekki að stelpan hafi ekki rétt mér vatnsflösku og sagt 200 krónur!!!!!!! NEI TAKK!!!!!! Ég er ekki vön að borga fyrir vatnið hérna heim og fer ekki að byrja á því núna.
Svo fór ég aðeins of seint heim úr bænum og missti því af því að kveðja hana Hildi systur sem var að fara til útlanda. Sorry Hildur ;o)

Laugardagurinn


Byrjaði á því að ég fór í klippingu og strípur og er því svaklega fín um hárið núna. Svo var bara byrjað að setja á sig nýtt andlit og svo var drifið sig til Andreu. Þar var nokkurs konar uppskeruhátíð og seinasti vídeó fundurinn haldinn. Fengum að sjá brot að því besta veturinn 2002-2003 hjá Fylki/ÍR. Það var mjög gaman. Síðan var haldið á HSÍ-hófið. Það var alveg ágætis skemmtun en ég bjóst við því að Skímó yrðu skemmtilegri. En það var eitt frekar furðulegt að alltaf þegar ég var ný farin af dansgólfinu, því að mér fannst tónlistinn ekki nógu góð, þá kom alltaf eitthvað skemmtilegt lag og svo þegar að ég og Lára fórum og ætluðum að dansa við skemmtilegu lögin þá komu alltaf leiðinleg lög. Svo fannst mér líka alltof mikið af rólegum lögum.

En það voru tvö atvik sem áttu sér stað á dansgólfinu sem að átti bara ekki til orð fyrir. Það var fyrst þegar að einhver hálviti sem að henti bjórflösku fyrir dansgólfið og það lenti í einhverri stelpu sem bara féll í gólfið og gat varla staðið upp. Og svo þegar að ónefnd stelpa sparkaði í Heklu að mér sýndist af engri ástæðu. En Hekla lét hana finna fyrir því að það þýðir ekkert að abbast upp á hana. Hehehehehe.

Svo var ballið bara búið um þrjú og ég dreif mig bara heim alveg að drepast í fótunum.


föstudagur, maí 16, 2003

Ég get ekki sagt annað en það að það verði mikið að gera þessa helgi. Í kvöld er einhvers konar matarboð heima hjá mér því Hildur systir er að útskrifast núna á eftir úr MK og svo fer ég sennilega á lokadjammið í Tækniháskólanum og svo í afmælið til hans Gunnars. Búið að vera mikið vesen að finna hvert maður á að fara fyrst, til að plana keyrsluna.
En svo á morgun fer ég í klippingu og svo á HSÍ hófið um kvöldið.
Svo fær maður enga hvíld frá lokaverkefninu því við eigum að hitta leiðbeinandann okkar upp í skóla klukkan eitt á sunnudaginn!!!! Frábært!!!!
En ég þarf að fara að hafa mig til....................

miðvikudagur, maí 14, 2003

Jæja ég er búin að kaupa mér miða á HSÍ hófið þannig að ég fer á það. Það verður á laugardaginn og er eigin önnur en stórhljómsveitin Skítamórall sem mun spila fyrir dansi. Rosa gaman það. Hefði alveg vilja einhverja aðra en maður á örugglega eftir að geta skemmt sér ágætlega með þeim.

En annars er ekkert framundan hjá mér nema lokverkefnið, mikið gaman það :o)

þriðjudagur, maí 13, 2003

Tap hjá mínum mönnum!!!

Fór á leikinn áðan ÍR - Haukar. Enginn smá fjöldi á leiknum. Og eins og vanalega þá er ég alltaf svo tímalega, mætti þegar að leikurinn var byrjarður. Það var sennilega vegna þess að ég þurfti að leggja bílnum lengst í burt, hefði alveg getað bara gengið á leikinn. ÍR-ingarnir töpuð sem sagt en ég er samt ánægð með þá að hafa náð svona langt. Til hamingju með þetta strákar!

Jæja núna er um það bil klukkutími í seinasta prófið. Ég er orðin frekar stressuð og því eins og vanalega þegar ég er orðin mikið stressuð þá verð ég eitthvað svo aðgerðarlaus og fer að gera eitthvað allt annað en að læra. Skil ekki afhverju!!!!! En það er svo sem ekkert skemmtilegt við það að maður sé að verða búin í prófum því að það er ekkert skárra sem tekur við. Bara vinna í lokarverkefninu sem á að skila 30. maí.
En mér finnst bara svindl að hún Hildur systir skellti sé til Húsavíkur í gær og tók Heiðu frænku með sér. Þar eru þær í dekri núna og voru að hringja í mig og segja mér að þær væru að fara að borða saltkjöt og baunir :o( Svo kemur Hildur heim á fimmtudaginn og á föstudaginn útskrifast hún úr MK og fer svo út til útlanda á laugardaginn og verður þar í 2 mánuði. Mér finnst þetta svindl. Á meðan þarf ég að vera í prófum, verkefnavinnu og svo bara strax að vinna. En svona er lífið.

Mikið er ég sammála henni Kristínu með það að þegar eitthvað er að gerast þá er það alltaf á sama tíma.

sunnudagur, maí 11, 2003

Óánægð með ríkissjónvarpið


Ég get ekki sagt annað en það að ég sé mjög ósátt með ríkissjónvarpið. Búið var að auglýsa að leikurinn Haukar - ÍR ætti að vera sýndur í sjóvarpinu klukkan 16.15. Svo þegar ég var byrjuð að horfa á leikinn og svona c.a. 10 mínútur voru búnar af honum þá var skipt yfir á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í íshokkí. Því að það þurfti víst að framlengja þann leik. Og þá gat ég bara séð seinni hálfleikinn í handboltanum. Ég meina hvort horfa fleiri á íshokkí eða handbolta????

En VVvvvvvvvváááááááááááá hvað þetta var leiðinlegur leikur, allavega það sem ég sá af honum. Mínir menn voru ekki að ná neinum fráköstum og gátu voða lítið í vörninni. Ég var bara að velta því fyrir mér hvar þeir væru með hugann á meðan á leiknum stóð. Allavega ekki við leikinn. Svo í endann voru þeir bara alveg hættir að reyna fannst mér, þó að þeir væru búnir að tapa þá finnst mér þetta spurning um að halda haus!!!!!!

En ég er farin að læra hálf lasin og ómöguleg :o(

laugardagur, maí 10, 2003

Jæja þá er maður búin að kjósa.

Jæja maður er aftur að reyna. Kristín ég fékk lánaðar nokkrar myndir hjá þér. Vonandi verður þú ekki vond :o)
fimmtudagur, maí 08, 2003

Var að koma af leiknum og þvílíkur leikur. Get ekki sagt annað en að ég sé mjög sátt með mína menn. Flott hjá ykkur strákar!!!!!! Og svo var það stemnigin í Austurberginu, hún var alveg frábær, alveg full af fólki. Þannig að núna get ég farið að horfa á piparjúnkuna með brosa á vör og læra kannski smá :o)

En í gær þá bauð ég Hrund í bíó í boði Framsóknarflokksins. Ég fékk sem sagt bíómiða en komst ekki í bíó og var þá svo góð að gefa litlu systur miðann. Hún fór með vinkonu sinni á myndina og sagði við mig að áður en myndin byrjaði þá hefði hún verið heilaþvegin af Framsóknarflokknum. En það er óþarfi að óttast því að hún er ekki komin með kosningarrétt og því eru engar líkur á því að hún muni kjósa þá!! EN ég segi bara sem betur fer fór ég ekki í bíó, þetta var víst einhvers konar hryllingsmynd, eða rosaleg spennumynd. Held að mitt litla hjarta hefði ekki þolað það.

En er farið að horfa á piparjúnkuna, mjög ánægð!!!!
Áfram ÍR!!!!

miðvikudagur, maí 07, 2003

Mikið rosalega er maður vinsæll meðal stjórnmálaflokkanna. Ég fékk alveg full af bréfum og gjöfum í kvöld. Ég fékk bréf frá Davíð sem á stóð: Kæra Berglind, bla, bla, bla, hvað ætli það hafi verið prentuð út mörg svoleiðis bréf???? Svo fékk ég geisladisk (þar sem að hægt er að skoða stefnu flokksins og fara í einhvern tölvuleik), ”framsóknar-þrennu” og möguleika á að vinna mér inn bíómiða á einhverja mynd sem verður sýnd á morgun frá Framsóknarflokknum. Svo var ég búin að fá blýant frá Vinstri grænum sem að á stóð: Ég kýs menntun og vísindi, X-U. Ég bíð bara spennt eftir því að sjá hvað ég fæ frá Samfylkingunni.

Get nú ekki sagt annað en það að flokkarnir eru að reyna að kaupa mann til þess að kjósa sig. Og svo óska þeir manni allir til hamingju með kosningaréttinn til alþingiskosninga.
Það er samt leiðinlegt að vera í prófum á þessum tíma þegar að kosningar baráttan er sem mest því að ég er ekki mikið að eyða tíma mínum í að lesa stefnur hvers flokks.

En ég verð nú bara að vera sammála því sem að hún Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifaði í Fréttablaðinum í dag:

Mikið verður notarlegt þegar allir verða aftur eins og þeir eiga sér að vera. Þegar syngjandi, föðurleg ljúfmenni með fagurgala á vör verða aftur pirruð og hrokafull, snúa rassi á kjósendur og fara sínu fram. Þegar óraunhæfum loforðum verður troðið upp á háaloft þar sem þau eiga heima, geislabaugum og vængjum pakkað ofan í pappakassa og vandræðilegar og fokdýrar auglýsingar hætta að skemma fyrsta kaffibollann á morgnana.

Ég gæti ekki verið meira sammála henni, fyrir utan þetta með kaffið. Hehe, drekk nefninlega ekki kaffi.

En núna ætla ég að fara að sofa.
Góða nótt. ZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz


þriðjudagur, maí 06, 2003

Fór ekki á leikinn þar sem að ég var ekki búin að vera nógu dugleg að læra. Horfði samt á seinni hálfleikinn í sjónvarpinu og er ekki alveg ánægð núna. Mínir menn töpuðu :( Snökkt, snökkt.
En ég trúi því að þeir vinni leikinn á fimmtudaginn og þá ætla ég að mæta.
En allavega:
Áfram ÍR!!!!

mánudagur, maí 05, 2003

Ég var bara að horfa á piparjúnkuna sem var á fimmtudaginn í gær og ég verð bara að segja að hún hefði ekki átt að láta Bob fara. Hann var lang skemmtilegastur. Og hann Ross var ekki að gera góða hluti, greyið.

Svo byrjar fjörið á morgun. Haukar - ÍR.
Áfram ÍR!!!!!!!!

laugardagur, maí 03, 2003

Rosalega er þetta próftímabil búið að vera skemmtilegt :( Ég er eiginlega alveg komin með ógeð af skólanum núna. Vakna eldsnemma og fer í skólann og er þar allan daginn. Svo þegar það er svona gott veður úti þá langar manni helst að fara út í snú snú. Það er frekar langt síðan að ég fór í snú snú, bara seinast í MS. En þar sem að ég er bara búin með tvö próf af fimm þá verð ég bara að herða mig. Ekkert væl!!!!

Já ég ætla að lýsa eftir bleikum hjálmi, ef að einhver hefur séð bleikan hjálm á flakki hafði þá samband við Berglindi Báru.

En ég ætla að fara að gera eitthvað að viti, þannig seinna.