Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, maí 11, 2003

Óánægð með ríkissjónvarpið


Ég get ekki sagt annað en það að ég sé mjög ósátt með ríkissjónvarpið. Búið var að auglýsa að leikurinn Haukar - ÍR ætti að vera sýndur í sjóvarpinu klukkan 16.15. Svo þegar ég var byrjuð að horfa á leikinn og svona c.a. 10 mínútur voru búnar af honum þá var skipt yfir á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í íshokkí. Því að það þurfti víst að framlengja þann leik. Og þá gat ég bara séð seinni hálfleikinn í handboltanum. Ég meina hvort horfa fleiri á íshokkí eða handbolta????

En VVvvvvvvvváááááááááááá hvað þetta var leiðinlegur leikur, allavega það sem ég sá af honum. Mínir menn voru ekki að ná neinum fráköstum og gátu voða lítið í vörninni. Ég var bara að velta því fyrir mér hvar þeir væru með hugann á meðan á leiknum stóð. Allavega ekki við leikinn. Svo í endann voru þeir bara alveg hættir að reyna fannst mér, þó að þeir væru búnir að tapa þá finnst mér þetta spurning um að halda haus!!!!!!

En ég er farin að læra hálf lasin og ómöguleg :o(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home