Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, maí 27, 2003

Það er nú orðið svolítið síðan að ég bloggaði. Er svo sem ekki búin að vera að gera margt.

En ég skellti mér á djammið á laugardaginn og get ekki sagt annað en að ég hafi skemmt mér bara ágætlega á evróvisión kvöldinu. Fór til Herdísar og var þar með fullt af fólki sem ég þekkti bara ekki neitt en samt mjög gaman. En hvað var málið með að fá leigubíl niður í bæ. Ég ætlaði niður í bæ og fór niður í bæ þó að seint hafi verið. Hefur víst ekki verið svona mikið að gera hjá leigubílstjórunum síðan einhvern tíman á menningarnótt í denn :o) En það var mjög gaman niðrí bæ fyrir utan einhver fáranleg skot sem ég fékk frá einum aðila en það er allt í gúddi núna.

Já Berglind þú sóðst þig ekki nógu vel að fá stig frá spánverjunum þarna úti. Veit ekki betur en það var Island zero points frá Spáni. Gekk sem sagt áætlunin ekki upp hjá þér??

En má ekki gleyma, stærsta systir á afmæli í dag ekki nema 26 ára. Til hamingju með daginn Sigurveig mín :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home