Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, maí 18, 2003

Föstudagurinn


Eitthvað breytist áætlunin mín, því að ég fór ekki á loka djammið hjá Tækniháskólanum. Því að ég var eitthvað sein fyrir. Það er svo sem ekkert nýtt :o) En ég fór í afmælið til hans Gunnars. Ég gaf honum líka þennan fína disk sem að ég var búin að skrifa nokkur vel valin lög á. En svo týndist hann, ekki gaman það.
Svo þegar að við vorum að fara þá skrifuðum við í gesatbókina, ég og Berglind sömudum líka þetta flotta ljóð. Man ekki alveg hvernig það var en það var einhvern vegin á þessa leið:

Það er nú algjör synd,
að þú skulir ekki vera kind.
Þú ættir kannski bara að taka mynd,
og vera sæt eins og Berglind ( í örðu veldi).
Þetta er samt ekki alveg rétt hjá mér, man greinilega ekki alveg hvernig það var en það var svakalega flott hjá okkur :o)

Svo skelltum við okkur í bæinn og kíktum fyrst inn á kaffibarinn, ekki alveg staður fyrir mig þannig að við fórum inn á Sólon. Þar var mjög fínt nema eitt, ég ætlaði að fá mér vatnsglas og bað um það á barnum, nei haldið þið ekki að stelpan hafi ekki rétt mér vatnsflösku og sagt 200 krónur!!!!!!! NEI TAKK!!!!!! Ég er ekki vön að borga fyrir vatnið hérna heim og fer ekki að byrja á því núna.
Svo fór ég aðeins of seint heim úr bænum og missti því af því að kveðja hana Hildi systur sem var að fara til útlanda. Sorry Hildur ;o)

Laugardagurinn


Byrjaði á því að ég fór í klippingu og strípur og er því svaklega fín um hárið núna. Svo var bara byrjað að setja á sig nýtt andlit og svo var drifið sig til Andreu. Þar var nokkurs konar uppskeruhátíð og seinasti vídeó fundurinn haldinn. Fengum að sjá brot að því besta veturinn 2002-2003 hjá Fylki/ÍR. Það var mjög gaman. Síðan var haldið á HSÍ-hófið. Það var alveg ágætis skemmtun en ég bjóst við því að Skímó yrðu skemmtilegri. En það var eitt frekar furðulegt að alltaf þegar ég var ný farin af dansgólfinu, því að mér fannst tónlistinn ekki nógu góð, þá kom alltaf eitthvað skemmtilegt lag og svo þegar að ég og Lára fórum og ætluðum að dansa við skemmtilegu lögin þá komu alltaf leiðinleg lög. Svo fannst mér líka alltof mikið af rólegum lögum.

En það voru tvö atvik sem áttu sér stað á dansgólfinu sem að átti bara ekki til orð fyrir. Það var fyrst þegar að einhver hálviti sem að henti bjórflösku fyrir dansgólfið og það lenti í einhverri stelpu sem bara féll í gólfið og gat varla staðið upp. Og svo þegar að ónefnd stelpa sparkaði í Heklu að mér sýndist af engri ástæðu. En Hekla lét hana finna fyrir því að það þýðir ekkert að abbast upp á hana. Hehehehehe.

Svo var ballið bara búið um þrjú og ég dreif mig bara heim alveg að drepast í fótunum.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home