Var að koma af leiknum og þvílíkur leikur. Get ekki sagt annað en að ég sé mjög sátt með mína menn. Flott hjá ykkur strákar!!!!!! Og svo var það stemnigin í Austurberginu, hún var alveg frábær, alveg full af fólki. Þannig að núna get ég farið að horfa á piparjúnkuna með brosa á vör og læra kannski smá :o)
En í gær þá bauð ég Hrund í bíó í boði Framsóknarflokksins. Ég fékk sem sagt bíómiða en komst ekki í bíó og var þá svo góð að gefa litlu systur miðann. Hún fór með vinkonu sinni á myndina og sagði við mig að áður en myndin byrjaði þá hefði hún verið heilaþvegin af Framsóknarflokknum. En það er óþarfi að óttast því að hún er ekki komin með kosningarrétt og því eru engar líkur á því að hún muni kjósa þá!! EN ég segi bara sem betur fer fór ég ekki í bíó, þetta var víst einhvers konar hryllingsmynd, eða rosaleg spennumynd. Held að mitt litla hjarta hefði ekki þolað það.
En er farið að horfa á piparjúnkuna, mjög ánægð!!!!
Áfram ÍR!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home