Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, maí 13, 2003

Jæja núna er um það bil klukkutími í seinasta prófið. Ég er orðin frekar stressuð og því eins og vanalega þegar ég er orðin mikið stressuð þá verð ég eitthvað svo aðgerðarlaus og fer að gera eitthvað allt annað en að læra. Skil ekki afhverju!!!!! En það er svo sem ekkert skemmtilegt við það að maður sé að verða búin í prófum því að það er ekkert skárra sem tekur við. Bara vinna í lokarverkefninu sem á að skila 30. maí.
En mér finnst bara svindl að hún Hildur systir skellti sé til Húsavíkur í gær og tók Heiðu frænku með sér. Þar eru þær í dekri núna og voru að hringja í mig og segja mér að þær væru að fara að borða saltkjöt og baunir :o( Svo kemur Hildur heim á fimmtudaginn og á föstudaginn útskrifast hún úr MK og fer svo út til útlanda á laugardaginn og verður þar í 2 mánuði. Mér finnst þetta svindl. Á meðan þarf ég að vera í prófum, verkefnavinnu og svo bara strax að vinna. En svona er lífið.

Mikið er ég sammála henni Kristínu með það að þegar eitthvað er að gerast þá er það alltaf á sama tíma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home