Mikið rosalega er maður vinsæll meðal stjórnmálaflokkanna. Ég fékk alveg full af bréfum og gjöfum í kvöld. Ég fékk bréf frá Davíð sem á stóð: Kæra Berglind, bla, bla, bla, hvað ætli það hafi verið prentuð út mörg svoleiðis bréf???? Svo fékk ég geisladisk (þar sem að hægt er að skoða stefnu flokksins og fara í einhvern tölvuleik), ”framsóknar-þrennu” og möguleika á að vinna mér inn bíómiða á einhverja mynd sem verður sýnd á morgun frá Framsóknarflokknum. Svo var ég búin að fá blýant frá Vinstri grænum sem að á stóð: Ég kýs menntun og vísindi, X-U. Ég bíð bara spennt eftir því að sjá hvað ég fæ frá Samfylkingunni.
Get nú ekki sagt annað en það að flokkarnir eru að reyna að kaupa mann til þess að kjósa sig. Og svo óska þeir manni allir til hamingju með kosningaréttinn til alþingiskosninga.
Það er samt leiðinlegt að vera í prófum á þessum tíma þegar að kosningar baráttan er sem mest því að ég er ekki mikið að eyða tíma mínum í að lesa stefnur hvers flokks.
En ég verð nú bara að vera sammála því sem að hún Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifaði í Fréttablaðinum í dag:
”Mikið verður notarlegt þegar allir verða aftur eins og þeir eiga sér að vera. Þegar syngjandi, föðurleg ljúfmenni með fagurgala á vör verða aftur pirruð og hrokafull, snúa rassi á kjósendur og fara sínu fram. Þegar óraunhæfum loforðum verður troðið upp á háaloft þar sem þau eiga heima, geislabaugum og vængjum pakkað ofan í pappakassa og vandræðilegar og fokdýrar auglýsingar hætta að skemma fyrsta kaffibollann á morgnana.”
Ég gæti ekki verið meira sammála henni, fyrir utan þetta með kaffið. Hehe, drekk nefninlega ekki kaffi.
En núna ætla ég að fara að sofa.
Góða nótt. ZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home