Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Helgin

Já ég tók þá ákvörðun að fara í afmælið til hennar Ásu á föstudaginn og fara svo í bústaðinn á laugardaginn.

Það var feiki mikið fjör í bleikasokka afmælinu. Og þetta var meira að segja fyrsta partýið sem ég hef farið í þar sem löggan kemur. Bara svaka fjör. En það var svo sem ekkert alvarlegt, bara lækka í tónlistinni og svoleiðis. En eftir partýið var haldið í bæinn og viti menn Hverfis varð ekki fyrir valinu. Skemmti mér bara áægtlega í bænum.

Svo vaknaði maður bara eiturhress á laugardaginn tilbúin í að leggja af stað í sumarbústaðinn. En þeirri ferð seinkaði eitthvað aðeins þannig að ég fór á stjá í IKEA og ætlaði að kaupa mér sjónvarpsskápinn minn en þá var hann ekki til í mínum lit. Típíst fyrir mig, er bara búin að vera í eitt ár að hugsa um að kaupa hann og þegar maður loksins fer þá bara allt bú!!!!

En það var mjög fínt í sumarbústaðinum enda langt síðan að þessi vinahópur gerði eitthvað saman. Þar var spilað, kjaftað og étið mikið, eiginlega of mikið. Ég var bara étandi frá því að ég steig inní sumarbústaðinn og þangað til að ég fór.

En sem sagt þetta var hin fínast helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home