Tap :(
Ég vona að það hafi allir átt ágætis mánudag, heyrði það nefninlega í útvarpinu á sunnudaginn að einhverjir vísindamenn væru búnir að reikna það út eftir einhverjum erfiðum útreikningum að mánudagurinn 24. jan átti að verða leiðinlegasti dagur ársins. Fólk átti ekki að nenna að fara á fætur og helst vilja henda vekjarklukkunni í vegginn og svoleiðis. Það starfar líka út af því að þá fara jólainnkaupa reikningarnir að streyma inn um lúguna og þar sem það er 24 jan er akkúrat mánuður síðan að jólin voru. Ég verð að viðurkenna það að ég tók ekkert eftir því að mánudagurinn hefi verið eitthvað verri eða betri en einhver annar dagur.
Samt þykir mér frekar fyndið að einhver nenni að reikna það út hvaða dagur sé leiðinlegasti dagurinn á árinu. Það er greinilega svona gaman hjá þessu fólki ;)
En já Ísland tapaði í gær :( Ekki gaman það, ég var alveg á því að við myndum vinna. En ótrúlega óíþróttamannslegt hjá Slóvenum í endann þegar gaurinn fer fyrir sendinguna og svo sparkar í boltann. Ekki alvega allt í lagi og svo þegar Einar er bara hentur niður. Ekki það að mér fannst að við hefðum átt að gera eitthvað svipað. Að minnsta kosti finnst mér að við hefðum átt að drepa okkar menn. En það er bara mitt álit.
Jæja best að fara að koma sér í Smáralindina.
3 Comments:
Ég hefði getað farið að gráta þegar leikurinn var búinn. Við vorum búin að vera 2-3 mörkum yfir allan tímann, af hverju gátum við ekki klárað þetta! Ég er sammála þér með það að við hefðum átt að gera það sama og slóvenar í lokinn, ekki íþróttamannslegt, en hey, við hefðum þá að minnsta kosti fengið stig!
Kristín
Jáhá það láku næstum því tár hjá mér. Uhuhuu. En þeir vinna leikinn í kvöld. Eða það skulum við vona :)
Sigurveig mér þykir þú afskaplega leiðinleg þegar þú ert að setja út á landsliðið, þetta eru nú einu sinni strákarnir OKKAR.
Skrifa ummæli
<< Home