Útsölur, strútsölur
Ég verð nú að viðurkenna það að ég er orðin svolítið stressuð og mér er farið að leiðast alveg svakalega. Jújú ég er ekki ennþá búin að finna mér föt fyrir útskriftina og er ekki komin með vinnu. Spurning um að maður skelli sér bara til útlanda og fari að læra eitthvað tungumál, vill einhver koma með mér???
Svo er ég engan veginn sátt við þessar helv..... útsölur, hver var að finna upp á þeim?? Sú manneskja er ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagana.
En annars var ég bara að leita mér að fötum alla helgina, fór svo og hitti sogsgellurnar á laugardaginn og við spiluðum (tek það fram að ég og Guðný unnum í pictunary) og borðuðum mikið nammi (ég sem var hætt að borða nammi). Kíktum í bæinn og varð Hressó fyrir valinu. Þar var fínt fyrir utan það hvað það var skrítin tónlist.
Svo á sunnudaginn fór ég að setja á mig gellu neglur, það er spurning hvað þær eiga eftir að haldast lengi, vona bara að þær haldist út næstu helgi.
Já og svo var það landsleikurinn, ji dúdda mía hvað ég var orðin stressuð í endann en viðfengum eitt stig og það var gott mál.
L8ter
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home