Aftur tap :(
Jæja þessi leikur fór ekki eins og ég vildi. Samt finnst mér eitt asnalegt, mér finnst að það hefði átt að byrja leikinn uppá nýtt út af þessu rennirýi hjá Íslendingunum. Finnst það frekar mikið svindl að við misstum nokkur mörk út af því að þeir ruddu á rassinn (gef mér það að þeir hefðu skorað). En svona er þetta víst bara, gerum bara betur næst :)
Ég er búin að vera í allan dag að undirbúa morgundaginn og fór meðal annars að versla og alltaf þegar ég fer að versla þá gleymist alltaf eitthvað, ég veit ekki hvernig þetta verður þegar ég loksins flyt að heiman. Ætli ég verði ekki alltaf út í búð því að ég gleymdi einhverju.
En já best að halda áfram að vesenast.
1 Comments:
Takk Sigurveig og Heiða Björg.
Og takk sömuleiðis Snjólaug, ég skemmti mér alveg rosalega vel og já það var frekar leiðinlegt að hafa ekki hitt ykkur í bænum, við vorum samt hlið við hlið í bænum ;)
Skrifa ummæli
<< Home