Útskrifuð :)
Já þá er maður búin að fá það staðfest, útskrifuð úr viðskiptafræði B.sc., af markaðssviði. Útskriftin fór fram í Grafarvogskirkju og útskrifuðust um 103 nemendur af háskólastigi.
Eftir athöfnina fór ég bara heim og horfði á leikinn sem endaði vel í þetta skiptið, svo var farið aðeins að undirbúa veisluna og drifið sig svo til Sigurveigar svo að hún gæti nú sett eitthvað fallegt í hárið á mér.
Veislan/partýið byrjaði svo stundvíslega klukkan hálf níu. Var bara fjör á fólkinu og skelltum við nokkur okkur niður í bæ þegar líða fór á kvöldið. Hressó varð fyrir valinu og vorum við þar allan tímann, ekki var maður að nenna að flakka á milli staða þegar veðrið var ekki uppá marga fiska.
Sunnudagurinn var mjög svo slakur hjá mér, held bara að ég hafi aldrei sofið svona mikið en það var bara verið að segja mér að drekka aðeins minna næst ;)
Sem sagt laugardagurinn var vel heppnaður í alla staði. Og vil ég þakka öllum sem skemmtu mér með nærveru sinni alveg rosalega vel fyrir.
Ég er svo að hlaða inn myndunum frá því á laugardaginn, set þær inn við gott tækifæri.
4 Comments:
Takk fyrir síðast! Rosalega var mikið fjör;) ...og enn og aftur til hamingju með þetta allt saman:) kv. Herdís
Takk sömuleiðis Herdís mín. Ég skemmti mér alveg rosalega vel.
Takk kærlega fyrir okkur, þetta var rosalega gott og flott hjá þér fröken viðskiptafræðingur af markaðssviði :Þ
Berglind
Innilega til hamingju gella!! Ég hefði alveg verið til í að vera á landinu til að fagna með þér... það er skyldumæting í mína útskrift (hvenær sem hún verður ;)Ég kem heim 15.mars og verð heima í rúmmlega 2 vikur, heyri í þér þá!! og endilega skrifaðu mér fleiri e-mail! Kveðja Auður
Skrifa ummæli
<< Home