Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Berglind Bára sjónvarpsstjarna

Berglind Bára vinkona var í Fólk með Sirrý í gær og bað hún mig að mæta til þess að vera í salnum. Vantað víst fólk. Auðvitað mætti ég og ég passaði mig bara á því að sitja sem aftast :)
En Berglind Bára stóð sig bara eins og hún væri þrælvön því að vera í sjónvarpi. Verð að viðurkenna það að þegar hún var spurð þá varð ég nú frekar stressuð. En hún svaraði spurningunni mjög vel og þetta kom allt flott út.

Núna eru fatavandamál hjá mér. Veit ekkert í hverju ég get verið í á útskriftinni. Bara vandræði. Svo eru þessar útsölur ennþá og mér leiðast þær. Ef einhver er með góðar uppástungur um föt endilega kommentið hérna hjá mér.

Ein í fatavandræðum :(

2 Comments:

At 10:30 f.h., Blogger eyglo said...

Arg! Ég er í sömu fatavandræðum :( Þessar útsölur eru ekki að gera það fyrir mig, og svo er svo leiðinlegt og tímafrekt að fara í búðir :S Getum við ekki ráðið einhvern til að redda þessu fyrir okkur ;)

 
At 11:21 f.h., Blogger Berglind said...

Já ég segi það. Er ekki einhver sem vill bjóða sig fram????? Hehehe. Annars er þetta ekkert tímafrekt fyrir mig þar sem ég er ekki að gera neitt þessa dagana. En ég fer alltaf í svo pirrað skap þegar ég fer í þennan leiðangur og finn ekki neitt ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home