Já góðan daginn. Smá pirringur er búinn að segja til sín hérna. Netið er nefninlega búið að vera niðri síðan á föstudaginn, takk fyrir. Jamm og síminn síðan á miðvikudaginn þökk sé mjög svo góðu símafyrirtæki sem veitir líka þessa góðu þjónustu. En nóg um það.
Jamm þar sem þetta netið hefur legið niðri hef ég lítið gert í vinnumálum. Verð núna að fara að drífa mig að sækja um. Spennandi :)
Annars eru dagarnir búnir að vera afskaplega lengi að líða. Ég er ekki nógu góð í því að gera ekki neitt, því það endar allaf með því að ég sef bara allan daginn og þegar ég er vakandi þá er ég bara afskaplega þreytt. Ekki gaman það. En ég skellti mér á djammið með henni Herdísi á laugardaginn ásamt vinkonum hennar. Byrjuðum á því að fara á REX, þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef farið inná þann stað og tel það líka hafi verið það seinasta. Ekkert smá mikill snobb staður, sjæsen. Ég var bara að djamma með fræga fólkinu ;) Nei okkur Herdísi leist ekkert alltof vel á þennan stað, lítið dansgólf og of mikið af fólki þarna inni. Þannig að við fórum bara á aðra staði, stoppuðum stutt á þeim öllum, það var mikið af fólki í bænum en mjög fáir sem við þekktum. Þannig að við fórum að velta því fyrir okkur hvort að við værum orðnar svona gamlar. Ég vil sko ekki trúa því :)
Ég svaf svo út á sunnudaginn og um kvöldið fór ég í bíó á Alfie. Mér fannst þetta hin fínasta mynd, enda vissi maður það að ef myndin væri leiðinleg þá hafði maður alltaf Jude Law til þess að bæta hana upp. Hann lék frábærlega vel í þessari mynd og er eins og allir vita gullfallegur þannig að þessi mynd kom bara út í plús :) Svo verð ég að segja að tónlistin í myndinni er mjög góð. Þannig að myndin er góð fyrir augun og eyrun ;)
Svo var Snjólaug að setja inn myndir frá því í bleikasokkaafmælinu hennar Ásu og
hér er linkur á myndinar hennar. Henni tókst að taka ekkert smá mikið af myndum, og ég verð að segja að ég varð ekki vör við alla þessa myndatöku.
Jæja ætla að drífa mig að skúra svo ég verði ekki of sein til að veita Berglindi Báru nærverustuðningi í þættinum í kvöld.