Skrítið þetta blogg. Ég skrifaði á mánudaginn heilan helling og það fór ekki á síðuna, þannig að ég ákvað að mótmæla og blogga ekkert í einhvern tíma. En hvað gerist svo, jú ég fer inná bloggerinn og þá er bara allt bloggið þar en ekki á síðunni. Furðulegt!!! Og þar var ekki bara eitt stykki blogg, nei,nei bara alveg full og ég þurfti að byrja að eyða því út. Maður getur sem sagt treyst þessum blogger :s
Það er allt að gerast í skólanum núna. Það er ótrúlegt með þessa kennara að það er alltaf svo lítið að gera í byrjun annarinnar en svo er henda kennararnir stórum verkefninum í mann á sama tíma. Ótrúlegt!
Það er bjórkvöld í skólanum í kvöld. Eða karókíkvöld. Finnst það frekar asnalegt, það ætti bara að vera bjórkvöld, púnktur. Það er ekkert leiðinlegra en að vera á svona karókíkvöldi þar sem alltaf þeir sömu fara og syngja og hinir sem taka ekki þátt þurfa að hlusta á þessa líka góðu "söngvara" allt kvöldið. En ég fer mjög sennilega ekki, er bara að fara að passa litlu frænku í kvöld, það eru allir að fara að gera eitthvað nema ég :( (snökt, snökt) Mig langar nú samt að fara að djamma, það er orðið svolítið langt síðan að ég djammaði seinast.
Já ég hugsa að ég dragi bara hana litlu frænku með mér á handbolta leik í kvöld. ÍR er að fá Víking í heimsókn og ég er ekki búin að sjá ÍR spila á þessu tímabili. Mig langar að sjá breytingarnar á liðinu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home