Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, október 01, 2004

Konukvöldið var bara hin ágætis skemmtun. Það var boðið upp á hina ýmsu hluti. En við náðum ekki að fá allt það sem var í boð því að við vorum svo uppteknar að því að finna okkur borð. Og ó mæ good. Frænka mín hringdi í mig og sagði mér að leggja tímanlega af stað. Ég bara ok, við verðum bara komnar þanngað um hálf átta og guð minn góður. Fjöldinn sem var þarna, við enduðum einhverstarðar frekar aftarlega í röðinni sem var svo á endanum bara nokkuð framarlega. Já við fengum að vísu borð en á stað þar sem maður sá ekki á sviðið. Mér fannst einn galli, það var gefið of mikið af miðum á þetta. Þeir sem sátu fyrir aftan okkur voru ekki lengi þarna, sem ég skil vel því að maður nennir varla að vera þarna og sjá ekki neitt.
Svo var kosinn kynþokkafylsti maðurinn. Ekki var ég ánægð með þau úrslit. Allavega hefði ég ekki valið hann. Minnir að hann heitir Þorvaldur. En ég meina sem betur fer eru ekki allir með eins smekk :)

Við fengum Vikuna gefins í gær og ég fór svona að glugga í hana þarna. Og þar var lítil grein um hjónaband:

Þú lifir lengur ef þú gengur í hjónaband

Það getur verið jafnhættulegt að vera einhleypur og að reykja, að því er niðurstöður nýrrar, breskrar rannsóknar sýna. Hjónabandið heldur lífinu í þér og áhrifin eru reyndar athyglisverð. Prófessorinn Andrew Oswald, sem stjórnaði rannsókninni, segir í viðtali við breska blaðið The Independent að dánartíðnin meðal ógiftra sé jafnhá og hjá reykingarmönnum. Fólk sem er einhleypt, borðar ekki nógu heilsusamlegt fæði, hreyfir sig minna, vinna af mikið og drekka af mikið áfengi.


Ég ungfrúin sem er gjörsamlega á móti reykingum og hélt að ég væri alveg rosa healty og þar sem ég reyki ekki ætti ég af lifa góðu og löngu lífi, en neiiiii eftir að hafa lesið þennan pistil þá er ég víst ekkert betur sett en þeir sem reykja. Ég verð bara að halda K.J. um reykingar þanngað til ég verð búin að gifta mig!!!!!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home